Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 27
Október 1994 námsgreinar. Forritinu fylgir tjöldi verkefnablaða sem kenn- arinn getur unnið með að vild. Verkefnin eru af ýnrsu tagi, þau krefjast hugmyndaflugs og gera fjölbreyttar kröfur til ritunar. Einnig fylgirdiskur með myndum úr forritinu sem kennarinn getur notað til eigin verkefnagerðar. Gosi er forrit sem upphaflega var á einum TVF-diskanna, en er nú sjálfstætt. Gosi er vera sem getur skilið og framkvæmt fjölda sagnorða á ensku og dönsku ásamt íslensku. Forritinu fylgir einnig safn misþungra verkefna. Gagnafórur eru einfaldur töflureiknir og þrenns konar gagnagrunnar, ætlaðir nemendum til að kynnast vinnu nreð þannig forrit. Forritið gefur möguleika á útprentun á gögnum í ýmsu formi s.s. skífurit, súlurit og línurit. Frumsamin forrit Fyrsta forritið senr samið var af félaginu er Þjálfi, sem er lesvél á tölvu. Forritið er ætlað til að auka leshraða og byggir á sömu hugmyndum og lesvélin sem margir skólamenn kannast við. Einn af kostum Þjálfa er að með honum fylgja flestir textar byrj- endalestrarkennslubóka og þeirra lestrarbóka sem gefnar hafa verið út sem léttlestrarbækur, einnig fyrir eldri nemendur. Nemendur geta því unnið með þekktan texta og einbeitt sér að því að auka leshraða. Mjög auðvelt er að skrifa texta fyrir Þjálfa og er þannig hægt að vinna með eigin texta nemandans. Muninn er forrit sem hefur verið í vinnslu og tilraunanotkun síðastliðin 2-3 ár. Muninn er ætlað að þjálfa lestur og stafsetningu. Hann nýtist við þjálfun nemenda allt frá byrjendum í lestri til full- orðinna nreð lestrarerfiðleika. I stórum dráttum er forritið þannig að unnið er með texta sem sést á skjánum í fyrirfram ákveðinn tíma. Textinn ummyndast þá í strik fyrir hvern staf, eða í orð- myndir. Nemandinn á síðan að endurrita textann eftir minni og geturkallað fram mismiklahjálp. Kort er forrit þar sem íslands- kort hefur verið sett inn eftir hnit- um og er hægt að stækka hluta þess að vild. Það er útlínukort af Islandi og þegar ákveðinn hluti landsinshefurveriðvalinn erhægt að taka skjámynd af honurn og nota að vild í ritvinnslu. Síðan má prenta þetta kort út með texta sem kennarinn setur inn. Hægt er að velja kort með útlínum eingöngu eða bæta við eyjum, ám, jöklum og vötnum. Forritið hefuríbyrjun verið hugsað sem hjálp við verkefnagerð en fyrirhugað er að vinna áfram með það á ýmsa vegu. Teljari er forrit sem ætlað er að hjálpa nemendum við að gera sér grein fyrir og skilja tugakerfið með sýnilegum tilflutningi milli eininga, tuga o.s.frv. Notuð eru tákn peninga sem hjálp. Eitt stærri verkefna sem fél- agið hefur komið nærri er hönnun og gerð Blissforrits. Það er með 2400 táknum og þýðingar eru á sex tungumálum, íslensku, ensku, finnsku, dönsku, norsku og sænsku. Forritið er þannig gert að auðvelt er að bæta við öðrunr táknabönkum sambærilegra tákna, s.s. pictogram táknmyndir eðaefþví væri að skipta, kínverska myndletrinu. Forritin eru í raun tvö,annars vegarforrittil tjáskipta og hins vegar forrit lil töflu- og verkefnagerðar. A síðasta vinnufundi varð til teikniforrit fyrir rofa. Það var samið með einn sérstakan nem- anda í huga, en nýtist auðvitað fleirum. Einnig hefur verið hannað rofaforrit til að nota með Garð- inum hennar ömmu og gefur það möguleika á rofastýrðu vali í stað innsláttar. Félagið hefur einnig, í sam- vinnu við umboðsaðila hér á landi, þýtt stýrikerfi Acorn tölvanna þannig að notendaumhverfið er ávallt íslenskt eins og grunnskóla- lög segja til um og aðalnámskrá ítrekar. Einnig er samvinna um þýð- ingu á ritvinnslu þeirri sem mest er notuð og verður því haldið áfram með nýjurn útgáfunr. Eftirfarandi frumsamin forrit eru í vinnslu: Búkolla: Eitt viðamesta verkefni sem félagið hefur ráðist í að gera. Ævintýrið um Búkollu er notað sem grunnur að þessu forriti sem m.a. er ætlað að kynna og vera kveikjan að frekari vinnu með landbúnað fyrr og nú og orku í ýmsum myndum. Þetta forrit verður einnig markaðssett í ensku- mælandi löndurn og verður þess því gætt að hafa hið fjölbreytta landslag Islands með á mynd- unum. Einn teiknari hópsins vinnur að þessu og mæðir á honum mikilvinna. Veriðerað vinnaað því að fá styrk til að geta greitt honum einhver laun fyrir, en eins og fram er komið vinna félagar að jafnaði eingöngu ísjálfboðavinnu. Ekki er þó hægt að koma svona stóru verkefni á legg án þess að ráða til þess einhvern starfskraft. Stefnt er að því að forritinu fylgi 20-30 verkefnablöð, sum nátengd forritinu en önnur rnunu fjalla um landbúnað sem atvinnugrein. Flatarmálsforrit, ætlað til að kynna grunnatriði flatarmáls- hyrninga. Strandsigling, notar Islands- kortið til að vinna með áttir, hnit, gráður, staðarnafnalandafræði o.fl. Barnaritvinnsla með mynda- möguleika. A hugmyndastigi, verið að tengja kennslufræði lestrar- ogritunarþáttanna við hug- myndir að einfaldri ritvinnslu. 27 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.