Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 42

Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 42
Október 1994 lifandi, en einmitt þau tengsl eru eitt meginviðfangsefni fræðanna um margliður. Ennfremurerhægt að flytja margliðuna í heilu lagi með því að færa hnitakerfið og líka má rekja ferilinn með kross- hárum sem sýnanákvæmlegahver x- og y-hnit hans eru á hverjum stað. Loks er hægt að gefa hverjum ferli sérstaktnafn, sem getur verið þægilegt þegar nemendur eru að fást við ferla sem kennarinn hefur skilgreint. Þá víkur sögunni að diffrun og heildun. Nýjar margliður er hægt að skilgreina með því að diffra eða heilda þá margliðu sem fyrir er á skjánum. (Ef fleiri en ein margliða eru á skjánum í senn er ein þeirra virk og allar aðgerðir beinast að henni einni.) Ennfrem- ur er hægt að reikna ákveðið heildi margliðu, og er það þá jafnframt sýnt grafískt. Hægt er að breyta og flytja margliðu með ákveðið heildi skilgreint og breytist heildið þá um leið, bæði grafískt og tölu- lega. Loks er eðli skilgreiningar- innar á diffurkvóta dregið fram með því að hægt er að teikna snertil og sniðil í sama punkt á ferlinum, færa síðan sniðilspunkt- ana saman með músinni og sjá bæði tölulega og grafískt hvernig hallatala sniðilsins stefnir á halla- tölu snertilsins þegar sniðils- punktarnir nálgast hvorn annan. Þegar fall er fyrst skilgreint fær ferill þess sjálfgefið nafn, Ferill 1, Ferill 2, o.s.frv. Þegar fallið er diffrað eða heildað verður til nýtt nafn leitt út frá því fyrra með úrfellingarmerki. Þannig verður Frumfall að Frumfall’ og Frumfall ’ ’ við endurtekna diffrun, en fær nöfnin ‘Frumfall og “Frumfall við endurtekna heild- un. Þegar kennarinn útbýr skrár með föllum fyrir nemendur að vinna með getur hann síðan endurskýrt ferlana að vild, en stundum er kostur að varðveita upplýsingarum upprunafallsmeð þessum hætti. Hvað gerist svo þegarmóðurfallinu erbreytt? Ekki neitt, því upprunatengslin milli falla eru einvörðungu varðveitt í nöfnum þeirra. Ein af þeim hug- myndum sem eru í athugun fyrir næstu útgáfu af InnSýn er að varð- veita þessi tengsl þannig að breyt- ing á einum ferli hafi áhrif á alla hans ættingja, en þar verður þó að hafa í huga að varðveita ein- faldleika í notkun forritsins. Sem fyrr segir geta nemendur sótt verkefni sem kennarinn hefur útbúið og unnið með þau í InnSýn. Nánar tiltekið nýtir Innsýn sér til fullnustu eiginleika Windows gluggakerfisins og býður meðal annars upp á eftirtalda möguleika: Hægt er að vista öll föll og ferla á skjánum í skrá, ásamt öðrunt upp- lýsingum um ástand forritsins. Síðar má hvort sem er lesa skrána af disk eftir að keyrsla er hafin eða ræsa forritið með nafni skrár í skipanalínu þannig að keyrsla hefst ekki með auðan skjá. Enn- fremurerhægt að afrita skjámynd- ina yfir á klemmuspjald (clip- board) og færa þannig í önnur forrit með venjulegum Windows- hætti. Loks er hægt að prenta skjámyndir beint úr forritinu. Það er alltítt að höfundar líti yfir sköpunarverk sín og þyki þau harla góð. Þannig er líka með aðstandendur InnSýnar og nú viljum við helst koma InnSýn inn í alla framhaldsskóla landsins og vita hvernig mönnum líkar við forritið sem kennslutæki. Ef undirtektir verða góðar hyggjumst við setja endurbætta útgáfu á markaðinn og byggja sem mest á athugasenrdum notenda. Síðan ætlum við auðvitað að sigra heiminn! Við höfum útbúið sérstök sýn- ingareintök af forritinu þar sem lestur og skrift á skrám og notkun klemmuspjalds er tekin úr sam- bandi, og geta skólarnir fengið þannig eintak til að skoða forritið áður en þeir ákveða hvort þeir vilja festa kaup á því. Freyr Þórarinsson er kennari v/ð Tölvuháskóla Verz/unarskóla Islands. e-mail: freyrth@ismennt .is Albert Guðmundsson er kerfisfrœðingur hjá Hof s.f. e-mail: albert@hof.is Bogi Pálsson er kerfisfrœðingur hjá SKÝRR e-mail: kl0020@skyrr.is Jón Víðir Birgisson er kerfisfrœðingur hjá Tölvu- og hugbúnaðarþjónustunni. Punktar... Tölvuiðnaður Flestöll stóru bandarísku tölvufyrirtækin skila auknum hagnaði um þessar mundir. Að auki geta niörg fyrirtæki sem áður voru í kröggum nú sýnt fram á betri afkomu. Á þetta bæði við um hugbún- aðarhús og framleiðendur vélbúnaðar. Til dæmis var hagnaður tólf stærstu hugbún- aðarframleiðendanna 15% meiri á öðrum ársfjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. 42 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.