Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Page 26

Tölvumál - 01.10.1994, Page 26
Október 1994 Val á verkefnum Ý mislegt hefur ráðið því hvaða verkefni hafa verið valin til þýð- inga eða nýsmíði. Það hefur farið eftir óskum félagaog þörfum nem- enda þeirra. Sem dæmi má nefna að á Varmalandi sat einn fonit- arinn við að hanna teikniforit fyrir fatlaða. Kveikjanaðþvívarfund- ur í vor í norðlenskum skóla um spastískan nemanda, sem á að fara í fyrsta sinn í teikningu næsta vetur. Umræðan snerist um það hvað hægt væri að gera þannig að honurn nýttust tímarnir betur. Einn tölvuvinur var á fundinum og viðraði þá hugmynd sína hvort hægt væri að hanna handa honum teikniforrit. Við það vann svo einn forritarinn á fundinum í vor og forritið verður vonandi að veruleika áður en skóli hefst í haust. Erlend áhrif Til þess að fylgjast með því sem er að gerast úti í heimi hefur TVF sent 2-3 félaga á sýningar í Englandi fjórum sinnum. Félagið hefur stundunr greitt flugfar á þessar sýningar en engan uppi- haldskostnað. En við höfum einnig fengið heimsóknir hingað. Tvisvar hefur Bretinn Mike Matson í 4Mation verið gestur okkar. Mike dáist mjög að því hvernig okkur Islendingum hefur tekist að halda í sérkenni okkar og tungumál. Hann vill leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa okkur að viðhalda íslenskunni og gerir það með því að hjálpa okkur að þýða forrit og vinna sleitulaust og kauplaust með okkur þrjá sólarhringa á ári. Búkolla Þegar hópurinn kynntist forrit- inu um garðinn hennar ömmu, eftir Mike Matson vaknaði löngun til að búa til forrit, íslenskt forrit, eftirsömu formúlu. Varð Búkolla fyrir valinu og hefur rnikil vinna verið lögð í Búkollusöguna. Listamaðurinn í hópnum, Runólf- ur Elentínusson, teiknar mynd- irnar og varð Mike svo hrifinn af því sem unnist hafði í sumar að hann hefur boðist til að mark- aðssetja Búkollu erlendis og hver veit nema nemendur sem þannig kynnast íslenskri menningu og landslagi verði ferðamenn fram- tíðarinnar. Hverjir eru tölvuvinir Tölvuvinir - bara nafnið bendir til þess að hér sé mikið tölvufólk á ferð, en svo er þó ekki. Aðvísu eru í hópnum frábærir forritarar, sem hafa reynst færir um að leysa ótrúlegustu vandamál, aðrir sem mikið nota tölvur, en svo er þriðji hópurinn, sem notar tölvur til kennslu, en kann lítið "á tölvur". Allirhafa þó hlutverki að gegna á vinnufundum. Það þarf fleira að gera en forrita og þýða forrit. Það þarf að þýða eða búa til handbækur og verkefnabækur eða blöð með forritum og það þarf að lesa þýð- ingar yfir. Það síðastnefnda er ekki minnst áríðandi og vonum við að þó að einhverjar villur séu enn í fyrstu forritunum hafi vinnu- brögð orðið vandaðri með tím- anum. Góðir íslenskumenn eru því jafn áríðandi og forritararnir í Tölvuvinafélaginu. Forritin Félagið hefur eins og fram er konrið staðið að þýðingu og samn- ingu forrita. Hafa hátt í 80 forrit verið þýdd og samin á þeirn rúm- lega fimnr árum sem það hefur verið virkt. í upphafi var aðallega unnið að þýðingum. Þar sem félagið samanstendur af hvorutveggja, kennslufræðilegamenntuðufólki og fagmönnum hvað varðar for- ri tun, hefur þetta samstarf fagaðila verið nýtt við samningu þeirra forrita sem félagar hafa óskað eftir í kennslu. Þessi fagþekking hefurkomið vel út og hefur félagið t.d. getað sinnt mikilvægum þörfum nem- enda með sérþarfir. Helstu þýddu forritin Fyrstu forritin sem félagið þýddi kallast einfaldlega manna á rnilli TVF-forritin og eru 30 for- rit, aðallega ætluð við þjálfun stærðfræði og rökhugsunar yngri nemenda. Þessum forritum hefur verið dreift á 4 diskurn. Félagið hefur einnig þýtt annað safn stærðfræðiforrita, Talna- leikni, 20 forrit sem eru ætluð yngri nemendunt. Þessunt forrit- um er einnig dreift á 4 diskum. Handbók fylgir hverjum diski. Fyrir utan þýðingu þessara ntörgu notadrjúgu smáforrita, hefur félagið þýtt nokkur stærri forrit.Berþarfyrst að nefnaGarð- inn hennar ömmu, ævintýraleik sem krefst rökhugsunar við lausn þrauta. Bretar nefna forritið núorðið klassískt, því Garðurinn var saminn fyrir 10 árum og hefur verið vel látið af notkun þess í breskum skólum síðan. Hill og Browne, breskirfræði- menn sem gerðu rannsókn á mál- notkun barna við tölvuvinnu völdu að nota það. Þær voru að rannsaka magn, gæði og dreifingu samræðna nemenda við tölvu- vinnu. Forritið varð fyrir valinu vegna þess að það var talið upp- fylla kröfur um góða notkun mynda og lita, greinargóða hand- bók, skýrar upplýsingar bæði til nemenda og kennara og góða möguleika á tengingu við ýntsar 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.