Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 39
Október 1994
Kennsluforrit fyrir skóla og heimili
Eftir Hönnu Kristínu Stefánsdóttur
Eins og flestum er kunnugt er
Námsgagnastofnun ætlað sam-
kvæmt lögunr að annast náms-
gagnagerð fyrir grunnskólann.
Með orðinu námsgögn er alls ekki
átt við kennslubækur eingöngu,
heldur einnig vinnubækur alls
konar, kennsluleiðbeiningar,
handbækur, fræðslumyndir,
skyggnur, kort, glærur, námspil,
veggspjöld og síðast en ekki síst
kennsluforrit. Það ersameiginlegt
með kennsluforritum og fræðslu-
myndum að mörg þeirra henta
einnig fyrir nenrendur á fram-
haldsskólastigi.
Útgáfa kennsluforrita hófst
árið 1988 með samstarfi
Námsgagnastofnunar, Reikni-
stofnunar Háskóla Islands og
menntamálaráðuney tisins, en árið
1992 fluttist þetta verkefni alfarið
til Námsgagnastofnunar, en
ráðuneytið veitir fé sérstaklega til
þessa verks.
Viðamikil útgáfa
kennsluforrita
Útgáfa kennsluforrita er all-
viðamikilhjáNámsgagnastofnun.
Gefin hafa verið út nær 90
kennsluforrit til notkunar í skólum
ogmörgþeirraeru til sölu íSkóla-
vörubúð til almennrar notkunar, -
enda eiga þau fullt erindi í
heimilstölvuna. Með öllum for-
ritunum fylgja handbækur með
leiðbeiningum um tækjabúnað,
uppsetningu, notkun o.tl. Auk
forrita Námsgagnastofnunar eru
nokkur íslensk forrit í umboðssölu
í Skólavörubúðinni.
Bæði íslensk og
erlend kennsluforrit
Flestkennsluforritineruaferl-
endum uppruna, einkurn frá
Norðurlöndunum en einnig frá
Bandaríkjunum og Bretlandi.
íslensku forritin eru urn 17 talsins
og eru höfundar í ilestum tilvikum
kennarar á ýmsum skólastigum
sem jafnframt vita einna best hvar
þörfin er mest fyrir viðbótarefni.
Forritin frá Norðurlöndunum
eru flest frá Dataprogramgruppen
semervinnuhópurá vegumNorr-
ænu ráðherranefndarinnar. Þessi
vinnuhópur var settur á laggirnar
1984 og var tilgangurinn m.a. að
stuðla að franrleiðslu kennslu-
forrita og forritaskiptum. Og það
hefur Dataprogramgruppen svo
sannarlega gert. Hvert landanna
fimm, ísland, Danmörk, Finnland,
Noregur og Svíþjóð, eiga árlega
að leggja fram 4 forrit og fá 16
önnur til baka. Þessurn forritum
er dreift endurgjaldslaust milli
landanna og þarf hvert land því
einungis að greiða þýðingar- og
útgáfukostnað af þeim forritum
sem valin eru til útgáfu í viðkom-
andi landi. Námsgagnastofnun
tekur þátt í þessari vinnu l’yrir
íslands hönd. Við höfurn fengið
um 50 forrit í gegnum þetta sam-
starf en Iagt til 10 forrit í staðinn.
Við val á þeim forritum sem
gefin hafa verið út á þessum
vettvangi hefur það sjónarnrið
verið haft að leiðarljósi að forritin
séu vönduð frá kennslufræðilegu
sjónarmiði og á síðustu árum hefur
æ meiri áhersla verið lögð áfallega
hönnun.
Kennsluforrit í
flestum
námsgreinum
Kennsluforritin tengjast mörg-
um námsgreinum, flest stærðfræði
en einnig lestrarkennslu, málfræði
og ritun, ensku, eðlis- og efna-
fræði, líffræði, landafræði, heim-
ilisfræði, tónmennt o.l'l.
Forritin konra ekki í staðinn
fyrir svokallað grunnnámsefni
heldur eru þau hugsuð sem viðbót
við önnur kennslugögn í skólun-
um, ýrnist fyrir þá senr þurfa
þjálfun í ákveðnum námsþætti eða
þá sem þurfa fleiri viðfangsefni
að glíma við - eða hreinlega til
tilbreytingar. Barn sem þarf t.d.
sérstaka þjálfun í reikningi lítur
frekar á þjálfunina sem skemmti-
legan leik ef það fær að sitja við
tölvuna og sýna þar leikni sína
heldur en ef það fær blað og blýant
í hendur.
Kennsluforritin eru ýmist
notuð inni í kennslustofu þarsem
ein tölva er til reiðu fyrir einn
nemanda eða lítinn hóp nemenda
í einu. Einnig eru tölvur víða nýttar
í sérstökum tölvustofum þar sem
margir nemendur koma saman og
vinna þá gjarnan tveir við hverja
tölvu.
39 - Tölvumál