Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 47
Október 1994
A að kenna tölvufræði í framhalds-
skólum?
Eftir Atla Hardarson
Tölvufræðiáfangar í
framhaldsskólum
Flestum nemendum á bók-
námsbrautum framhaldsskóla er
gert að taka einn áfanga í tölvu-
fræði. Víðast hvar hefur þessi
áfangi nafnið tölvufræði 103.
Innihald hans er nokkuð misjafnt
eftir skólum en víðast fer mestur
tími í að kenna á eitt ritvinnslu-
forrit, einn töflureikni og stýri-
kerfi. Auk þess eru nemendur
yfirleitt fræddir eitthvað um sögu
tölvutækninnar, uppbyggingu
tölvukerfis, töl vunotkun og helstu
tegundirhugbúnaðar. Sumsstaðar
fá þeir einhverja æfingu í notkun
annarra notendaforrita en rit-
vinnsluforrits og töflureiknis.
Fyrirutantölvufræði 103, sem
er skylda á flestum brautum, bjóða
margir framhaldsskólar upp á
framhaldsáfanga í tölvunotkun
(tölvufræði 203) og/eða áfanga í
forritun (tölvufræði 213 og 313).
Yfirleitt eru þetta valáfangar. Þó
er eitthvað um að forritun sé
skylda a.m.k. á eðlisfræðibraut
og framhaldsáfangi í tölvunotkun
á hagfræðibraut.
Hér ætla ég að fjalla um tölvu-
fræði 103 og velta því fyrir mér
hvaða erindi þessi áfangi á við
nemendur í framhaldsskóla.
Námskrárfræði
Hvers vegna skyldu allirgrunn-
og framhaldsskólar kenna nem-
endum ensku en næstum engir
skólar kenna nemendum að hjóla
á reiðhjóli? Ætli ástæðan sé ekki
fyrst og fremst sú að nemendur
læra á hjól hvort sem er. Það er
erfitt að læra tungumál og fáir
rnundu geraþað af eigin rammleik
svo ef skólarnir sæu ekki um að
þjálfa fólk í ensku, dönsku, þýsku
og frönsku og fleiri málum þá
yrði skortur á tungumálakunnáttu.
Það er hins vegar nógu auðvelt að
læra á reiðhjól til þess að þeir sem
kæra sig um gera það af sjálfum
sér, ef til vill með einhverrri aðstoð
foreldra, systkina eða vina.
Það erekki góð fræðimennska
að alhæfa af einu dænri. En þar
sem ég var fenginn hingað sem
skemmtikraftur en ekki sem
fræðimaður geri ég það samt. Al-
hæfingamar senr ég ætla að bera
fyrir ykkur má orða á þessa leið:
Viðfangsefni sem eru svo auð-
veld að flestir sem vilja eða þurfa
að ná valdi á þeim geta gert það
með hóflegri fyrirhöfn eiga yfir-
leitt lítiö erindi í skóla.
Meginlilutverk skóla er að
kenna nemendum greinar sem
gera þá hœfari í lífsbaráttunni,
auðga lífþeirra eða efla menningu
þjóðarinnar og þeir mundu
annars ekki lœra, eða a.m.k. ekki
læra nógu vel.
Hvað á þá að kenna í
skólum?
Lítum aðeins á upptalninguna
hér í rammanum.
Ég býst við að flestir séu sam-
mála um að skólar eigi að kenna
sem flestum og helst öllunr við-
fangsefni númer 1, 2 og 3. Þessi
viðfangsefni eru bæði mjög gagn-
leg og verulega
erfið þannig að
sárafáirlæraþau
án aðstoðar,
hvatningar og
þrýstings frá
kennara. Við-
fangsefni núnrer
4, 5 og 6 eiga
alveg erindi inn
í skóla. Þau eru
gagnleg og nokkuð erfið þannig
að kennsla í skólum er líkleg til að
auka almenna hæfni á þessunr
sviðum. Viðfangsefninúmer7,8
og 9 eiga hins vegar frenrur lítið
erindi í almennan skóla. Þótt þau
séu engan veginn gagnslaus eru
þau það auðveld að nær allir sem
á þurfa að halda ná ágætu valdi á
þeim. Þaulærasteinhvernveginn
úti í samfélaginu án atbeina skóla-
kerfisins og þess vegna er engin
ástæða til að skólamir séu að eyða
tíma, fé og fyrirhöfn í að kenna
þau.
Hugsunr okkur að við höfunr
raðað öllunr viðfangsefnunr senr
1. Leggja saman, draga frá, margfalda og deila
2. Lesaensku
3. Vélrita hratt með réttri fingrasetningu
4. Þekkjaalgengarfuglategundir
5. Prjóna peysu eftir prjónauppskrift
6. Dansa gömlu dansana
7. Þvo þvott í þvottavél
8. Hjóla á reiðhjóli
9. Slá með garðsláttuvél
47 - Tölvumál