Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.02.1988, Qupperneq 22

Bókasafnið - 01.02.1988, Qupperneq 22
BÓKASAFNIÐ 22 auðskildar. Þeir eiga auðvelt með að nota tölvuna sem tæki til upplýsingaleitar og kennarar furða sig oft á hversu litlar leiðbeiningar þeir þurfa. Notkun gagnagrunnsins eins getur hins vegar aldrei verið nema lítill hluti af því að finna og nota upplýsingar. Það er augljóst að aðeins þar sem gagnagrunnurinn í tölvunni er samofinn námsefninu og er hluti af stærra kerfi lykilorða getur þetta tvennt aukið verulega leikni nemenda við að finna og nota upplýsingar. Með því að samtvinna KAL og vinnu nemenda í skólastofunni verða þeir yfirleitt leiknari í velja sér heimildir. Skýrslur frá kennurum og bókavörðum sýna að glósur nemenda eru betri en áður en þær hafa verið veikur hlekkur í verkefnavinnu. Því lengur sem nemendur hafa notað þessa aðferð við margvísleg verkefni þeim mun leiknari verða þeir m.a. við að semja skýrslur og ritgerðir og gengur betur í prófum. Kennarar og bókaverðir líta nú á KAL sem lang- tímaverkefni sem ætti að vera samofið öllu öðru náms- efni. 4.2 Bókaverðir og kennarar Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir bókaverði og kennara? Það sem skiptir máli við að þróa og nota gagna- grunna cr tími og vélbúnaður - og hvort tveggja er af skomum skammti í skólum. Þess vegna verðurað skipu- leggja tíma og vinnu mjög vel og þetta leiðir til forgangs- röðunar verkefna, bæði hjá kennurum og bókavörðum. Einkatölvan er notuð á mjög sérstakan hátt innan MISLIP-áætlunarinnar. Gagnagrunnamir sem skólamir hafa útbúið hafa verið mjög litlir (í þeim stærsta em 400 færslur og í flestum milli 20 og 180) og efnið í þeim mjög sérhæft. Athyglin hefur beinst mjög að vali á heppileg- um lykilorðum. Það er einnig mikilvægt að ákvarða hversu miklar upplýsingar eru nauðsynlegar og hvemig þær em settar fram á skjánum eða í prentun. Bókaverðir og kennarar, sem hafa unnið að gerð þessara grunna, em staðráðnir í að halda því áfram þrátt fyrir þann mikla tíma sem það tekur. í nokkmm skólum cru þeir notaðir jafnhliða almennari gagnagrunnum, eins og þeim sem ýmis þjónustufyrirtæki selja aðgang að, og það er ekki fyrirsjáanlegt að þessir stóru gmnnar geti komið í stað þeirra. Safnið getur líka haft gagn af tölvunni. MISLIP- bókaverðir segja venjulega að hún “bæti ímynd safns- ins” í augum nemenda og kennara. Það leiðir til betra sambands bókavarðar og kennara en margir þeirra síðamefndu hafa e.t.v. ekki notað safnið mikið áður. Betra samband við sérgreinakennara leiðir til þess að þcir kunna betur að meta upplýsingatækni. Helsti kosturinn fyrir bókavörðinn er að hann tekur þátt í gerð námsáætlana og kynnist kennsluefninu betur. Það er að hluta til vegna nánari samvinnu milli bóka- varða og kennara og einnig vegna þess að námsefnið er skilgreint betur þegar KAL-aðferðin er notuð. Bóka- vcrðir gcta einnig sagt nákvæmlega hvaða heimildir þarf að nota og hvað vantar í safnkostinn. Það leiðir svo til umræðna um helstu vandamálin sem koma upp þegar upplýsingaleikni er tengd námsefninu. Sérgreinakennumm finnst einnig þægilegt að geta notað einkatölvuna á bókasafninu við ýmis verkefni og þurfa ekki að “bóka tíma í tölvustofunni”. Bókaverðir geta oft kynnt kennurum tölvuna á einfaldan hátt og það er þægilegt fyrir þá sem em enn hræddir við þessa nýju tækni. Aukin þörf leiðir svo óhjákvæmilega til þess að athyglin beinist að fátæklegum tækjakosti flestra skóla- safna og það geta bókaverðir bent á. Tækjakostur hefur aukist á öllum MISLIP-bókasöfnunum meðan unnið hefur verið að verkefninu. Tæknin við að gera skipurit skapar fá vandamál en kröfur til kennara og bókavarða em aðrar. Þær tengjast breyttum hlutverkum og nýjum kennsluháttum. Þeir sem reynt hafa KAL-aðferðina eru enn mjög áhugasam- ir. Til dæmis er gerð skipurita við vinnu í skólastofunni almenn í tveimur skólum og það sýnir álit kennara á aðferðinni að bæði yngri og eldri nemendur nota hana við að búa sig undir próf. í einum skóla hefur KAL verið sett inn í nýjan áfanga eldri nemenda. Vissar breytingar verða á starfi bókavarða. Þróun KAL eykur áhuga á skólasafninu og á notkun heimilda sem litið er á sem mikilvægt markmið. Þetta skapar vandamál varðandi u'ma og aðstöðu og oft er nauðsyn- legt að breyta forgagnsröð verka. Forgangsverkefni MISLIP-bókavarða er að kenna bömunum að finna og nota heimildir og upplýsingar. Hefðbundin safnstörf em látin sitja á hakanum og mjög algengt er að treysta á að nemendur aðstoði, t.d. við að raða bókum í hillur. Flest- um þykir þetta slæmt og kröfur til skólasafnamiðstöðva aukast - ekki er nóg að hafa aðeins einn starfsmann á safni þegar það er orðið miðpunktur skólastarfsins. Heira aðstoðarfólk vantar, sérstaklega tæknimenntað fólk sem oft er erfitt að fá. Tímamir breytast og hlutverkin einnig. í skólum, þar sem unnið hefur verið hvað mest með KAL-áætlun- ina, hafa bókaverðir, sem áður vom upphafsmenn breyt- inga, orðið leiðbeinendur og samstarfsmenn. Þetta er vegna þess að álagið á þá hefur aukist - í einum skóla er það bókavörðurinn sem gefur ráðleggingar, meðan kennaramir þróa gagnagrunnana. Það er einnig ljóst að vinnan við KAL eykur skilning kennara á hugtökum í upplýsingatækni og þeir koma auga á nýja möguleika við að nota hana. Þeir sem áður unnu hlutlaust með bókavörðum eiga nú oft frumkvæðið. Bókaverðir gegna áfram lykilhlutverki hvað varðar skipulagningu þar sem þeir hafa einstæða yfirsýn yfir það sem er að gerast. Helstu breytingamar fyrir bókaverðina eru að þeir verða að eiga frumkvæðið að ýmsum nýjungum s.s. notkun einkatölva og upplýsingatækni. Bókavörðurinn getur séð hvar þörfin er mest og stuðlað að veigamiklum breytingum í skólastarfinu. Nýjar aðferðir eins og KAL gefa bókaverðinum færi á að kynna nýja tækni og vinnuaðferðir sem nýtast bæði nemendum og kennur- um. “Tölvuóttinn” er enn til staðar og einnig feimni við upplýsingar og upplýsingatækni. Núna er lagt að kenn- umm að nota þessi hugtök í skólastofunum eins og gert er í skólasafninu en þeir hafa þessi hugtök ekki enn á valdi sínu og vita ekki hvemig “kenna” á upplýsinga-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.