Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 19
Október 1994 í nefnd sem skipuð var til að gera kröfulýsingu og vera forritara til ráðuneytis. Þetta er, eins og gefur að skilja, gífurlega viðamikið og ekki síður þarft verkefni því öli upplýsingaöflun og upplýsinga- geymsla á vegurn Menntamála- ráðuneytis og fræðsluskrifstofa hefur verið bágborin. Akveðið var að velja opna lausn og skrifa grunninn fyrir Unix-vél sem lægi miðlægt. Þetta þýðir að allar upplýsingar eru á einum stað en tryggt verður aðgengi allra að því sem þá varðar. Hver skóli mun hafa aðgang að upplýsingum er þá varðar, fræðsluskrifstofurnar munu hafa aðgang að upplýsing- unt um alla skóla í viðkomandi umdæmis og loks mun mennta- málaráðuneytið hafa aðgang að öllum upplýsingum. Vegna þeirrar stefnu sem ríkt hefur á Fræðsluskrifstofu Norðurlands- umdæmis ey stra og vegna þeirrar töl vuuppbyggingar sem þar hefur átt sér stað, er hún ein fræðslu- skrifstofa í stakk búin að taka þetta kerfi í notkun fyrir allt sitt starfsfólk, nú þegar, eða áður en kerfið er tilbúið. Lokaorð Hér hefur í örstuttu máli verið gerð grein fyrir því hvernig Fræðsluskrifstofa Norðurlands- umdæmis eystra hefur notað tölvusamskipti í sínu starfi. Hverfum nú aftur til baka til óveðursdaganna á Raufarhöfn þar sem starfsmaður Fræðsluskrif- stofunnar varð veðurtepptur í þrjá sólarhringa. Þetta leiðir hugann að því hve við erum háð samgöng- um bæði á landi og lofti og hve ótryggar þær eru hér á landi yfir vetrartímann. Því er afar brýnt að leita leiða í fræðslu- og ráðgjafar- starfi við íslenska skóla, sem gera okkur óháðari duttlungum ísl- enskrar veðráttu. Tölvusamskipti og hvers konar fjarmenntun er tvímælalaust ein leiðin til þess, þó þau komi aldrei fyllilega í staðinn fyrir það að fólk hittist. Líklegt er að á næstu árum verði bylting á sviði fjarmenntunar. Miðað við nettengingu, þekkingu og reynslu sem við búum yfir hér á landi höfum við allar forsendur til að verða leiðandi á þessu sviði. Eftirfarandi samlíking hefur oft verið tekin til að undirstrika þá gífurlegu byltingu sem orðið hafa í tölvuiðnaði og sagt að ef framfarir hefðu orðið álíka í bílaiðnaði ætti Rolls Royce að kosta 100 kr. og rúmast í eld- spýtustokk. Ef til vill er þessi samlíking ekki eins spaugileg og fráleit og í fyrstu gæti virst því á þeirri nýju þjóðbraut sem tölvu- netið er rúmast það farartæki sem þar er brúkað hæglega í eld- spýtustokk. Heimildir Ársskýrsla Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra 1992-1993. 1994. [Fjölrit.] Fræðsluskrifstofa Norðurlands- umdæmis eystra. Fræðslufundir 1992-1993.1992. [Fjölrit.] Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra. Fræðslufundirl993-1994.1993. [Fjölrit.] Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra. Anna Lilja Sigurðardóttir. 1993. Integration Project in North-East Iceland 1992-94. [Erindi flutt á TESS ráðstefnu í Hrafnagilsskóla 9. sept. 1993. Fjölrit.] Anna Lilja Sigurðardóttir & Már V. Magnússon. 1992. Átaksverk- efni urn blöndun fatlaðra í al- menna skóla. Islenska mennt- anetið, Gagnasöfn, Stofnanir og félög, Fræðsluskrifstofa Norður- landsumdæmis eystra Jón Jónasson. 1993. Computer Communication in In-Service Training. [Erindi flutt á TESS ráðstefnu í Hrafnagilsskóla 9. sept. 1993. Fjölrit.] Jón Jónasson & Anna Lilja Sig- urðardóttir. 1992. Urnsar (Nám- skeið um hlutverk untsjónar- kennaransj.íslenskamenntanetið, Gagnasöfn, Stofnanir og félög, Fræðsluskrifstofa Norðurlands- untdæmis eystra Lára Stefánsdóttir & Sigurjón Mýrdal. 1993. íslenska mennta- netið og farskóli Kennaraháskóla íslands, íslenska menntanetið, Gagnasöfn, Greinar. Pétur Þorsteinsson. 1990. Sam- skiptaþstöðin Imba. Fréttabréf Fræðsluskrifstofu Norðurlands- umdæmis eystra, 2. tbl. skólaárið 1989- 1990, rnars, bls. 12-13. Pétur Þorsteinsson. 1991. Hvað er að frétta af Imbu. Fréttabréf Fræðsluskrifstofu Norðurlands- umdæmis eystra, 1. tbl. skólaárið 1990- 1991, nóvember, bls. 6-7. Trausti Þorsteinsson. 1990. Imba kemur víða við. Fréttabréf Fræðsluskrifstofu Norðurlands- umdæmis eystra, 2. tbl. skólaárið 1989-1990, mars, bls 15. Jón Jónasson erforstöðu- maður kennsludeildar Frœðsluskr ifs t o fu Norðu rlandsumdœmis eystra. 19 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.