Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.05.1910, Blaðsíða 73
149 íslenzka þjóð! Pú hefur altaf elskað það, sem fagurt er. Elskað draumfögur æfintýri eftir erfiði dagsins, og vorsólina á eftir skammdegismyrkrinu. Manstu nú ekki lengur, að það var vínið, sem flutti skáld- skapinn inn í heiminn, goðamjöðurinn helgi? Veiztu ekki, að enn í dag gerir vínið venjulega 'menn að skáldum og gefur skáldunum byr undir báða vængi inn í land hillinganna? Og guð allra þessara æfintýralanda ætlarðu að gera útlægan. Pú segir, að vínið leiði ógæfu yfir fjölda manna. Getur verið. Vínguðinn er víst ekki einn á ferð fremur en aðrir guðir. Honum fylgja víst bæði sorg og gleði. En á að gera hann landrækan fyrir það? Ætlarðu að fara að eins og tröllin, sem töluðu um að refta yfir dalinn sinn, til þess að snjór félli ekki í hann? Ætlarðu að verða heimskari en tröllin? Pví tröllin hættu jvið að refta yfir dalinn. Pau sáu, að hann misti fegurð sína, ef sólin næði ekki að skína í hann. Pú veizt, að sólargeislar standa af ferð vínguðsins, og þessa geisla máttu ekki missa, jafnvel þó þú eigir að kaupa þá með sorg. Trúðu mér, það er betra að hafa ýmist sólskin eða hríðar, en að losna við hríðarnar og missa sólina. Umskiftunum ertu vön, land þitt er óðal byltinganna. Sorg- irnar hefurðu þrótt til að bera, en tómleikann viltu ekki þola. Pú mátt enga gleði missa, sem þú átt völ á. Og með aðflutningsbanninu legst eins og kaldur skuggi yfir landið. Pjóðin verður daprari á svipinn, sálarlífið fábreyttara. Menn sitja þöglir og kaldir eða með uppgerðarbrosi og hálfvelgju- hjali í samkvæmum, þar sem engar sguðaveigar lífga sálaryl«. Og hvað eiga þeir að gera, sem ekkert eiga til að verma kalda limi og liðka stirðar taugar nema náðargjöf Díónýsosar? Hver á nú að hjálpa þeim til að byggja sér »hlátraheim, þá heimur grætir«? * Sjöstjarnan stendur yfir Holtshnúknum. Eg ber bikarinn að vörum mínum og tæmi hann. Svo varpa ég honum af hendi niður í dýpsta hylinn í gilinu. Hvað er ég að hugsa? Hvað er ég að gera? Hversvegna varpa ég bikarnum út í mannþröngina ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.