Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 12
Október 1994
Ahrif tæknivæðingar á námsgreinar
Dæmi um námskeið í grunnmenntun kennara
Eftir Önnu Kristjánsdóttur
Þótt tölvunotkun sé þegar
orðin talsverð í íslenskum skólum
ber hún þess víða greinileg merki
að standa utan námsgreinanna.
Hefðbundnar hugmyndir um hvað
skuli kennt og hvernig það skuli
gert ganga oft þvert á þá mögu-
leika sem tæknin gefur. Það er
mikið verk fy rir kennara að hugsa
á nýjan hátt um námsgreinarnar
sem þeir kenna og hlutverk sjálfra
sín í nýju umhverfi. Þetta við-
fangsefni má ekki vanmeta og
þarf hvarvetna að gefa því gaum
og styðja kennara og kennara-
nema.
Undanfarin 7 ár hefur verið að
finna innan valgreinarinnar stærð-
fræði í Kennaraháskóla Islands
námskeiðið Ahrif vasareikna og
tölvubúnaðar á stærðfræði-
nám. Þetta námskeið er kennt á 2.
ári námsins, 1 eining á haustönn
og 1 á vorönn og er sjötti hluti
þess sem kennt er í valgrein.
Hér á eftir er að finna dæmi
um það sem fengist hefur verið
við á þessu námskeiði. Það hefur
að sjálfsögðu þróast á þessum
árum og áherslur breyst milli ára
en grundvallarmarkmiðið með
námskeiðinu er þó hið sama og í
upphafi:
Að gefa nemendum í stærð-
fræðivali tækifæri á að kynnast
fjölbreyttum notkunarmögu-
leikum vasareikna og tölvu-
búnaðar á öllum stigum grunn-
skólans og víðar ef ástæða er
til.
Að beina sjónum nemenda að
því hvaða breytingu tækni-
búnaðurinn hefur í för með sér
í vali inntaks í stærðfræðinámi
en þó ekki síður í vinnu-
brögðum.
Að gera nemendur sjálfbjarga
í að halda þekkingu sinni við á
þessu sviði og að bæta í sífellu
við sig þekkingu og reynslu.
Dæmi um það sem gert hefur
verið á námskeiðinu og nokkrar
spurningar sem glímt hefur verið
við.
Vasareiknar:
1 Hvað er átt við með því að
nota vasareikna til að læra
stærðfræði?
2 I hvaða mæli og á hvern hátt
eru vasareiknar notaðir í skól-
um hérlendis?
3 Eigavasareiknarerinditilbyrj-
enda á skólagöngu?
Kennsluforrit:
1 Hvaða kennsluforrit í stærð-
fræði eru til á íslensku?
2 Hvernig er hægt að nota þessi
kennsluforrit í samhengi við
annað nám?
3 Hentaeinhverkennsluforrittil
notkunar fy rir hei I an bekk sam-
tímis?
Lógó:
1 Hvaða möguleika gefur lógó í
ýmiss konar stærðfræðinámi?
2 Hvernig er unnt að nota lógó
þannig að nemandinn ráði ein-
hverju um viðfangsefni og
leiðir en nái samt valdi á öfl-
ugum hugtökum í stærðfræði?
Töflureiknar:
1 Hvernig er töflureiknir upp-
byggður og hvaða möguleika
gefur hann?
2 Er hægt að nota töflureikni til
að læra stærðfræði, ekki aðeins
til að leysa stærðfræðileg verk-
efni?
3 Hvegamlirnemendurgetafært
sér töflureikni í nyt?
Tölvusamskipti:
Nemendur hafa lengi fengið
kynningu á tölvusamskiptum. Nú
fá þeir notendanúmer sem notast
bæði til ákveðinna samskipta inni
í náminu og einnig þegar þeir eru
úti á vettvangi í æfingakennslu.
Upplýsingar í rituðu máli og á
myndböndum:
1 Hvað segja heimildir um áhrif
vasareikna og tölvubúnaðar á
stærðfræðinám?
2 Hvað sýna myndbönd um
möguleika á þessu sviði?
Tenging námskeiðsins við
vinnu með börnum og unglingum
hefur verið með ýmsu móti. Oft
hefur verið sett upp sérstakt nám-
skeið í KHI fyrir börn/unglinga
sem nemar annast undir stjórn.
Með því móti hefur stundum verið
unnt að tengja kenningar og út-
færslu nokkuð vel saman.
Ymis verkefni eru unnin með
vasareikna, kennsluforrit, lógó og
töflureikna. Heimildaritgerð er
skrifuð um áhrif vasareikna og
töl vubúnaðar á stærðfræðinám og
velur hver nemi, auk almennrar
umfjöllunar, eitthvert sérsvið.
Sem örfá dæmi um það hvað
nemar hafa glímt við má nefna:
* Þrautalausnir með vasareikn-
um og tölvuforritum.
* Tölvusamskipti með stærð-
fræðinám í huga.
12 - Tölvumál