Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 50
Október 1994
Alþjóðlegt samstarf um tölvunotkun í
námi
International Federation for Information Processing (IFIP)
Eftir Önnu Kristjánsdóttur
International Federation for
InformationProcessing (IFIP) eru
alþjóðleg samtök þeirra sem nýta
tölvutæknina á einhverju hinna
fjölmörgu sviða sem hún hefur
sett svip sinn á. Skýrslutæknifélag
ísland á aðild að IFIP. Starf IFIP
fer að mestu fram í svokölluðum
tækninefndum og fjallar ein þeirra
um menntamál. Skýrslutækni-
félag Islands á fyrir hönd Islands
aukaaðild að IFIP.
Starf IFIP fer að mestu leyti
fram innan tækninefndanna og
vinnuhópa þeirra. Innan mennta-
málanefndar eru 6 vinnuhópar.
Allir fjalla þeir um áhrif og mögu-
leika upplýsingatækni á afmörk-
uðum sviðum skólamála. Við-
fangsefni þeirra eru sem hér segir:
* tölvunotkun í námi á unglinga-
stigi og í framhaldsskólum
* tölvunotkun í námi á háskóla-
stigi
* rannsóknir á tölvunotkun í
menntamálum
* tölvunotkun í starfsmenntun
* tölvunotkunínámiábamastigi
* fjarnám með stoð tæknibún-
aðar
AnnaKristjánsdóttirprófessor
við Kennaraháskóla íslands á sæti
í tækninefnd IFIP og fyrstnefnda
hópnum og Lára Stefánsdóttir
kennslustjóri íslenska mennta-
netsins í hinum síðastnefnda.
Þeim, sem hefðu áhuga á að kynna
sér starf hópanna, er velkomið að
snúa sér til þeirra. Vinnuhópar
halda reglulega vinnuráðstefnur
þar sem þátttakendum gefst kostur
á að bera saman bækur sínar um
það sem unnið er að í mismunandi
löndum og á mismunandi stöðum.
Ein slík ráðstefna hefur verið
haldin hér á landi; "Educational
Software at Secondary Level - in
and out of School" var haldin í
Kennaraháskóla Islands sumarið
1989. Hana sóttu m.a. fjölmargir
erlendir sérfræðingar sem eru í
fararbroddi í löndum sínum.
Á fimm ára fresti stendur IFIP
fyrir mjög stórum ráðstefnum,
World Conference on Computers
in Education. Nú nálgast sú næsta,
WCCE 95, en hún verður haldin
í Birmingham í Bretlandi dagana
23.-28. júlí 1995. Fyrirhugað er
að skipuleggja hópferð frá Islandi
á þessa ráðstefnu og verður hún
kynnt nánar innan skamms.
WCCE 95 verður með mjög
fjölbreyttri dagskrá sem bæði er
ætluð þaulreyndum sérfræðingum
á þessu sviði og einnig þeim sem
minna þekkja til mála og eru
nýfarnirað gefaþeimgaum. Yfir-
skrift ráðstefnunnarer "Liberating
the Leamer” sem íslenskir áhuga-
menn geta nú spreytt sig á að
þýða á lipran og ekki of háfleygan
hátt. Þemu ráðstefnunnar eru alls
26 og allt frá stefnumörkun landa
yfir í að kunna að nota þekkingu
sem auðlind, frá umtjöllun um
kostnaðarmál yfir í framtíðarsýn,
frá námsmatsumfjöllun yfir í jafn-
réttismál og að sjálfsögðu einnig
þemu eins og kennaramenntun,
fjarnám, gervigreind, hugbúnaður
o.fl. o.fl. Reynt hefur verið að
finna viðfangsefni sem geta höfð-
að til kennara innan og utan form-
legra skólakerfa, sérfræðinga í
upplýsingatækni, stefnumótenda,
námskrárgerðarfólks og náms-
efnishöfunda, seljenda og þeirra
sem leiðbeina í sérhæfðri starfs-
menntun.
Þeir sem hafa áhuga á að sækja
WCCE 95, eða fylgjast með
undirbúningi, geta haft samband
við Önnu Kristjánsdóttur
(91-633855 eða ak@khi.is)
Anna Kristjánsdóttir er
samstarfsfulltrúi Skýrslu-
tœknifélagsins viö IFIP
Punktar...
Vélmenni
Nýverið var búið til vél-
menni í Bretlandi sem er sér-
hæft í því að þvo glugga að
utan í háhýsum. Það hefur
handlegg og úlnlið sern gerir
því kleift að þvo gluggana vel
og örugglega. Hér á landi
hefur gluggaþvottur háhýsa
ekki verið rnikið vandamál
enda ekki mörg hús það há að
vandasanrt sé að ná til efstu
glugga. En erlendis hefur
gluggaþvottur háhýsa lengi
verið erfiður enda ekki allir
sem geta hangið utan á 72.
hæð.
50 - Tölvumál