Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 17
Október 1994
að stærstum hluta sama fólkið og
árið áður en nokkrir nýir bættust
í hópinn. A fundunum var áhersla
lögð á að kynna vinnuferlið fyrir
þátttakendum en skipulag tölvu-
samskiptanna og önnur vinna
milli fundanna frá hausti til vors
var í mun fastara formi en árið
áður. Að fundunum loknum var
þátttakendum skipt í 7 svokallaða
nethópa og var reynt að hafa ein-
ungis einn kennara úr hverjum
skóla í hverjum nethóp. Þetta var
gert til að auka virkni og ábyrgð
hvers einstaklings. Þátttakendur
unnu síðan til skiptis í nethópum
og skólahópum sem myndaðir
voru í hverjum skóla fyrir sig.
Vinnuferlið var með þeim hætti
að kennarar byrjuðu einir hver
fyrir sig með athuganir í eigin
stofu eða á eigin kennslu. I um-
fjöllun um fyrsta þáttinn, náms-
umhverfið, veltu þeir fyrir sér
hvaða þætti í námsumhverfinu
ætti að meta og hvemig. Þar næst
hittust skólahópar hvers skóla og
unnu áfram og komust að sam-
eiginlegri niðurstöðu. Þegar því
var lokið tóku nethópamir til starfa
og hver kennari skilaði tillögum
síns skólahóps út í sinn nethóp og
var jafnframt talsmaður síns skóla-
hóps þar. Þegarnethóparnirhöfðu
komist að sameiginlegri niður-
stöðu kynntu þátttakendur þær
fyrir skólahópunum sem tóku þær
til nánari umfjöllunar. Þetta ferli
var endurtekið nokkrum sinnum.
Tilgangurinn með þessari endur-
tekningu var að nálgast samhljóða
tillögur alls hópsins. Að endingu
sendi hver nethópur sínar tillögur
ápóstlista sem samanstóð af öllum
þátttakendum og þar fór fram
lokaumræða. Umsjónarmenn
söfnuðu síðan niðurstöðum saman
og gengu frá þeim til útprentunar
og sendu í þátttökuskólana. Allan
þennan tíma voru umsjónarmenn
í sambandi við þátttakendur bæði
sem nethópa og sem einstaklinga.
Sendu þeir fræðsluefni til allra
þátttakenda, vöipuðu fram spurn-
ingum og komu með ábendingar
um lesefni. Einnig fór drjúgur
tími í tæknilega aðstoð varðandi
tölvusamskiptin. Ekki reyndist
tími til að fjalla urn samskipta-
þáttinn á þennan hátt og því var
ákveðið að gera honum skil á
sameiginlega fundinum í lokin.
Hann var haldinn á Kópaskeri og
Elísabet Berta Bjamadóttir var
fengin til að fjalla um samskipta-
þáttinn og nefndi hún umfjöllun
sína Kerfiskenningar og sam-
skipti, stofnunin - starfsmaðurinn
- barnið. Síðari hluti fundarins
Hvaða áhrif hefur það á fræðslufundaþátttöku þína ef fræðslan og samskiptin byggjast að
einhverju leyti á tölvusamskiptum?
17 - Tölvumál