Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 35

Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 35
Október 1994 Poulsen reit árið 1992 um reynslu NKI af fjarkennslu um tölvur, segir hann: ". ..nemendurnir hafa náð betri einkunnum en hvort heldur nem- endur bréfaskóla eða þeir nemend- ur, senr sækja kennslustundir. Kannanir sýna, að nemendur hafa jákvætt viðhorf til námsefnisins og The Electronic College." Fjarkennsla um tölvur á íslandi Nokkur hreyfing hefur verið hér á landi í fjarkennslumálum um tölvur. Þar er fyrst að nefna viðamikið nánr, sem boðið er á vegum íslenska menntanetsins í ýmsum þáttum tölvusamskipta. Þá hafa Armúlaskólinn í Reykja- vík og Fjölbrautaskólinn á Akra- nesi unnið nokkuð á þessu sviði. Einnig hafa aðrarkennslustofnanir reynt fyrir sér, svo sem Kennara- háskóli Islands. Þegar farið var af stað með fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri á vorönn þessa árs, var því ekki um að ræða algert braut- ryðjendastarf. Grundvöllurinn hafði verið lagður og þá fyrst og fremst í Islenska menntanetinu, en einnig í verkum þeirra sem franr til þessa hafa verið að feta sig eftir braut fjarkennslumála um tölvur og munu vonandi halda því áfram. Viðmiðfjarkennslu um tölvur við Verkmenntaskólann á Akureyri í undirbúningi fjarkennslunnar við Verkmenntaskólann á Akur- eyri settu þeir, senr að honunr stóðu, undirritaðurog Adam Osk- arsson, tölvukennari og tölvu- umsjónarmaður skólans, nokkur ákveðin viðnrið þegar í upphafi. Þau voru sett til þess að reyna að tryggja það, að jákvæð viðhorf yrðu til þess starfs, sem jafnt kennarar sem nemendur inntu af hendi, og að árangur, svo sem á prófum, yrði sem óumdeildastur og raunhæfastur. I fyrsta lagi var ákveðið, að nemendur í fjarnáminu skyldu teljast nemendur skólans á sarna grunni og þeir nemendur, sem til dæmis stunda nám við öldunga- deildir hans. Þeiryrðu þvískráðir og stunduðu nám sitt á sörnu forsendum og aðrir nemendur stofnunarinnar; námsárangur þeirra yrði færður til bókar jafnt sem annarra nemenda og þeir fengju ferilskrár jafngildar þeim, sem aðrir nemendur fá í hendur. Við teljurn þessi atriði skipta miklu nráli. Þau gefa nemendum skilgreinda stöðu, en það getur haft veruleg, jákvæð áhrif jafnt fyrir nemendur sjálfa sem aðra. Þetta rennir líka stoðurn undir það, að nám nemandans verði skoðað semjafngiltþví, sem aðrir stunda við stofnunina. Þá var ákveðið, að kennslan skyldi rniðast við þá áfanga, sent kenndir eru við skólann, þannig að nemendur færu yfir franrhalds- skólanánrsefni í hlutaðeigandi greinum á sama tíma og aðrir nemendur við skólann og sem mest samstiga þeirn. Því yrði námsefninu skipt í hluta, sem gengju upp í viðmiðunarönn fram- haldsskólans og að þeir lægju fyrir að fullu við upphaf náms sem kennsluáætlun. Þetta þykir okkur skipta miklu. I því felst fast skipulag, sem gerir það meðal annars að verkum að nemendur hafa þegar í upphafi yfirsýn yfir það, sem gera á, og einnig þann tíma, sem fara á í verkið. Þessir þættir eru kennslu- fræðilega veigamiklir, þar sem miklu skiptir fyriralla, sem í verki eru, að hafa vitund um umfang þess. Slík yfirsýn verkar sem beinn hvati til verka og er þekkt fyrirbæri á öllum sviðurn mann- legra athafna. Einnig var ákveðið í upphafi, að föst skilaskylda yrði á verk- efnum. Sé tekið dæmi af ensku, var námsefninu skipt í tólf hluta eitt á hverja af tólf vikum. A vorönn var verkefni sett fyrir hvern laugardag. Skil áttu að hafa borist laugardaginn viku síðar. Þá var lagt fyrir næsta verk- efni, hvað sem leið skilum nem- enda. Nemendurhöfðu þó í reynd hálfan nránuð sem hámarkstíma til skila, en ef skil drógust lengur en svo, strikaðist nemandi sjálf- krafa út af nemendaskrá, nema til kæmu sérstök afbrigði. Þessi skilyrði voru skýrð fyrir nemendum þegar í upphafi. Til þess kom aldrei, að nemandi skil- aði ekki innan tilsetts tíma. Hins vegarkom skilaskyldan í veg fyrir það, að nemendur drægju námið á langinn og gufuðu síðan upp. Enginn kvartaði undan þessari kvöð, heldur töldu ýmsir hana einn traustasta þáttinn í kennsl- unni, af því að hún hélt þeim við efnið og krafði þá til vinnu. Einmitt þessi atriði liggja að baki hugmyndinni um skilaskylduna. Fjórða viðmiðið, sem ákveðið var þegar í upphafi, var, að aldrei skyldi lagt fyrir sem verkefni nokkuð það, sem ekki væri unnt að vinna á tölvur og senda í gegn- um ismennt-netið. Hérerekki átt við til dæmis ítarefni, kennslu- bækur og segulbandsspólur, sem nemendur hafa eins og aðrir nemendur við skólann. Þau eru send út fyrir námsbyrjun í pósti frá skólanum eða fyrir nrilligöngu bókaverslunar. Hér er ekki verið að hafna þeim boðleiðum, sem fyrir hendi eru. Póstur er notaður, eins og þegar hefur komið fram. Einnig verður notaður sími, þegar kanna þarf til dæmis framburð nemenda og önnur alriði. Hins vegar hafa 35 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.