Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Page 17

Bókasafnið - 01.02.1988, Page 17
BÓKASAFNIÐ Ályktun frá ráðstefnu Alþjóðlegra samtaka skólasafnvarða varðandi efni fyrir börn í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi bama segir svo í 7. grein: “Bamið á rétt á að fá menntun ... sem skal vera til menningarauka og skapa baminu jafnstöðu til að þroska hæfileika sína, dómgreind og skilning á siðgæði og félagslegri ábyrgð svo það verði nýtur þjóðfélagsþegn.” IASL, Alþjóðleg samtök skólasafnvarða, hafa það að leiðarljósi að öll skólasöfn skuli hafa á boðstólum réttar upplýsingar og að efni það sem á boðstólum er efli jákvætt viðhorf til ólíkrar þjóðmenningar. Þetta er hluti af þeim skyldum samtakanna að efla gagnkvæman skilning milli þjóða. Þar eð það hefur komið í ljós að margs konar efni ætlað bömum, framleitt bæði í tölvutæku og prentuðu formi, virðist vinna gegn þessum markmiðum 7. greinar yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna hefur 16. alþjóðlega ráðstefna skólasafnvarða, sem haldin var í Reykjavík 1987, ályktað að hvetja alla meðlimi sína til þess að setja upp og styðja stefnumörkun varðandi val, skipulagningu og dreifingu á efni sem stuðlar að umburðarlyndi og skilningi gagnvart ólíkum menningarhefðum. Og ennfremur erþví beint til meðlima samtakanna, hvers ísínu landi, aðþeir veki athygli útgefenda og framleiðenda á þessari ályktun og hvetji þá til að framleiða efni sem stuðlar að jákvæðu gildismati hjá bömum og unglingum. Alyktun samþykkt einróma á aðalfundi IASL, Alþjóðlegra samtaka skólasafnvarða, í Reykjavík, 31. júlí 1987. (Þýðing SKH) stað. Eftir kvöldmatinn sýndi Sigurlína Sveinbjöms- dóttir bókavörður okkur Amtsbókasafnið í Stykkis- hólmi og ennfremur bókasafnið í Grunnskóla Stykkis- hólms. Annan daginn vöknuðum við eldsnemma og fórum út í Flatey. Við vorum svo mörg að sefflytja þurfti okkur út í eyna. Skoðuðum við okkur þar um og sáum m.a. bók- hlöðuna. Mesta athygli vakti þó fuglalífið. Við kom- umst alveg að fýlsungum sem enn sátu í hreiðrunum, feitir og pattaralegir. Einnig var mikill spenningur að sjá lundann og var hann prófastslegur að vanda. Eftir há- degið fómm við norður Laxárdalsheiði og Holtavörðu- heiði norður í Hrútafjörð og skoðuðum byggðasafnið að Reykjum. Síðan ókum við áfram um Víðidalstungu og Kolugil til Húnavalla þar sem við svo gistum. A þriðja degi skoðuðum við kirkjuna að Víðimýri í Skagafirði og ennfremur byggðasafnið að Glaumbæ. Síðan ókum við um Öxnadalsheiði til Akureyrar þar sem við snæddum hádegisverð. Því næst ókum við Ljósa- vatnsskarð og skoðuðum skólasafnið í Stórutjamaskóla en skólastjórinn hafði verið svo vinsamlegur að gefa mér upplýsingar um safnið símleiðis og starfsfólk hótelsins opnaði fyrir okkur. Næsti viðkomustaður var svo Goða- foss. Við gistum aðLaugum um nóttinaogþargafstfæri á að synda í hveravatni. Fjórða deginum eyddum við svo við Mývatn og skoðuðum fuglalíf og náttúru svæðisins. Á Laxá sáum við m.a. straumönd, en hún er áhugaverð fyrir Evrópu- búa, þar sem að á íslandi eru einu varpstöðvar hennar í Evrópu. Við skoðuðum einnig Skútustaðagígana, Dimmuborgir, Námaskarð og Kröflu. Um kl. fimm síð- degis vorum við svo komin til Akureyrar, þar sem Lárus Zophoníasson bókavörður sýndi okkur Amtsbókasafn- ið. Um kvöldið flugu svo nokkrir þátttakenda til Reykja- víkur. Við hin gistum á Akureyri um nóttina, tókum svo daginn snemma morguninn eftir og ókum suður Kjöl í blíöskaparveðri. Á leiðinni skoðuðum við Aldeyjarfoss og Hveravelli, þar sem borðað var nesti, og svo var kom- ið við hjá Gullfossi og Geysi þegar við komum suður yfir. Viðborðuðum síðbúinnkvöldmatáLaugarvatni og komum svo seint í bæinn, eftir langan en ánægjulegan dag. ^ í þessari ferðalýsingu hef ég aðeins stiklað á stóru til að gefa smá-hugmynd um ferðina. Ferðalöngunum fannst mikið til náttúrufegurðar landsins koma og sýndu þeir landi og þjóð mikinn áhuga. í ferðinni borðuðum við oftast á Edduhótelum. Rómuðu gestimir matinn mjög og létu yfírleitt vel yfír aðbúnaðinum og ferðinni í heild, þótt ströng væri. Eftirmálar voru engir við ferðina, svo vitað sé, nema einn ferðalangurinn gleymdi bók í bflnum og komst hún í hendur eigandans áður en hann yfirgaf landið. Einnig gleymdi annar ferðalangur myndavélinni sinni á Laugarvatni síðasta kvöldið og sendi ég hana alla leið til Japans og komst hún líka til skila. 17

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.