Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 30

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 30
kalla, hve hátt í loft mönnum hefur tekist aö komast á þessum kappflugum; í síöustu blööum er t. d. skýrt frá, aö flugmaður einn, er Paulhan heitir, hafi komist 1402 metra (um 4600 fet) í loft upp; myndi margan sundla, væri hann kominn svo hátt í loft á vélarkríli. Enn sem komið er, virðast flugvélarnar ekki eins öruggar til loftfara eins og loftskipin, enda eru þær enn í meiri bernsku; en eftir þeim skjótu framförum að dæma, sem þær hafa tekið nú á skömmum tíma, má ætla, að þess verði ekki langt að bíða, að mönn- um takist að gera þær þannig úr garði, að engin sérleg hætta fylgi fluginu, og þá verða flugvélarn- ar án efa fljótar að ryðja sér til rúms, til skemti- og skyndiferða. Pær eru meðfæri- legar og ekki dýrari en svo, að einstökum mönn- um verður vel kleift að eignast þær; er ljóst, að þær muni fyrir þá sök ná miklu almennari útbreiðslu en loftskipin, sem eru afardýr, og jafnan hljóta að verða það, eftir því sem útbúnaði þeirra er háttað. Hins vegar er ástæða til að ætla, að jafnframt og mönnum tekst að fullkomna flugvélarnar, muni og takast að gera þær mun ódýrari en nú. Er það því spá margra, að þess muni máske ekki svo ýkjalangt að bíða, að flugvélar verði jafntíðar og reiðhjól á vorum dögum, svo hver bjargálnamaður geti brugðið sér á flugvél sinni bæja á milli, yfir ár og fjörðu, til að heimsækja kunningjana. 9. Bleríót miðja vega yfir Ermarsundi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.