Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 59

Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 59
215 eru kenningar þessar nokkurnveginn skiljanlegar. Gæddur sterkum hvötum, miklum gáfum, lífslöngun og gengdarlausu sjálfsáliti, situr hann einangraður og fyrirlitinn í skúmaskoti, kvalinn af meðvit- undinni um sína eigin líkamlegu eymd, hálfblindur og hálfbrjálaður, nokkurskonar Job, andlegum og líkamlegum kaunum sleginn. Pá skapast í hans sjúku sál þessi fáránlega mynd af ofurmenninu, sem er svo gagnstætt hans eigin eðli og' ástandi. Ofurmennis- kenningin er öfgakendur afturkippur gegn meirihluta-dýrkun þjóð- málaskúma. Alt var andstætt hjá Nietzsche, þegar hann var nokkurnveginn frískur, kvað hann hafa verið þægilegur, látlaus og glaðlegur í viðmóti. Hann var aumkunarverður maður. Prátt fyrir ofurmannskenningu sína, skammar Nietzsche þó í ritum sínum flest mikilmenni sögunnar, sem hann nefnir. Sókrates var ímynd afturfarar, skriðinn upp úr skrílnum, illgjarn loddari. Kant var hugtaks-kryplingur, og siðfræðiskenningar hans hræsni og bjánaskapur, og hann hefir ásamt Leibnitz og Lúther verið þröskuldur allra sannra framfara; Schiller er siðferðis-lúðursveinninn frá Sákkingen o. s. frv.x) Nietzsche var prestssonur, en í ritum hans kemur á ótal stöðum fram brennandi, hamslaust hatur á kristninni. Kærleiks- lögmálið er óþægilegur þröskuldur fyrir hann, og telur hann því kristindóminn óþolandi hindrun og eitur fyrir framþróunina. Nýja- testamentið segir Nietzsche sé svo saurug bók, að maður geti aðeins tekið á því með vetlingum. Um kristnina alment segir hann: »Eg kalla kristnina mikla bölvun, mikla spilling, mikla hvöt hefndarinnar, sem aldrei fær nógu eitruð og smásmugleg vopn, ég kalla hana ódauðlegan skammarblett á mannkyninu*. Sjálfur segist Nietzsche vera Antíkristur. Nietzsche var í lok 19. aldar spámaður allra þeirra, sem hata kristindóminn, hinna andlega voluðu, sem ekki geta hallað hötði sínu að neinni æðri hugsjón, allra stjórnleysingja, sem vilja brjóta mannfélagið í mola, og allra x) Nietzsche er á Norðurlöndum mest kunnur af lofgreinum þeim, sem Georg Brandes ritaði um hann, enda vakti Brandes einna fyrst eftirtekt á honum. Max Nordau, sem líka var gyðingur, ritar aftur um Georg Brandes, að hann sé einstak- lega leikinn í því, að snuðra upp menn, sem útlit sé til að frægir verði á heims- markaðinum, og berji síðan bumbu fyrir tjaldi þeirra, í von um að eitthvað af frægðarljóma þeirra falli þá á sig. Svona geta gyðingar verið meinlegir hver við annan.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.