Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 36
Október 1994
tölvusamskiptin ýmsa augljósa
kosti umfram flest önnur boð-
skipti ekki síst hvað snertir hrað-
virkni, en einnig vinnubrögð
kennara og nemenda.
Einnig var ákveðið, að nem-
andinn þyrfti aldrei að taka á sig
ferðir í tengslum við nám sitt um
tölvusamskipti við Verkmennta-
skólann á Akureyri. Þetta lýtur
ekki síst að prófum, sem haldin
eru á sama tíma og aðrir nemendur
skólans þreyta próf í sínum
greinum. Akveðið var, að samið
yrði við skóla hið næsta hverjum
nemanda um það, að verkmennta-
skólinn sendi próf til skólans,
nemandinn fengi að taka það í
skólanum, og að starfsmenn hans
tækju að sér að ábyrgjast eðlilegar
kringumstæður við próftökuna.
Prófið yrði síðan sent til Verk-
menntaskólans á Akureyri, þar
sem farið yrði yfir það og nemand-
anum síðan send niðurstaðan í
tölvupósti.
Þetta teljum við eitt grund-
vallaratriðannaíhugmyndinni um
fjarkennslu um tölvur. Markmiðið
er, að gera þeim fært að stunda
nám og ljúka því, sem ekki eiga
heimangengt til þess að setjast í
skóla. Þeir eiga þá væntanlega
ekki neinu hægara með að ferðast
langar leiðir til prófatöku en
annarraþáttanámsins. Ávorönn
síðasta árs var þessi háttur á hafður
við prófatöku og gekk í öllum
tilfellum gersamlega áfallalaust.
Tæknihliðin
Tæknileg hlið náms með tölvu-
samskiptum hefur iðulega verið
talin þröskuldur í vegi nemenda.
Að reynslu okkar við Verk-
menntaskólann á Akureyri, er hér
ekki um erfiðan hjalla að ræða.
Nemendum var sendur bækl-
ingurinn Fyrstu skrefin, sem
Islenska menntanetið gefur út og
auk þess annar, sem tekinn var
saman í verkmenntaskólanum. í
honum er farið ítarlega í það ferli,
sem nemendur þurfa að þekkja.
1 öllum tilfellum tók það nem-
endur innan við viku að læra það,
sem kunna þurfti á samskipta-
kerfið. Villur í sendingu gagna
eða móttöku þeirra voru sem næst
engar og þær fáu, sem fyrir komu
fyrstu vikuna voru horfnaríþeirri
næstu.
I könnun, sem nemendur voru
beðnir að vinna við námslok í
tveim enskuáföngum á vorönn
þessa árs, voru þeir spurðir um
það, hvaða viðhorf þeir hefðu til
náms um tölvu eftir önnina. I
öllum svörum var viðhorfið já-
kvætt og víða tekið fram, að þeim
þætti tölvan vinsamlegur náms-
miðill, sem þeir rnyndu hiklaust
mæla með við þá, sem ekki hefðu
tök á að komast í skóla með venju-
legunt hætti. Þá tóku nemendur
frant, að tæknilega hliðin hefði
ekki vafist fyrir eða verið til
trafala, nema rétt allra fyrst.
Árangur og
niðurstöður
I könnun þeirri, sem til var
vísað fyrr, voru nemendur inntir
eftir mati sínu á framförum og
árangri. Þeir kváðust allir hafa
haft gagn af náminu og nokkrir
töldu það mikið. Árangur þeirra
á prófi í annarlokin benti einnig
ugglaust til þess sama. Framför
vargreinileg í verkefnum nemend-
anna. Villum í ýmsum þáttum
námsefnisins fækkaði með sent
næst undraverðum hraða, og tími
sá, sem fór í það fara yfir verkefni
einstakra nemenda styttist stór-
lega eftir því, sem á önnina leið.
Eftir þá reynslu, sem er að
baki, teljum við það hafið yfir
allan vafa, að kennsla með tölvu-
samskiptum sé ekki einungis fær
leið, heldur jafnvel mjög góð leið
til þess að miðla menntun og
þekkingu. Hún hefur gífurlega
kosti umfram aðrar fjarkennslu-
aðferðir ekki síst í hraðvirkni og
möguleikum til skjótrasamskipta
nemenda og kennara. Annar
kostur er sá, að samskipti um
tölvunetið eru ódýr, af því að það
að taka við og senda þarf ekki að
taka nema fáeinar mínútur hverju
sinni.
Stærsti kosturinn er þó sá, að
með þessurn kennsluháttum er
unnt að ná til hvaða manns sem
er, karls eða konu, hvar sem hann
er, hvort heldur á sjó eða landi,
hafi hann síma og þann grunn-
búnað, sem felst í tölvu og mót-
aldi. Draumur okkar við Verk-
menntaskólann á Akureyri er að
þjóna því fólki í afskekktum
byggðum okkar dreifbýla lands -
og jafnvel erlendis- sem æskir
menntunar, en hefur ekki tök á að
sækja skóla, hvort heldurdagskóla
eðakvöldskóla, búsetu sinnareða
atvinnu vegna.
Fjarkennsla um tölvur er
spennandi svið, en líka viðkvæmt
svið. Því verðum við að gæta þess
að leiðast ekki afvega og rata í til
dæmis þær gönur að gera úr þessu
opinbert, nefndastýrt bákn. Það,
sem gerst hefur á sviði samskipta
unt tölvur hér á landi, er framtak
einstaklinga. Það hefur gefist vel
og nýtur nú stuðnings liins opin-
bera án yfirstjórnar þess. Það, sem
gerst hefur í fjarkennslu lil þessa
á Islandi er líka framtak einstakl-
inga, sem nýtur einnig stuðnings
hins opinbera án yfirstjórnar
umfram það, sem hlýtur að fylgja
í öllu skólastarfi. Látum það vera
svo áfram - að minnsta kosti enn
um sinn.
Haukur Agústsson er
kennslustjóri Oldunga-
deildar við Verkmennta-
skólann á Akureyri.
36 - Tölvumál