Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 59
i35
Og mér sýnast boðar fyrir stafni og grunnföll á bæði borð.
Okkur langar ekki til þess, að standa í þessu. Mig langar ekki
til þess a. m. k. En nauðsynin heimtar það. Einstaklingurinn,
sem er atkvæðisbær, verður að gera sér grein fyrir málinu.
Og ég get sagt það um sjálfan mig, að ég hefi hugsað svo mikið
um þetta mál, nauðugur viljugur, að ég get ekki kastað hugsun-
inni frá mér öðru vísi en með þessu móti, sem nú gefur á að líta.
Skyldu Danir annars ekki vera orðnir dauðleiðir á okkurf
Eg gæti trúað því, að þeim þætti ekki við okkur eigandi
fyrir »lausung og lygi«, eins og Oddný sagði forðum daga við
Pórð Kolbeinsson bónda sinn, þegar hún spurði Björn á lífi Hít-
dælakappa. Flokkarnir hafa blettað hvor annan í dönskum blöðum
um mörg ár og er það mikið endemi samanlagt.
Hinsvegar hefir ráð vort verið á reiki og óskir vorar á hverf-
anda hveli, sem vér höfum borið íram fyrir Dani. Danir eru
gæddir miklu langlundargeði, ef það gengur ekki fram af þeim,
aö þeir menn vildu ekkl líta við Uppkastinu í fyrra, sem fylgau
fast fram Valtýskunni um aldamótin. ]Jað er ósamkvæmni, svo
sem mest má verða.
Pegar þingmennirnir fóru á konungsfund um árið í fagnaðinn
— til Bjarmalands, sem Árni prófastur kallaði í Norðra — varð
sá atburður í Höfn, að einn mikilhæfasti þjóðmálamaður landsins
ritaði í höfuðblað Dana um kröfur Islendinga, til aukinna þjóðrétt:
inda, og nefndi þrjú höfuðatriði, sem sætta mundu þjóðirnar, eða
friða hagi vora, ef þeim fengist framgengt. Pessi atriði vóru:
i. undirskriftin, að hún væri á valdi ráðherrans okkar, þess
fráfarna, eða viðtakandans, 2. það, að málin okkar þyrfti ekki að
bera upp í ríkisráðinu, og 3. að höfuðstóllinn fengist útborgaður,
sem »tillagið«, svokallaða, eru vextirnir af. Pannig sögðu blöðin
frá þessu, og þar sem þetta var sagt höf. til sæmdar, er ekki
ástæða til að véfengja þetta. En ekki sá ég »Pólitiken«, sem
þetta mál flutti.
En hvað skeður? Pegar Uppkastið er samið, fæst fyrirheit
um þetta og margt og mikið fleira. En þá gengur þessi sami
mikilsháttar stjórnmálamaður frá öllu saman, og vildi ekki við
því líta.
Ef ég hefði verið í Dana sporum, mundi ég hafa sagt: við
þessa menn er ekkert hægt að eiga; farið allir norður og niðurl
En Danir eru þolinmóðir og kurteisir, nú orðið, og hafa tekið