Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 20
Október 1994 Tölvur og tónlist Dæmi um tæknivæðingu í tónmenntakennslu og aukna möguleika samfara henni Eftir Sigfríði Björnsdóttur Hér verða raktar forsendur þess að lagt var út í að nota tölvu og viðeigandi hugbúnað við tón- smíðar í tónmenntakennslu við Æfingaskóla KHÍ. Stuttlega verður gerð grein fy rir því hvernig starfið var skipulagt og svo settar fram helstu niðurstöður. Allar nánari útskýringar á framsetningu verkefna og skiptinga í t.d. vinnu- stig o.s.frv. er auðveldara að skýra á öðrum vettvangi. Forsendur Tónmenntakennsla í grunn- skólum hefur átt undir högg að sækja. Fáir skólar hafa getað boðið nemendum sínum samfellda kennslu í greininni þann tíma sem þeir sækja grunnskólann, eða frá sex til fimmtán ára aldurs. Al- mennt virðist þá lögð áhersla á að börn í yngri bekkjum skólans fái slík námstilboð, en jafn algengt að ekkert sé boðið á unglinga- stigi. Ástæðurnar fyrir þessu eru sjálfsagt margar. Menn bera ef til vill við kennaraskorti, tímaskorti, eða jafnvel áhugaleysi ungling- anna sjálfra. Minnst er þá gert úr því sem undirrituð telur megin- ástæðu fyrirþessu ástandi, en það eru hinar forkastanlegu aðstæður sem kennurum og nemendum þessa aldurshóps er boðið upp á - bæði hvað varðar kennslugögn og tæki. Skólar eru flestir búnir lág- marksfjölda svokallaðra skóla- hljóðfæra, auk hljómtækja og píanós. Skólahljóðfæri þessi henta að mörgu leyti vel í skapandi vinnu með yngri aldurshópum þar sem vitrænt framlag nemenda og leikni þeirra getur verið nokkurn veginn samstiga. En þetta er ein- mitt meginvandi tónmenntakenn- arans. Þegar byggður hefur verið upp skilningur á uppbyggingu og innviðum tónlistar eru nemendur í stakk búnir til að prófa sig áfram sjálfir ef ekki væri þessi aldagamla hindrun í veginum - leiknin. Leikni þeirra til að túlka sitt eigið framlag í tónlist er almennt mjög takmörkuð. Þannig verða allar tilraunir til að setja niður á skipu- legan hátt þær hugmyndir sem skjóta upp kollinum, eins og að skapa í stað svifléttra smáfugla vængstífðar aligæsir, sem enga framtíð eiga aðra en þá að deyja við fætur skapara síns. Markviss hljóm- og tónfræði- kennsla fyrir hinn almenna nem- anda grunnskólans hefur ekki þótt þjóna neinum tilgangi af þessari sömu ástæðu. Aðstæður til að prófa sig áfram í heimi tónlistar hafa verið svo takmarkaðar fyrir þá sem ekki búa yfir leikni sem byggir á áralangri hljóðfæra- þjálfun. Vegna þessa hafa glatast tækifæri til að auka skilning ungl- inga á þeirra eigin tónlistarum- hverfi auk þess sem önnur svið tónlistarsköpunar hafa verið snið- gengin. Tónlistaruppeldi á að vekja og viðhalda áhuga, auka skilning og þá um leið gagnrýni á hinu þekkta og víkka útsýn til allra átta. Þetta verður ekki gert ef við hættum að kenna börnum tónlist um leið og þau eru í stakk búin til að skilja og nýta sér flóknari hugtök og aðferðir tónlistarinnar. Og það er ekki lengur nein ástæða til að láta þar staðar numið! Tölvur gegna nú rnikil- vægu hlutverki á hinum ýmsu sviðum mannl ífsins og er þar svið tónlistar ekki lengur undanskilið. Eins og á öðrum sviðum hófst notkun þeirra í tónlist á meðal fárra og sérhæfðra, en hefur orðið æ algengari. Með tilkomu hljóð- gervla og hugbúnaðar, sem er í senn einfaldur í notkun og um leið öflugur, hefur markaður fyrir þessa vöru margfaldast og nú er svo komið að flestir tónmennta- kennarar hafa meðal nemenda sinna einstaklinga sem hafa að- gang að slíkum "verkfærum" heima hjá sér. Skólinn hefur hins vegar ekki getað boðið neitt slíkt, enda marklaust að henda inn tækjum ef kennarinn hefur á þau enga þjálfun og hugmyndir að námsbrautum í formi námsefnis liggja ekki fyrir. í Ijósi þessa var lagt í þróunarverkefnið "Tölvur og tónlist". Markmið Markmiðið með þessari kennslu er að stuðla að því að nemendur hafi forsendur til að vega og meta á vitrænan hátt fram- lag sitt og annarra á sviði tónlistar. 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.