Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 43

Tölvumál - 01.10.1994, Blaðsíða 43
Október 1994 Geisladiskurinn "Mathfinder" Eftir Önnu Kristjánsdóttur Framboð á geisladiskum til nota í skólastarfi fer hraðvaxandi með hverju ári og eru nokkrir þegar í notkun í íslenskum skól- um. En einnig eru til geisladiskar fyrir kennara til þess að sækja sér hugmyndir, upplýsingar og frek- ari fræðslu um einstök svið og viðfangsefni. Eitt dæmi um slíkt er "Mathfinder" sem áskotnaðist bókasafni Kennaraháskóla Is- lands sl. vor. Gefendur voru kenn- arar sem útskrifuðust vorið 1954 og má með sanni segja að þeir fylgist vel með tímanum. Með í gjöfinni var myndarlegt safn myndbanda unt stærðfræðinám. "Mathfinder" var búinn til í því skyni að styðja kennara í vinnu samkvæmt stefnumörkun banda- rísku stærðfræðikennarasam- takanna, "National Council of Teachers of Mathematics", en þau hafa unt 15 ára skeið haldið uppi öflugu samstarfi þeirra sem stunda rannsóknir á sviði stærðfræði- menntunar og kennara á öllum aldursstigum. Afrakstur þessa starfs er m.a. víðtæk stefnu- ntörkun varðandi flesta þætti stærðfræðináms og -kennslu. Arið 1989 gaf NCTM þannig út "Curriculum and Evaluation Standards for School Mathe- matics" sem fjallar um viðmiðanir við námskrárstefnumörkun, ákvörðun námsefnis og gerð námsmats. Þar er m.a. tekin skýr og afgerandi afstaða með því að nýta tækni í hvívetna og á öllunt aldursstigumístærðfræðináminu. Útgáfu þessa rits studdu fjölmörg félagasamtök á sviði skólamála, bæði starfsmanna og foreldra. Ritið hefur orðið kennurum á öðrum sviðum fyrirmynd að sams konar vinnu og eru móðurmáls- kennarar og raungreinakennarar með slík rit í undirbúningi. "Curriculum and Evaluation Standards for School Mathe- matics" hefur vakið mjög mikla athygli víða um heim og orðið skólamönnum tilefni til umræðna og í nokkrum mæli eftirbreytni. FyrirtilstuðlanEndurmenntunar- deildar Kennaraháskóla Islands kynnti leshópur íslenskra kennara sér þetta efni veturinn 1992-1993. Nú hefur verið tekið saman nokkuð afþvísemmeðlimirþessa leshóps skrifuðu um efnið og mun reynt að gera það aðgengilegt kennurum. Árið 1991 gafNCTM síðan út næsta rit í þessari röð, "Professional Standards for Teaching Mathematics”. Þar er m.a. fjallað urn aukið frelsi kennara í kennsluháttum sem fæst annars vegar með aukinni þekk- ingu og hins vegar með fjölbreytt- ari kennslugögnum, þ.m.t. tölvubúnaði. í ritinu er lögð rík áhersla á aukna fagvitund kennara og eflt starf. Sumarið 1995 mun þriðja ritið í þessari röð verða gefið út," Assessment Standards”. Það er algeng skoðun að fram- þróun skólastarfs sé lítil í þeim löndum þar sem námsmat brey tist ekki til samræmis. Þriðja ritið fjallar um þennan mikilvæga þátt og hvernig framkvæma ntegi víð- tækara en þó umfram allt vandaðra námsmat en víðast hvar hefur verið um að ræða. Geisladiskurinn "Mathfinder" geymir mikið safn upplýsinga fyrir kennara. Á honum er fylgt þeim stefnumiðum sem fram koma í áður nefndum ritum en síðan er þar að finna fjölmargar ábendingar um kennsiu og við- fangsefni til að nota með nem- endum. Hann hefurveriðnotaður víða um lönd og gefendur vænta þess að hann komi einnig að góð- um notum í grunnmenntun kenn- ara, endurmenntun og framhalds- námi. Anna Kristjánsdóttir er prófessor við KHI Punktar... Tollurinn tölvuvæddur 80%aföllum innflutnings- skýrslum íNoregieruáskjala- lausu formi (EDI). Vonast er til að nærri 100% skýrslna verði þannig í lok þessa árs. Aukningin er úr 22% á árinu 1990 og í 80% á þessu ári. Útflutningsskýrslureru þó enn í 70% tilfella á pappírs- formi. Samkvæmt áætlunum tollsins þar í landi er gert ráð fyrir því að öllum geti staðið til boða að afltenda tollskýrslur á skjalalausu formi, bæði vegna inn- og útflutnings, í lok þessa árs. Að auki er kerfið sem sér um þessa afgreiðslu til reiðu allan sólarhringinn allan ársins hring. 43 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.