Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 34
Október 1994
Fjarkennsla um tölvur
Eftir Hauk Ágústsson
Forsaga og viðhorf
Fjarkennsla um tölvusam-
skipti á sér ekki ýkja langa sögu.
Hugmyndir um hana tóku að
skjóta upp kollinum í til dæntis
Bandaríkjunum í kringum 1980
en fengu ekki verulegan hljóm-
grunn til að byrja með. Þetta
hefur væntanlega að verulegu
leyti stafað af því viðhorfi, sem
almenningur og ekki síður fjöl-
miðlar af ýmsu tagi höfðu lil
fjarkennslu, eins og hún var þá
mest stunduð og hafði verið um
áratuga skeið: það er að segja til
bréfaskóla af ýmsu tagi.
Víðast eru bréfaskólar samt
reknir af nretnaði og svo er til
dæmis um bréfaskóla hér á landi
og ekki síður þar sem fjarnám
með bréfaskólasniði hófst árið
1914. Þrátt fyrir þetta gætir þess
nokkuð, að bréfaskólanám sé ekki
álitið jafngilt því, sem tekið er við
almenna skóla, og í framhaldi, að
það sé ekki metið jafnt öðru námi,
þegar nemendur sækja í almenna
skóla.
Hér er við nokkurn vanda að
stríða. Eigi fjarnám um tölvur að
ná fótfestu og því marki, að verða
metið til sarna gildis og annað
nám, verður að vinna bug á nei-
kvæðu viðhorfi lil þess, hversu
óljóst sem það er í hugum manna.
I þessu sambandi er forvitnilegt
að líta til reynslu Mortens Flates
Poulsens, en hann hefur starfað
mjög að þessunt málum bæði í
heimalandi sínu, Noregi, og í
Bandaríkjunum. Hann er í for-
stöðu fyrir The NKI Electronic
College, sem er skóli, sem leggur
stund á kennslu með tölvusam-
skiptum. Skólinn vinnur í gegnum
internet.
I grein, sem ber heitið: "The
NKI Electronic College: Five
Years of'ComputerConferencing
in Distance Education" og
frh. á nœstu síðu
frh. affyrri síðu
Það sem við lærðum
Við teljum að ritgerðavinna
nemenda okkar hafi gefið þeirn
aukna þjálfun í vandaðri heim-
ildavinnu og gert þá hæfari til að
takast á við sjálfstæða verkefna-
vinnu á háskólastigi. Við teljum
líka að þátttaka nemenda í þessum
áfanga hafi gjörbreytt viðhorfi
þeirra og skilningi á indíánum,
tilveru þeirra og hlutskipti sem
lítils minnihluta í nútíma neyslu-
þjóðfélagi. Við álítum einnig að
þátttaka nemenda í áfanganum
hafi aukið skilning þeirra og sam-
úð með minnihlutahópum hvar
sem er og losað þá við fordóma
gagnvart innfæddum og lituðu
fólki víða um heim.
Hvaðnetbréfin varðarþá veittu
þau persónulegt samband sem er
lykill að heimsmynd sem er mjög
ólík okkar, samanber þessa til-
vitnun í indíánahöfðingja sem
barst okkur í netbréfi.
"Man has responsibility
- not power"
Chief Oren Lyons.
Eg leyfi mér að vona að þessi
umfjöllun verði til þess að fleiri
kennarar á framhaldsskólastiginu
nýti sér Menntanetið í kennslu
sinni. Persónulega líður höfundi
greinarinnar eins og manni sem
stendur niðri í flæðarmáli og veltir
við steinvölum með endalausan
hafsjó möguleikanna við fætur
sér.
Ég á mér þann draunr að sú
stund renni upp að nemendur
mínir í félagsfræði tengist alþjóð-
legri verkefnavinnu í gegnum
Menntanetið. Það er trú jnín að
þannig verði sá boðskapur fél-
agsfræðinnar, að við sem jörðina
byggjum séum í raun íbúar í "litlu
alheimsþorpi", merkingarbær
fyrir þá. Senr e.t.v. má segja að sé
önnur leið er liggur til móts við
ólíka heimsmynd þeirri sem nú
ræðurríkjum og boðar að hetjulegt
sé að berjast og jafnvel deyja fyrir
land sitt og þjóð.
Björn Bergsson er
félagsfrœðikennari við
Menntaskólann við
Hamrahlíð.
34 - Tölvumál