Eimreiðin - 01.05.1910, Page 67
143
Mörg vínperlan hefur glitrað í þessum gamla, göfuga bikar.
Hann hefur fylgt Gilsættinni mann fram af manni. Altaf verið
hjá helzta manninum í ættinni. Og allir hafa þeir kunnað að meta
goðmagn vínsins. Faðir minn sálugi gaf mér hann, þegar ég fór
til Hafnar. Hann ugði, að við myndum ekki sjást framar — eins
og líka varð. »Pú verður að eiga þennan bikar, Pórir, sagði hann,
ég veit, að þú verður helzti maður ættarinnar á þinni tíð.«
Á minni tíð!
Já, þetta voru hans óbreytt orð: »Eg veit, að þú verður helzti
maður ættarinnar á þinni tíð« — — — — — — — — — —-
— — — —- Jafnvel tappatogarinn sá arna. Við hann eru
bundnar minningar um margan góðan teig og marga glaða stund.
Hann skal fá að fara sömu leiðina og alt annað. Hann skal
aldrei verða saurgaður á því, að draga upp meðalaglös eða stein-
olíuflöskur.
Ég þakka þér Egill, að þú einn skyldir muna eftir mér af
öllum fornvinum mínum, og bjóða að gera mér einhvern greiða.
Hversvegna varst þú sá eini; margir vottuðu mér þó forðum
daga vináttu sína í stærri orðum en þú. Er það af því, að
heimslán þitt hefur verið minst þeirra allraf Hefur það haldið
við æskugöfgi þinni?
Mér lá við að svara bréfi þínu í anda Díógenesar: sólin skín
á mig, loftið andar um mig, hvers ætti mér að vera þörf? En
þá mundi ég eftir, að ég var öllum öðrum skyldari að drekka
erfi vínguðsins við útför hans á Islandi, og svo bað ég þig um
eina flösku af steinberger.
Pá sýndir þú það, Egill, að þú ert göfugmenni. Eví þú
sendir mér það, sem ég bað þig um, og hvorki meira né minna.
Pú vissir, að Pórir Ketilsson er enginn ölmusumaður, þrátt
fyrir alt.
Lengi hefur Eórir litli kvalist yfir því, að fá ekki að vita,
hvað væri í þessum kassa. Hefði hann sótt hann í kaupstaðinn,
hefði hann verið vís til að opna hann. Pað gerði Gvendur greyið
þó ekki. Bráðum er alt horfið í gilið. Pað kann að þegja yfir því,
sem því er trúað fyrir.
*
*
*
IO
*