Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 22
Október 1994
Tölvan og kennslufræöin
Kids Network - umhverfisverkefni
Eftir Maríu Sophusdóttur
Allmörg ár eru nú síðan tölvan
hélt innreið sína í grunnskólann.
Flestir voru þá sannfærðir um að
tölvunotkun yrði alnrenn í þjóð-
félaginu í framtíðinni og því væri
nauðsynlegt að nemendur fengju
einhverja innsýn í tölvuheiminn.
Fyrst í stað heyrði nraður kenn-
ara oft segja að þeir ætluðu sér
ekki að læra á töl vur og að vonandi
yrði starfsævi þeirra lokið áðuren
tölvan tæki við stjórninni í skól-
unum. Viðhorfin breyttust og
flestir kennarar hafa að a.m.k.
einhverju leyti gefist upp á því að
leiða tölvuna hjá sér. Margir af
þeim sem tortryggnastir voru eru
nú farnir að nota tölvu í skóla-
stofunni, en ekki síður við undir-
búning kennslunnar og skipulagn-
ingu starfsins.
I skólanum þar sem ég vinn
eru margir kennarar áhugasamir
urn að nýta sér þessa tækninýjung.
Skólinn ernokkuðvel búinn tölv-
um. Kennarar geta, ef þeir hafa
áhuga á, haft tölvu í skólastofunni
og allir nemendur í 7. bekk fá
tölvukennslu m.a. í forritunar-
málinu Lógó.
Auk þess höfum við sérfróðan
tölvukennara sem fylgist vel með
nýjungum á þessu sviði og er
óþreytandi við að kynna kenn-
urum ný kennsluforrit og örva þá
til að prófa þau og athuga hvort
þau geti nýst þeim í kennslu. Við
höfum m.a.s. átt þess kost að fá
tölvukennarann inn í kennslu-
stund til að aðstoða okkur í byrjun,
- þar til einhverjir nemendur hafa
náð valdi á þessu, - því eins og við
vitum eru kennarar oft lengur að
læra eitthvað nýtt og framandi en
nemendur. Þessi velvilji hefur
stundum gengið svo langt að við
kennararnir höfum upplifað hann
sem þvingun! Semsagt, aðstæður
í skólanum gætu varla verið betri
- tölvulega séð.
Nú eru komin á markaðinn
fjöldamörg kennsluforrit sem nýta
má í næstum öllum námsgreinum.
Mörg þeirra eru prýðilega hönnuð,
styrkja vel ákveðna þætti í náminu
og eru aðgengileg og aðlaðandi
fyrir nemendur. Eg er samt sem
áður ein af þeim sem hef ekki
alltaf verið tilbúin til að nýta mér
þau kennsluforrit sem í boði eru.
Hvers vegna? Jú. - Mér hefur
stundum fundist þetta vera aðeins
ómarkviss tilraun til að troða töl v-
unni inn í skólann. I mörgum
tilfellum falla forritin ekki að
kennsluaðstæðum og oft er þægi-
legra og markvissara að nota önnur
hjálpargögn.
Við eigum alltaf að nota það
sem hentar best í skólastarfinu
hverju sinni. Við megum ekki
blindast af ást til tölvunnar og
nota kennsluforritin einungis
vegna þess að þau eru til.
Að vísu má segja að margir
kennsluleikirséu skemmtilegirog
skapi tilbreytingu fyrir nemand-
ann og að ýmis leiðsagnar- og
þjálfunarforritauki færni og áhuga
nemandans á ákveðnum náms-
þáttum, sér í lagi þar sem hann
fær oft strax endurgjöf á vinnu
sína og uppörvun. Gallinn er bara
sá að þrátt fyrir gæði og frumleika
forritanna eru þau sjaldan algjör-
lega sniðin að námsefni og þörfum
bekkjarins. Hingað til hafa fá
kennsluforrit verið hönnuð sam-
hliða námsefninu og þau eru oft á
tíðum tímafrek í notkun. Mörg
þeirra nýtast því einna best í
einhvers konar stuðnings- og sér-
kennslu eða í fámennum hópurn.
Auðvitað getur það verið
markmið eitt og sér að allir nem-
endur fái aðgang að tölvu og að
skólinn jafni þar með þann mis-
mun sem erámilli þeirra nemenda
sem hafa aðgang að tölvu heima
fyrir og hinna. En það þarf að
gerast skynsamlega.
Ymsir fræðimenn hafa bent á
hve mikilvægt sé að vanda til
tölvunotkunar í skólastarfi. Oft
vilji brenna við að tölvutækninni
sé skellt fyrirvaralaust inn í
kennslustofur, án þess að hugað
sé að því hvernig hún falli að
námsefni og kennsluháttunr sem
fyrir eru. Mörg dærni hafa verið
nefnd þar sem tölvur og kennslu-
forritvirðasttefjakennsluognám
frekar en létta undir með nem-
endum og kennurum. (Sjá t.d.
Apple&Jungck(1993), 118-142;
Larsen (1984), 54-82; Muffoletto
(1993), 91-103). Vissulegaeru til
forrit senr kennarar geta aðlagað
að starfi sínu með bekknum. Ég
get tekið sem dæmi "Umsagnar-
forritið" sem varð eins konar verk-
færi í lestrarátaki hjá 11 ára nem-
endum mínum. Á 4 vikum áttu
allir að lesa eins margar bækur og
þeirgátu komist yfir. Eftirhverja
bók áttu þeir að skrifa stutta um-
22 - Tölvumál