Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 48
Október 1994
eru kennd í grunn- og framhalds-
skólum upp á svona lista. Efst
kæmu þau sem er mikilvægast að
kenna í skólum. Þetta eru mikil-
væg fög sem alltof fáir kynnu ef
þau væru ekki kennd í skólum.
Neðst kæmu svo ýmis viðfangs-
efni sem eru kynnt til gamans á
stuttum námskeiðum eða notuð
til þess eins að gera skólavistina
skemmtilegri en eru ýmist fánýt
eða þess eðlis að allir sem vilja
mundu læra þau hvort sem er.
Hvar mundu þau viðfangsefni
sem eru kennd í tölvufræði 103
komainnáþennanlista? Notkun
ritvinnsluforrits lenti örugglega
langt fyrir neðan vélritunina og
notkun töflureiknis fyrir neðan
stærðfræðina. Rökin fyrir þessari
fullyrðingu eru þau að ég veit um
helling af fullorðnu fólki sem af
og til þarf að skrifa á tölvu en
lærði hvorki vélritun né ritvinnslu
í skóla. Yfirleitt hefur þetta fólk
ágætt vald á ritvinnslu (getur sett
forritið í gang, sett textann rétt
upp og vistað skjölin og prentað
og allt það) en hefur kolvitlausa
fingrasetningu, verður að horfa á
lyklaborðið og vélritar sorglega
hægt. Ef þetta fólk hefði lært vél-
ritun í skóla þá væri það mun
betur sett en því gengi ekkert betur
þótt það hefði lært ritvinnslu.
Svipaða sögu má segja um
töflureikna. Hellingur af fólki er
í vandræðum með að nota þá vegna
þess að það kann of lítið í reikningi
en flestir sem á þurfa að halda
læra á forritið sjálft af sjálfum sér
eða með því að sækja stutt nám-
skeið.
Það eru fleiri ástæður til að
ætla að notkun forrita eins og
ritvinnslu og töflureikna lenti
neðarlega á listanum. Ein er sú að
forrit eru alltaf að breytast og það
er algerlega óvíst að menn séu
neitt bættari eftir 5 ár þótt þeir
hafi lærtáeitthvað afþeimkerfum
sem nú eru í notkun. Það erraunar
trúlegast að eftir 5 ár verði forrit
að jafnaði mun auðveldari í notk-
un en þau eru nú og því enn minni
ástæða til að eyða dýrmætum
skólatíma í að kenna á þau. Til að
notaritvinnsluforritogtöflureikna
framtíðarinnar dugar mönnum
trúlega að kunna vélritun og reikn-
ing og geta lesið fyrirmæli og
leiðbeiningar af tölvuskjá.
Eg þykist nú hafa fært rök
fyrir því að meirihlutinn af því
sem er kennt í TÖL 103 sé efni
sem er lítil ástæða til að kenna
sérstaklega í skólum.
Hamar 103
1 Námskrá handa framhalds-
skólum sem Menntamálaráðu-
neytið gaf út fyrir nokkrum árum
er áfanganum tölvufræði 103 sett
það markmið að nemendur
kynnist almennri notkun tölva.
Töl vufræðikennarar hafa, eins og
eðlilegt er, yfirleitt reynt að nálgast
þetta markmið með því að kenna
á algengustu tegundir forrita. En
sennilega er ekkert meiri ástæða
til að hafa sérstakan áfanga til að
kynna mönnum almenna notkun
tölva heldur en til að kynna
mönnum almenna notkun hamra,
blýanta eða hnífa.
Hvernig þætti ykkur ef nem-
endum í framhaldsskólum væri
gert að taka áfangann hamar 103
þar sem þeir kynntust almennri
notkun hamra.
Þeir lærðu fyrsta að reka nagla
með trésmíðahamri, svo að rétta
beyglaðan bíl með réttingahamri,
berja lærisneiðar með buffhamri,
búa til höggmyndir með þar til
gerðum hömrum og í framhalds-
áfanga yrði liðið svo sett í að
berja harðfisk. Kennari í svona
áfanga þarf helst að kunna dálítið
í trésmíði og dálítið í réttingum,
hafa eitthvert inngrip í matreiðslu
og skreiðarverkun og geta
höggvið til grjót þannig að mynd
verði á.
Það er kannski erfitt að finna
svona kennara en vafalaust er það
hægt. Einhvernveginnhefurskól-
unum tekist að finna tölvukennara
sem geta kennt ritvinnslu og þar
með uppsetningu texta, gerð
líkana og áætlana í töflureikni,
notkun ýmissa annarra forrita og
frættnemenduríleiðinni umsögu
og uppbyggingu tölva og áhrif
þeirra á samfélagið og vinnu-
markaðinn. Þessir menn hljóta að
vera vel að sér í öllu sem varðar
uppsetningu texta, reikningi,
félagsfræði og fleiri greinum þótt
formleg menntun þeirra flestra sé
aðallega í stærðfræði og hugbún-
aðargerð. Viðfangsefninsemþeir
kenna eru laustengd. Það sem
sameinar þau er að þau snúast
með einhverjum hætti um tölvur
þótt áfanginn innihaldi yfirleitt
fremur lítið af eiginlegri tölvu-
fræði.
Tölvur eru eins og harnrar,
blýantar og hnífar að því leyti að
það er hægt að nota þær til að
vinna alls konar ólík verk, rneðal
annars verk sem er full ástæða til
að kenna í skólum. Blýantar eru
notaðir í teikningu, reikningi og
skrift en í öllum þessum tilvikum
leggur kennarinn áherslu á fagið
sjálft en ekki á verkfærið. Sér-
stakur áfangi í tölvunotkun verður
til þess að áherslan er lögð á verk-
færið ákostnað viðfangsefnanna,
sem geta verið textavinnsla, lík-
anagerð í töflureikni, bókhald,
teikning og margt annað.
Þegar tölvukennsla í fram-
haldsskólum hófst trúðu því
margiraðíframtíðinniþyrftuallir
að læra forritun og skilja hvernig
tölvur virka, að það væri nauð-
synlegt að kenna öllurn eiginlega
tölvufræði. Áþessumforsendum
varáfanginntölvufræði 103 settur
inn á bóknámsbrautir framhalds-
skólanna. Nú er komið á daginn
að þessarforsendurfáekki staðist
ogíþessum áfangaerekki lengur
reynt að kenna eiginlega tölvu-
48 - Tölvumál