Eimreiðin - 01.05.1910, Síða 73
149
íslenzka þjóð! Pú hefur altaf elskað það, sem fagurt er.
Elskað draumfögur æfintýri eftir erfiði dagsins, og vorsólina á
eftir skammdegismyrkrinu.
Manstu nú ekki lengur, að það var vínið, sem flutti skáld-
skapinn inn í heiminn, goðamjöðurinn helgi?
Veiztu ekki, að enn í dag gerir vínið venjulega 'menn að
skáldum og gefur skáldunum byr undir báða vængi inn í land
hillinganna? Og guð allra þessara æfintýralanda ætlarðu að gera
útlægan.
Pú segir, að vínið leiði ógæfu yfir fjölda manna.
Getur verið. Vínguðinn er víst ekki einn á ferð fremur en
aðrir guðir. Honum fylgja víst bæði sorg og gleði. En á að gera
hann landrækan fyrir það?
Ætlarðu að fara að eins og tröllin, sem töluðu um að refta
yfir dalinn sinn, til þess að snjór félli ekki í hann?
Ætlarðu að verða heimskari en tröllin? Pví tröllin hættu jvið
að refta yfir dalinn. Pau sáu, að hann misti fegurð sína, ef sólin
næði ekki að skína í hann.
Pú veizt, að sólargeislar standa af ferð vínguðsins, og þessa
geisla máttu ekki missa, jafnvel þó þú eigir að kaupa þá með sorg.
Trúðu mér, það er betra að hafa ýmist sólskin eða hríðar,
en að losna við hríðarnar og missa sólina.
Umskiftunum ertu vön, land þitt er óðal byltinganna. Sorg-
irnar hefurðu þrótt til að bera, en tómleikann viltu ekki þola.
Pú mátt enga gleði missa, sem þú átt völ á.
Og með aðflutningsbanninu legst eins og kaldur skuggi yfir
landið. Pjóðin verður daprari á svipinn, sálarlífið fábreyttara.
Menn sitja þöglir og kaldir eða með uppgerðarbrosi og hálfvelgju-
hjali í samkvæmum, þar sem engar sguðaveigar lífga sálaryl«.
Og hvað eiga þeir að gera, sem ekkert eiga til að verma
kalda limi og liðka stirðar taugar nema náðargjöf Díónýsosar?
Hver á nú að hjálpa þeim til að byggja sér »hlátraheim, þá
heimur grætir«?
*
Sjöstjarnan stendur yfir Holtshnúknum. Eg ber bikarinn að
vörum mínum og tæmi hann. Svo varpa ég honum af hendi
niður í dýpsta hylinn í gilinu.
Hvað er ég að hugsa? Hvað er ég að gera? Hversvegna
varpa ég bikarnum út í mannþröngina ?