Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.09.1910, Blaðsíða 59
215 eru kenningar þessar nokkurnveginn skiljanlegar. Gæddur sterkum hvötum, miklum gáfum, lífslöngun og gengdarlausu sjálfsáliti, situr hann einangraður og fyrirlitinn í skúmaskoti, kvalinn af meðvit- undinni um sína eigin líkamlegu eymd, hálfblindur og hálfbrjálaður, nokkurskonar Job, andlegum og líkamlegum kaunum sleginn. Pá skapast í hans sjúku sál þessi fáránlega mynd af ofurmenninu, sem er svo gagnstætt hans eigin eðli og' ástandi. Ofurmennis- kenningin er öfgakendur afturkippur gegn meirihluta-dýrkun þjóð- málaskúma. Alt var andstætt hjá Nietzsche, þegar hann var nokkurnveginn frískur, kvað hann hafa verið þægilegur, látlaus og glaðlegur í viðmóti. Hann var aumkunarverður maður. Prátt fyrir ofurmannskenningu sína, skammar Nietzsche þó í ritum sínum flest mikilmenni sögunnar, sem hann nefnir. Sókrates var ímynd afturfarar, skriðinn upp úr skrílnum, illgjarn loddari. Kant var hugtaks-kryplingur, og siðfræðiskenningar hans hræsni og bjánaskapur, og hann hefir ásamt Leibnitz og Lúther verið þröskuldur allra sannra framfara; Schiller er siðferðis-lúðursveinninn frá Sákkingen o. s. frv.x) Nietzsche var prestssonur, en í ritum hans kemur á ótal stöðum fram brennandi, hamslaust hatur á kristninni. Kærleiks- lögmálið er óþægilegur þröskuldur fyrir hann, og telur hann því kristindóminn óþolandi hindrun og eitur fyrir framþróunina. Nýja- testamentið segir Nietzsche sé svo saurug bók, að maður geti aðeins tekið á því með vetlingum. Um kristnina alment segir hann: »Eg kalla kristnina mikla bölvun, mikla spilling, mikla hvöt hefndarinnar, sem aldrei fær nógu eitruð og smásmugleg vopn, ég kalla hana ódauðlegan skammarblett á mannkyninu*. Sjálfur segist Nietzsche vera Antíkristur. Nietzsche var í lok 19. aldar spámaður allra þeirra, sem hata kristindóminn, hinna andlega voluðu, sem ekki geta hallað hötði sínu að neinni æðri hugsjón, allra stjórnleysingja, sem vilja brjóta mannfélagið í mola, og allra x) Nietzsche er á Norðurlöndum mest kunnur af lofgreinum þeim, sem Georg Brandes ritaði um hann, enda vakti Brandes einna fyrst eftirtekt á honum. Max Nordau, sem líka var gyðingur, ritar aftur um Georg Brandes, að hann sé einstak- lega leikinn í því, að snuðra upp menn, sem útlit sé til að frægir verði á heims- markaðinum, og berji síðan bumbu fyrir tjaldi þeirra, í von um að eitthvað af frægðarljóma þeirra falli þá á sig. Svona geta gyðingar verið meinlegir hver við annan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.