Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 21
Október 1994 Að gefa innsýn í listræna sköpun á sviði tónlistar, sem mótvægi við mötun. Að kynna not af nrikil- vægri nútímatækni, tölvutækn- inni, en það hefur viljað brenna við að böm nýti tölvur á mjög einhæfan og lítt skapandi hátt þó svo að tækin bjóði upp á marga möguleika. Ytri aðstæður Boðið var upp á tónsmíðaval í 10. bekk og voru nemendur 14, kynjamunurlítill. Aðstaðan hafði líka áhrif á almenna tónmennta- kennslu og var búnaðurinn kynntur öllum þeint börnum sem sóttu tónmenntatíma, í mismikl- um mæli þó. í tónmenntastofu höfðu nem- endur aðgang að einni Macintosh LC tölvu, auk þess var notuð tölva á bókasafni skólans og aðrar tvær í vinnuherbergi kennara til innsláttar. Unnið var í forritinu ENCORE. Tölvan í tónmennta- stofu var tengd með midi tengli við hljóðgervil og þaðan í hljóm- tækin. Einnig var í stofunni hljórn- borð sent hægt var að tengja við tölvuna. Það skal tekið hér fram að þessi kennsla hefði seint orðið að veruleika ef ekki hefði komið til dygg aðstoð Apple-umboðsins, senr lánaði bæði tölvu og forrit, en einnig lagði Elljóðfæra- verslunin Rín nemendum til tæki. Námsleiðir Nemendurfengu "uppskriftir" að þvíhvemiggrunnefniviðurinn gæti verið saman settur. Með það í huga var settur frarn grunnur að tónsmíð og var notast við hefð- bundnar aðferðir í niðurritun tón- listar, þ.e.a.s. nótur á streng. Verk- efnin voru lögð þannig fyrir að ekki var nauðsynlegt að hafa for- þekkingu áþessum táknunr. Nem- endur unnu svo úr og bættu hver við sinn grunn eftir nánari leið- beiningum um aðferðir við úr- vinnslu. Innsláttur í tölvu á því efni sem nemendur sömdu fór að mestu leyti fram utan kennslutíma. Mismunandi varhvemig nem- endur nálguðust verk sín. Sumir unnu mjög "abstract" með táknin, líkt og um mynstur væri að ræða. Aðrir leituðu mikið í hljómborð sem voru til reiðu og þreifuðu sig áfram með eyranu. Allar aðferðir voru að sjálfsögðu gjaldgengar, en kröfðust mismunandi aðstoðar fráhendikennarans. í lokskólaárs- ins fengu allir nemendur 10. bekkjartónsmíðar sínarprentaðar út og einnig fengu þeir verkin á hljóðsnældu. Því miður hentar ekki þessi rniðill til að sýna dæmi um vel heppnaða vinnu nemenda, en úr rniklu er að moða og rnörgu rnjög fallegu og skemmtilegu. Upp í hugann kernur verk sem sex stúlk- ur í ó.bekk unnu sarnan. Bekkur- inn setti upp sýningu þar sem stiklað var á stóru gegnum I slands- söguna í leiknum atriðum. í tónmennt sömdu þau svo stutt stef til að leika milli atriða. Þessar stúlkur sörndu verk sem leikið var fyrir atriði um kristnitöku á íslandi. Þær unnu með hljórna og laglínu annars vegar, fimmundir og einfaldar hrynnryndir hins- vegar. Verkið var í ABA-formi. Kristin trú táknuð með ljúfri lag- línu fyrst, þá hrár raunveruleiki fimmundanna fyrir heiðnina og svo fyrsti hluti endurtekinn. Þessu tónverki verður, eins og öðrum, seint með orðum lýst. Niðurstöður Erfitt er að meta hvort ofan- greindunt markmiðum hefur verið náð, til þess er of margt enn óprófað og mælitæki auk þess ekki fyrirliggjandi enn. Hitt er ljóst að breyttar áherslur og að- ferðir í kennslu eru krefjandi fyrir kennara. Til þess að markviss tón- smíðavinna geti orðið að veruleika með öllum nemendum grunn- skólans þurfa áherslur í undir- búningi kennaraefna að breytast mikið. Að þeim skilyrðum full- nægðum er tölva með tilheyrandi búnaði ekki bara skemmtilegt, heldur líka sjálfsagt og nauðsyn- legt tæki í hverri tónmenntastofu. Sigfríður Björnsdóttir er kennari við Æfingaskóla KHÍ Punktar... Nærgöngull tölvupóstur 29 ára gömul kona í Banda- ríkjunum kærði (tölvupóst-) pennavin sinn á dögunum vegnaþess að bréfin voru farin að vera allt of nærgöngul. Núna hefur pennavinurinn verið kærður fyrir kynferðis- lega áreitni. 1 upphafi voru samskiptin eðlileg, þau skiptust á upplýs- ingurn um áhugamál sín, sem þau reyndust eiga mörg sam- eiginleg. En fljótlega missti konan áhuga á manninum og vildi hætta samskiptum.En hann vildi ekki hætta og hélt áfrant að senda ástarbréf. Eftir að ákæran barst honum hefur hann reynt að taka sig á. Meðal annars hefur ltann skipt urn harðan disk í töl vunni sinni til að rekast ekki á bréfin frá henni. 21 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.