Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 24
Október 1994 hvetja neinendur til að beita vís- indalegum aðferðum í námi sínu. Mjög skipulagt námsefni getur þannig verið traustvekjandi leið- sögn sem gerir kennara djarfari í að taka frumkvæði og vinna sjálf- stætt. Kennarar eru hvattir til að nota námsefnið þannig að það falli sem best að kennsluaðstæð- um á hverjum stað og að áhuga nemenda. Við fyrstu sýn virðist "Kids Network" aðallega vera frábrugð- ið öðru námsefni vegna þess hvernig það sameinar tækni- nýjungarognáttúruvísindi. Ahugi margra vaknare.t.v. vegnatækni- nýjunganna, en það sem heldur áhuganum vakandi eru mikilvæg kennslufræðileg atriði. Því nárns- efnið felur einnig í sér kennslu- fræðilega nýbreytni hvað varðar efnisinntak, kennsluaðferðir og hvernig námsgreinar eru sam- þættar. Inntakið er umhverfisfræðsla og snýst að verulegu leyti um það hvernig umhverfið mótar mann- eskjuna og hvernig manneskjan hefur áhrif á umhverfi sitt. Þarna erum við með viðfangsefni sem eru ofarlega í hugum nemenda okkar og varða framtíð þeirra. Kennsluaðferðirnar hafa sín sérkenni. Flest gögnin sem nem- andinn þarf að nota finnast ekki inni í skólastofunni og því síður í einhverri einni bók sem honum nægir að lesa. Nemandinn verður sjálfur að safna gögnum og upp- lýsingum úr umhverfi sínu. Hann greinir þessi gögn og sendir til annarra nemenda sem eru þátt- takendur í þessu verkefni vítt og breitt um heiminn og fær send gögn frá þeim. Síðan er unnið úr gögnunum og þau sett fram á mismunandi vegu. Þá er niður- stöðunum miðlað til annarra og aðlokunr veltanemendurþvífyrir sér hvort og þá hvernig þeir geti eða eigi að reyna að hafa áhrif á framvindu mála. Þeir uppgötva að þeir bera að einhverju leyti ábyrgð á umhverfinu. Þarna er það samvinnan sem skiptir máli. Námsefnið leggur áherslu á að allur bekkurinn komist að niður- stöðu og skilji hlutina. Þetta gerist t.d. með umræðum og rannsókn- um þar sem allir einstaklingar leggja fram sinn skerf. Við söfnun og úrvinnslu gagn- anna þarf nemandinn að nota við- fangsefni og aðferðir sem venju- lega flokkast undir aðrar náms- greinar. En hér verður samþætt- ingin eðlileg, ólíkt því sem svo oft er. I kennslu er það nefnilega oft þannig að við búum til verkefni til að geta samþætt hinar ýmsu námsgreinar. í "Kids Network" er samþættingin eðlileg aðferð til að komast að niðurstöðu. Eg ætla að taka dærni til að útskýra þetta: Þegar jólin nálgast dettur mér í hug að láta nemendur mína vinna þemaverkefni unt þjóðtrú tengda jólahaldinu. En ég verð líka að taka tillit til stunda- skrár og námskrár og reyna að "komast yfir" námsefnið. Eg nota því tækifærið og treð ýmsum námsgreinum inn í jólaverkefnið, m.a. málfræði og stærðfræði. Og nú reynir á hugmyndaflugið. Ég gæti t.d. látið nemendur raða nöfnum jólasveinanna í stafrófs- röð,jafnvelskiptaþeimíatkvæði. Einnig gætu nemendur mælt ímyndaða vegalengd sem jóla- sveinarnir ferðuðust og svo má auðvitað setja gjafir þeirra hvers og eins upp í súlurit. Vissulegaerekkertathugavert við þessi verkefni og oftast hafa nemendur gaman af þeim. En þeir sjá engan raunverulegan tilgang með þeim. Hverju breytir það í sjálfu sér hvor er á undan í staf- rófsröðinni Gáttaþefureða Gilja- gaur? Og hvaða raunverulegt gildi hefur það að setja ímyndaðar gjafir í súlurit? Nemendur sjá oft í gegnum þetta og vita að við erum bara að plata þá til að læra. í "Kids Network" er þessu öfugtfarið. Hérfinnurnemandinn sjálfur þörf fyrir að læra ákveðin atriði til að geta leyst verkefni sem skiptir hann máli. Við vinn- una breytist skólastofan í lifandi námsumhverfi, þar sem nemendur rannsaka mikilvæg viðfangsefni og taka ábyrgð á nánri sínu um leið og þeir vinna með öðrum. Þetta leiðir til þess að nemend- um finnst þetta vera þeirra eigið námsefni. Þeir taka þátt í að móta það allan tímann. I þessu verkefni eru niðurstöður ekki þekktar fyrirfram ólíkt því sem er um flest önnur skólaverkefni. Kennarinn veit ekki einu sinni svarið. Nem- endur sjá þess vegna tilgang með því að rannsaka. Þeir vita einnig að einhverjir bíða eftir að heyra niðurstöður þeirra og að þeir eiga þátt í að bæta við þá þekkingu sem ertil staðar um viðfangsefnið. Það er eitt að láta segja sér að eitthvað sé svona eða hinsegin - það er annað að komast að niðurstöðunni sjálfur eftir að hafa kannað málið (t.d. að ómengað vatn sé dýrmætt eða að bíla eigi ekki að skilja eftir í gangi j. Töl van er hér mikilvægt verkfæri. Hún gerir okkur kleift að greina og setja fram niðurstöður. Þetta og fjarskiptin er það sem nemendum og kennurum finnst ekki hvað síst áhugavert. "Kids Network” tengir skóla- starfið við umheiminn. Hér er ekki hægt að nota uppskrift til að fá eina "rétta" svarið - enda væru það ekki alvöru vísindi. I þessu námsefni fáumst við ekki við til- búin gervivandamál eins og svo oft er um skólaverkefni, heldur raunverulegt alvöru verkefni. Raunverulegt viðfangsefni og áheyrendur eru áhrifamikil hvatning fyrir nemendur og þar af leiðandi kennaraog áhuginn færist vonandi yfir á aðrar námsgreinar þegar nemendur uppgötva að þær hafa gildi utan skólans. 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.