Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Page 71

Eimreiðin - 01.05.1910, Page 71
147 'SÍnum. Pá töldu þeir fyrir mér harma sína, og mér var fróun í að skilja þá út í æsar og láta þá fylla hug minn. þá gátu þeir allir til samans myndað kátan hóp, sem feykti öllum áhyggjum burtu með hlátri og gleðimálum. Hvar sem við komum, varð glymur í sölum af hlátrum og söng, ljóðum og ræðum. Menn hristu höfuðið yfir þessum stjórnlausa hóp. Menn lögðu fæð á mig fyrir það, að leiða félaga mína út í svall og gjá- lífi. Allir vissu, hver það var, sem hló hæst og söng bezt, hélt fiestar ræðurnar og kvað öll kvæðin. lJeir sóru mér það, vinir mínir, yfir skálunum, að því meira sem aðrir hötuðu mig, því trúrri skyldu þeir reynast mér, því fastar skyldu þeir fylkja sér í kring- um mig. Samt þyntist hópurinn smátt og smátt, og loks stóð ég aftur aleinn. Síðan hef ég enga vini átt. Síðan hef ég hvorki hlegið, sungið né kveðið. Kvæði mín eru öll gleymd, augnablikið var vagga þeirra og gröf. Síðan hef ég búið einmana og þögull yfir sorg minni. fú einn, Bacchus, hefur ekki yfirgefið mig. Þú hefur vitjað mín, hvar sem ég flæktist, hulið svívirðingarnar og gefið mér nýjar vonir og nýja drauma, jafnvel löngu eftir að öll gæfuvon var úti. Hver flaska, sem ég hef fengið hér. að Gili, hefur komið eins og guðleg náðargjöf. Hún gat breytt baðstofukytrunni í konungshöll og rúmfletinu mínu í hásæti. Og mig gat dreymt um, að ennþá kynni þjóðin að geta uppgötvað hinn ónotaða kraft anda míns og kalla mig fram á vígvöllinn. — — Þessir draumar áttu sér að vísu skamman aldur, en þeir hafa þó verið einu stjörnurnar í náttmyrkri æfi minnar. Þeir segja, að þú hafir'steypt mér í glötun. Trúðu þeim ekki. Þú átt ekki meiri sök á því, að ég náði ekki í áfanga, en berin eiga það, sem glóa utan við götuna og svala ferðamanninum, ef hann óskar. Ér það þeirra sök, ef honum dvelst svo lengi, að hann nær ekki marki sínu? Eða hefði verið betra, að hann hefði hnigið örmagna niður á veginn af hita og þreytu og engrar svölunar átt kost? Þeir segja, að ég sé farinn í hundana. Já, því ekki? Er það ekki að fara í hundana, að vera fluttur sem ánauðugur þræll frá Höfn, til þess að erfiða í þjónustu svívirðilegs okrara í íslenzku landshornakauptúni, ánauðugur þræll fyrir skuldir?

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.