Eimreiðin - 01.05.1910, Side 56
132
Sambandslaganefndin hefir bersýnilega ætlaö sér aö sníða
okkur stakk eftir vexti og þó vel við vöxt. Og henni tókst það
vel, hvað sem loftkastalasmiðirnir segja, sem ekkert hugsa um
grunninn á jörðinni.
Hvert fat er að sjálfsögöu til þess ætlað, að endast aðeins
um stundarsakir. Ný snið og nýir klæðskerar koma með nýjum
tímum. Sambandslögin áttu aðeins að gilda um stundarsakir, eða
svo sem rífan mannsaldur, og þá var gert ráð fyrir, að dyrnar
væru opnaðar, til að líta á fatið til endurbótar, eða ekki, eftir at-
vikum. þetta var viturlegt og vel ráðið. Okkur Islendingum
hefði ekki veitt af því, að láta krafta vora beinast að innanlands-
umbótum um mannsaldurs skeið, og var full þörf á öllum beztu
kröftum vorum á því starfssviði. —
En þetta fór á aðra leið. Sumir gáfuðustu mennirnir í land-
inu snerust öndverðir móti sambandsmálinu og — sjálfum sér,-
hentistefnunni viturlegu og röksemdum sínum samfleytt um mörg
ár — ekki fyrir þá sök, að þeir eru gáfaðir, heldur vegna þess,
að miklum gáfum þeirra fylgdu miklir gallar, sem náðu yfirráðum
yfir hinum »betra manni«, þegar verst gegndi. Allur þorri manna
er hneigður til þess að fylgja miklum mönnum, eða réttara sagt
mikils háttar mönnum, í blindni, af því að þeir eru mikils háttar.
En hættan, sem vofir yfir þeim mönnum, sem brautargengið ljá,
hún er fólgin í þessu: að mikils háttar rrienn hafa oft mikla galla
og annmarka.
Og svo fer stundum á þá leið, að almenningur fylgir þeim
hluta mannsins, sem er nærri því eintómur annmarki og lendir á
glapstigum. I’ess vegna má almenningur aldrei fylgja neinum
manni í blindni, hversu mikilsháttar sem er, eða glæsilegur og
mikill á lofti.
JÓN SIGURÐSSON. Veit ég það að vísu, að engin þjóð
kemst á legg nema því aðeins, að hún eigi hugumstóra menn,
sem horfa hærra og lengra, en »meginhugtak matarins« nær. En
það kemur ekki til mála í þessu sambandi. Enginn vandaður
maður vogar sér, held ég, að væna Jón Sigurðsson þess, að hann
hafi ekki horft út yfir þetta sjónarmið. En sambandslaganefndin
bygði Uppkastið á þeim grundvelli, sem Jón Sigurðsson vildi
aldrei víkja af. Jafnvel æstustu andstæðingar Uppkastsins hafa
ekki neitað þessu. En Benedikt Sveinsson, þingmaður N.-Þing-
eyinga, sagði í fyrra sumar í ræðu í Reykjavík, sem prentuð var