Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 62

Eimreiðin - 01.05.1910, Qupperneq 62
13» Síðasta fullið. Paö hafði hlaðið niður mestu fannkyngi á jólaföstunni. Sífeldar moldhríðar. Pað var hálfdimt í baðstofunni um hádaginn og rofaðr aðeins örlítið til í'bili, þegar fjármennirnir áttu leið fram hjá bænum og tóku dálítið af gluggunum. Reyndar tóku þeir nú ekki nema af gluggunum stúlknanna, káfuðu bara til málamynda í snjóinn á glugganum mínum. O rýjurnar, þeir vissu, að þar var ekki tii neins að vinna. Nú það var svo sem heldur ekki neitt fíneríisverk, sem ég hafði með höndum, og sama var mér hvort ég gerði það vel eða illa. Heiðursmaðurinn hann bróðursonur minn, hann Pórir bóndinn hérna, hafði sett mig í að spinna hrosshár á gömlu snælduna, sem hann Fjósa-Björn spann á hjá honum föður mínum sáluga í mínu ungdæmi. O jæja, hver hefði trúað því þá, að ég ætti þetta eftir. Mér var nú satt að segja ekkert um hrosshárið og ég var kominn á flugstig með að minna hann Póri á, að ég væri nú satnt þrátt fyrir alt candidatus philosophiæ. En hvað ætli það hefði dugað ? Eins og hann Pórir hafi nokkurn smekk fyrir því, hvað það er að vera candidatus philosophiæ. Hann þykist nú líka húsbóndi á sínu heimili, drengurinn. Að minsta kosti yfir mér. Jæja, Pórir litli. Pú heitir nú samt í höfuðið á mér. Pað var nú í þann tíð. Pegar þú fæddist, þá varst þú bara sonur hans föður þíns, og hann faðir þinn var bara bóndi hérna á Gili. En ég var stúdíósus úti í Kaupmannahöfn og þótti laukur ættarinnar. Pá þótti það meira að segja sómi fyrir þig að fá að heita í höfuðið' á mér. Nú vildirðu víst gefa talsvert til þess, að fá nafninu breytt.. En kirkjubókin situr föst við sinn keip. Hún segir eins og Pílatus heitinn: »það, sem ég hefi skrifað, það hefi ég skrifað«. En hvað er ég að kjafta! Eg ætlaði að tala um veðrið. I jólatunglið gerði hann blota og grynkaði talsvert á fönninni. Svo á milli jóla og nýjárs glenti hann sig upp og frysti, gerði heiðviðri og stillur og rifahjarn. Á þriðja í jólum kemur Pórir til mín, þar sem ég stend við rúmmarann minn og er að spintia hrosshárið. Eg hafði skrúfað vindilinn fastan á marann, sneri mér að glugganum og bakinu að pallskörinni. Pórir er fyrst ofboðlitla stund að tvístíga fyrir aftan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.