Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Side 9

Bókasafnið - 01.02.1988, Side 9
BÓKASAFNIÐ Skólasafnverðir á IFLA-þingi í Nairobi, Kenya. spjaldskrárskápurinn fyrsti var kommóða sem aldrei var til friðs. Skúffumar hmndu niður. Ýmislegt kom fyrir, bæði broslegt og grátlegt, og bjöminn var ekki unninn fyrirhafnarlaust en ég tel að málefni skólasafna séu nú komin í nokkuð gott horf hér í höfuðborginni. Þessi störfbín sem skólasafnafulltrúi eru svo upphafið að viðamiklu alþjóðlegu starfi bínu? Já, út frá þessu starfi komst ég í tengsl við IFLA, alþjóðlegu bókasafnasamtökin, og alþjóðlegu skóla- safnasamtökin IASL. Ég hafði skrifað geysimikið út til ýmissa landa til að afla upplýsinga og einnig hafði ég farið erlendis í tengslum við starfið. Árið 1974 var ég svo, ásamt 7 öðmm, tilnefnd í undirbúningsnefnd til stofnunar skólasafnadeildar innan IFLA. (Planning Group sem 1976 varð Standing Committee for School Libraries.) Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í Washington árið 1974. Það krafðist mikillar undirbúningsvinnu að marka þessari deild stefnu. Eins og hér heima var viss togstreita milli kennara á skólasöfnum og bókasafnsfræðinga. Ég álít að skynsamleg lausn hafi fundist varðandi skóla- safnadeildina innan IFLA, þar sem samþykkt var að IASL, sem dró meira taum kennara, hefði alltaf fulltrúa í fastanefndinni. Gætum við hér heima dregið lærdóm af þessu samstarfi. Hér vilja menn ekki setjast niður og ræða málin, þeir byggja um sig múr og búa til vandamál þar sem þau ættu ekki að vera til. Ég get líka bætt því við hér að mitt álit er það að skólasöfn séu einn af homsteinunum í safnakerFi hvers lands en hugmyndafræðilega líkist þau einna mest sér- fræðisöfnum. Allt starf skólasafnsins snýst um það sem skólinn er að vinna að hverju sinni og þeir sem þar vinna verða að vita allt um það starf sem þar fer fram. Hið sama gildir um sérfræðisöfnin og starfsmenn þeirra. En snúum okkur aftur að alþjóðlega starfínu. Fyrsta stóra verkefnið mitt á vegum IFLA var að sjá um ráð- stefnu um menntun skólasafnvarða í Mið-Ameríku. Sú ráðstefna var haldin í Costa Rica í desember 1978 og hana sótti margt fólk frá hinum ýmsu stjómstofnunum í Mið-Ameríku, t.d. ráðuneytismenn. Þama var aðallega rætt um stefnumörkun í skólasafnamálum og fékk ráð- stefnan góða dóma. Erindin vom gefin út á spönsku og ég fékk svo það verkefni að þýða þau yfír á ensku og ritstýra þeirri útgáfu sem leit dagsins Ijós árið 1982 sem IFLA rit nr. 22. Hinar jákvæðu viðtökur sem ráðstefnan fékk leiddu svo til þess að innan IFLA var settur upp vinnuhópur um menntun skólasafnvarða og veitti ég honum forstöðu. Hann starfaði í tvö ár og 1986 vom tillögumar gefnar út af IFLA. Af öðrum verkefnum mínum á alþjóðlegum vett- vangi má nefna fyrirlestur um menntun skólasafnvarða sem ég hélt árið 1984 í Nairobi í Kenya. Þar kom ég meðal annars inn á það efni að skólasafnverðir þyrftu að kunna eitthvað fyrir sér í stjómun. Hafði ég verið hálfrög að vekja máls á þessu efni en þegar upp var staðið vakti það mesta athygli og jákvæð viðbrögð. Árið 1986 tók ég svo þátt í IASL ráðstefnu í Jamaica um stefnumörkun í skólasafnamálum í löndunum við Karíbahafið. Það nýjasta sem upp hefur komið hjá mér á þessum vettvangi er boð um að koma til Perth í Ástralíu 1988 og halda þar fyrirlestur um skólasöfn. Sigrún hætti störfum fvrir IFLA árið 1986. Við biðium hana næst að seeia frá starfi sínu við Háskólann. Ég byrjaði sem stundakennari við Háskólann haust- ið 1971 og kenndi þá handbókafræði. Kennslan var þá í umsjón háskólabókavarðar og boðið var upp á hálft B A- nám, þ.e. þrjú stig, og námskeiðafjöldinn hefur líklega verið á bilinu 7-10. Enginn fastráðinn kennari var við fræðin sem á þessum tíma vom innan Heimspekideildar. 9

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.