Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 8
Október 1994
Islenska menntanetið
- uppbygging og notkun
Eftir Jón Eyfjörd
íslenska menntanetið h.f. var
stofnað í júní 1994. Pétur
Þorsteinsson, skólastjóri á Kópa-
skeri hafði þá um árabil rekið
IMBU - tölvumiðstöð skóla á
Kópaskeri- og er Menntanetið því
í raun arftaki hennar. Netið hefur
þrjár innhringistöðvar, á Kópa-
skeri, Akureyri og í Reykjavík en
auk þess er hægt að ná sambandi
við það yfir gagnanet P&S. Með
tengingu við Islenska menntanetið
hafa skólar öðlast aðgang að
INTERNET, víðneti sem notað
er um allan heim.
Tengingar
Til þess að geta tengst Mennta-
netinu þarf notandinn að hafa
tölvu, mótald og samskiptahug-
búnað (skjáhermi). Hann þarf að
hringja í næstu innhringistöð
Menntanetsins eða í gagnanet
P&S og tengjast inn á netið. Þegar
þangað er komið getur hann
nálgast allar þær upplýsingar sem
hægt er að finna á INTERNET.
Skólar á íslandi tengjast
Menntanetinu með ýmsu rnóti:
1. Beint upphringisamband
Ekki skiptirmáli hvaða vélar-
gerð er notuð til samskipta við
Menntanetið svo framarlega að
hægt sé að fá nothæfan samskipta-
hugbúnað. Algengast er að skólar
noti eftirfarandi:
Tölvugerð Samskipta hugbúnaður
PC-DOS Kermit
PC-Windows Terminal
Archemedes TaskAnsi
Machintos Mac220
Flestir skólar á íslandi hringja
beint í innhringistöðvar Mennta-
netsins til að ná sambandi.
2. Upphringisantband yfir
gagnanet P&S
Skólar sent þurfa að hringja
langlínusímtal skv. gjaldflokki 3
hjáP&S notaallflestir gagnanetið
til þess að ná sambandi.
3. Net-í-net-samband yfir
símalínu (PC-dialup-router)
Tilraunir með þessa gerð af
tengingum (TCP/IP tengingar)
eru hafnar. Ymsir tæknilegir
annmarkar fylgja því að tengja
staðarnet með einkatölvum inn á
víðnet og því er nauðsynlegt að
fara að öllu með gát á þessu sviði
og hafa fullt samráð við þá aðila
sem málið snertir.
frh. á næstu síðu
frh. affyrri síðu
* Nauðsynlegt er að standa að
sameiginlegu átaki til kynn-
ingar utan skólakerfis.
* Stöðugt er þörf á fundum og
ráðstefnum um sérstök málefni
til þess að halda umræðunni
við og efla hana.
* Samstarf við erlenda aðila er
nauðsynlegt ekki aðeins til að
sækja þangað þekkingu heldur
til að láta frá okkur heyra og
koma okkar verkum og hug-
myndum á framfæri.
Tæknivæðing öll opnar tæki-
færi til að starfa á annan hátt en
áður, leggja aðrar áherslur en áður,
leita eftir öðrum upplýsingum en
áður, stjórna ferli á annan hátt en
áður og svo mætti lengi telja.
Þegar tækni væðing er að verða að
veruleika innan skóla er mikil-
vægt að skólamenn geri sér grein
fyrir því að hún getur haft mjög
mismunandi áhrif og það verður
að vera samræmi milli lögbund-
inna manngildishugsjóna skólans
og þess hvemig við nýtum tækn-
ina. Mér koma í hug tvö orð sem
byrja eins en hafa mjög ólíka
merkingu. A ensku eru þetta orðin
"autonomy" og "automation". Á
íslensku mætti tala um sjálfstjórn
og sjálfvirkni. Tæknivæðing
býður í raun upp á þetta hvort
tveggja. Og því þurfa skólamenn
að gefa jafnan gaum að því hvert
þeir stefna með því sem þeir eru
að gera.
Næsta alþjóðaráðstefna unt
tölvunotkun í nárni verður haldin
sumarið 1995 í Bretlandi og er
nánar um hana fjallað á öðrum
stað. Yfirskift ráðstefnunnar er
"Liberating the Learner" og fjallar
um nám á öllum stigum lífsins.
Af áhuga rnanna hér að dæma
verður fljótt tímabært að hittast
aftur til að ræða málefni þessarar
ráðstefnu og þá e.t.v. undir
einhverri yfirskrift sem beinir í
ríkari mæli athygli að fólkinu sem
nýtir tæknina.
Anna Kristjánsdóttir er
prófessor við Kennarahá-
skóla Islands
8 - Tölvumál