Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 9
Október 1994 4. SLIP (Serial-Line-Internet- Protocol) Þessi tenging gefur notanda TCP/IP tengingu frá einni tölvu yfir mótald. Notandi með svona tengingu getur verið með mörg verk í gangi í einu, hann getur t.d. gangsett skráaflutning, gagnaleit og lesið póstinn sinn á sama tíma. Innan skamms mun Menntanetið bjóða notendum sínum upp á SLIP tengingu jjar sem hún á við. 5. Tenging frá öðrum netum Nokkrar menntastofnanir eru fullgildir aðilar að SURÍS, Sam- tökum um upplýsinganet rann- sóknaraðila. Notendurþeirrageta að sjálfsögðu tengst Menntanetinu yfir netið með hefðbundnum aðferðum Internets. Helstu notendaforritin Eftir að notandi hefur tengst Menntanetinu er eitt og annað sem hann getur haft fyrir stafni. Eftirfarandi möguleikar eru þó langmest notaðir: Tölvupóstur Notendur Menntanetsins nota forritið Elm til þess að umgangast tölvupóstinn. Það gerir notandan- um kleift að senda tölvupóst til allra sem aðgang hafa að INT- ERNET. Einnig nota menn tölvu- póst til þess að leita sér upplýs- inga og aðstoðar ef þá rekur í vörðurnar með einhverja hluti. Tölvupóstur er einnig sú aðferð sem mest er notuð til að hafa samband við aðra notendur INT- ERNET, óháð því hvar þeir búa. Ráöstefnur íslenska menntanetið notar frétta- og ráðstefnukerfið NN og tekur við öllum greinum sem ber- ast hingað til lands inn á þetta kerfi. Þetta er gríðarlegt magn og tekur umtalsvert pláss. Af þeim sökum er eldri greinum fleygt reglulega. Talsvert er um að not- endur lesi og fylgist með hugðar- efnum sínum í gegnum tölvuráð- stefnur. Þær hafa m.a. þann kost að hægt er að lesa og skrifa þegar best þykir henta og þar með er fólk ekki rígbundið af tíma og rúmi. Gagnasöfn Forritið Gopher er notað til að umgangast hin gríðastóru og mörgu gagnasöfn á INTERNET. Notendureruleiddirum veröldina með valmyndum sem gerir alla vinnslu mun auðveldari en ella. Með nýrri tækni er svo hægt að nota önnur forrit til sama brúks og þar er fyrst að nefna World Wide Web (WWW). Þar er hægt að fá upplýsingar framsettar á grafísku formi sem aftur á móti krefstþess að notandinn hafi hrað- virkt mótald. Bókasöfn Hægt er að komast í spjald- skrár bókasafna víðs vegar um heiminn. Notandi getur þá leitað sjálfur að þeirri bók sem hann vanhagar um. Landsbókasafn og Háskólabókasafn bjóða upp á þessa þjónustu yfir INTERNET. Þetta kerfi er nefnt GEGNIR og er talsvert notað, sérstaklega af bókasafnakennurum víðsvegar um landið. Hugbúnaðarsöfn Víðsvegar um veröldina er að finna hugbúnaðasöfn. Hægt er að tengjast þeim og ná í þann hug- búnað sem þar er í boði. Yfirleitt er um að ræða ókeypis hugbúnað en einnig má finna svokallað "shareware" sem menn greiða fyrir líki þeim forritið. Hvernig nota skólar Menntanetið Fjarkennsla Skólar á Islandi hafa reynt að tileinka sér nýja tækni til breyttra kennsluhátta. Skólar eru nú í dag að bjóða nemendum sínum upp á nám með fjarkennslusniði. Þar má nefna Verkmenntaskólann á Akureyri og Fósturskóla Islands en einnig hafa fleiri framhalds- skólar verið með fjarkennslu í gangi. Kennaraháskóli Islands býður nemendum upp á fullgilt nám til B-Ed gráðu í fjarkennslu og Háskóli Islands er að bjóða upp á uppeldis- og kennslufræði- nám til handaþeim sem það vantar upp á kennsluréttindi. Námskeið Starfsfólk Menntanetsins hef- ur á undanförnum árum reynt að kenna sem flestum kennurum á netið. Til þess hafa verið haldin námskeið sem enn eru í gangi. Þessi námskeið eru með fjar- kennslusniði og þar verður fólk að nota netið til þess að læra á það. Nú eru um 400 kennarar búnir að taka námskeið í notkun Menntanetsins. Samskiptaverkefni 1 gangi hafa verið nokkur sam- skiptaverkefni þar sem kennarar hafa í samstarfi við kollega sína í öðrum skólum, bæði hérlendis og erlendis, skipulagt ferli með nemendum sínum sem hefur það að markmiði að kynna þeim mismunandi menningarheima. Erlend samskiptaverkefni Nokkuð erum að kennararfari í samskipti við erlenda skóla með nemendur sína. Þetta er helst gert 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.