Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Side 33

Bókasafnið - 01.02.1988, Side 33
BÓKASAFNIÐ Ég hcf þegar drepið á tvíþætt hlut- verk háskólabókasafnanna í tveim- ur þessara grannlanda. I öðru þeirra, Finnlandi, voru fyrir allmörgum ár- um hugleiðingar um stofnun sjálf- stæðs þjóðbókasafns er væri að- greint frá háskólabókasafninu í Helsingfors en horfið hefur verið með öllu frá þeirri hugmynd. Öðru máli gegnir um Noreg. Þar hefur verið ákveðið að stofna sjálfstætt þjóðbókasafn er væntanlega verður um kyrrt í núverandi byggingu há- skólabókasafnsins nærri miðborg Oslóar. Endanleg aðgreining kemst ekki til fullrar framkvæmdar fyrr en byggt hefur verið nýtt háskólabóka- safn á aðalsvæði Oslóarháskóla, Blindem, þar sem fyrir em nokkur stór deildabókasöfn. Fróðlegt er að kynna sér álitaefnin sem fram koma í skrifum um aðskilnaðarmálin í Noregi en þau em að nokkru hin sömu og uppi em varðandi samein- ingu safnanna hér, vitanlega með öfugum formerkjum. Menn velta þar fyrir sér hvers konar stofnun hið nýja þjóðbókasafn verði eftir að meginhluti hins erlenda ritakosts hefur verið frá því tekinn. Hvað verður um almennt menningarhlut- verk þess? Heldur það glugga sínum opnum til umheimsins? Einnig velta menn fyrir sér hvert verði hlutverk þess í þróun safnamála innanlands. í Danmörku ræðst tilhögunin mjög af því hve starfsemi Hafnar- háskóla er dreifð. Um er að ræða a.m.k. þrjú stórsöfn á vegum háskól- ans en auk þess gegnirþjóðbókasafn Dana (Det kongelige Bibliotek) í veigamiklum atriðum hlutverki há- skólabókasafns á sviði hugvísinda og félagsvísinda. í Svíþjóð var ríkisbókavörður- inn til skamms tíma í senn forstöðu- maður þjóðbókasafnsins (Kungliga Biblioteket) og bókasafnsþjónust- unnar við Stokkhólmsháskóla en nú er bókasafn háskólans orðið sjálf- stætt, enda hefur byggst upp há- skólahverfi í útjaðri borgarinnar og þar var reist yfir safnið stórbygging fyrir nokkrum árum. í þeirri bygg- ingu sameinuðust jafnffamt tvö bókasöfn. Hin gamalgróna sænska vísindaakademía er í grennd við nýja háskólasvæðið. Þar var um langan aldur mikið bókasafn, með höfuðþunga á náttúrufræði og raun- Hátíðasalur Háskólans hefur verið notaöur sem handbóka- og lestrar- salursíóan haustið 1986. Ljósm. Jóh. Guðm. greinum. Þetta safn var sameinað háskólabókasafninu í hinni nýju byggingu þess. Var þama dreginn saman á einn stað bókakostur upp á 1,2 milljónir binda, sem verið hafði í sex stöðum áður. Getum við vel sótt okkur nokkra fyrirmynd í þessa aðgerð. A þessum dæmum frá grann- löndunum sjáum við að þróunin er með ýmsu móti, allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Ég freistast til að nefna einnig í þessari andrá sérlega áhugavert dæmi úr allt annarri átt um sameiningu rannsóknarbóka- safna. í Chicago var árið 1970 tekin í notkun ný bygging fyrir há- skólabókasafnið þar (Regenstein Library). En árið 1984 stóð fullgerð önnur stór bókasafnsbygging til við- bótar á lóð Chicago-háskóla. Þang- að var fluttur bókakostur háskólans í raunvísindum og heilbrigðisgrein- um, að mestu fenginn úr Regen- stein-safninu, en að nokkru úr sex stöðum öðrum, samtals 400 þús. bindi, og sameinaður þekktu 700 þús. binda safni á sömu sviðum, sem háskólinn samdi um yfirtöku á, CrerarLibrary. Ber hið nýja samein- aða safn það nafn. Handrit og fágætt efni Crerar-safnsins var hins vegar sameinað hliðstæðu efni í Regen- stein-safninu og þar er yfirstjóm beggja safna til húsa. Birst hafa í tímaritum greinar sem lýsa mjög vel framkvæmd þessarar sameiningar. Umrædd tvö söfn, í Stokkhólmi og Chicago, gegna ekki tvíþættu hlutverki af því tagi sem verður um okkar sameinaða safn. Sameiningin hefur hins vegar farið fram sam- kvæmt rækilega undirbúinni áætlun og er okkur að því leyti fróðleg fyrirmynd. Helstu ástæður samelnlngar hérlendis Yfirleitt em allar fyrirmyndir, sem við leitum okkur á bókasafnssvið- inu, bundnar miklu stærri samfélög- um en okkar. Samvinna, samhæfing og jafnvel sameining em þó gild hugtök á sviði bókasafnsþjónustu hvarvema, líka í hinum stóm sam- félögum eins og fyrrgreind tvö dæmi sýna. Viðkomandi þjóðir eru taldar meðal hinna ríkustu í heimin- um en telja það þó ómaksins vert að sameina söfn, jafnvel þótt stór séu, og fá þannig öflugri og virkari þjón- ustueiningar. Nærri má því geta hvort ekki sé enn ríkari ástæða til að sameina kraftana í svo fámennu þjóðfélagi sem hinu íslenska. Á það er einnig að líta að safn þarf að ná vissri stærð til að bestu tæknilegu aðferðum við þjónustuna verði við komið og til að nægileg breidd og fjölbreytni verði náð varðandi t.d. starfslið, menntun þess og þekkingu í hinum ýmsu fræðigreinum. Það var firá öndverðu ljóst að forsenda sameiningar Háskóla- bókasafns og Landsbókasafns væri nýbygging sem beinlínis væri hönn- uð til þess að hýsa þessa tvíþættu starfsemi. Hugleiða má í því sambandi hvaða kostir hefðu staðið söfnunum til boða í húsnæðismálum ef sameining hefði ekki verið ákveðin. Bæði söfnin voru í bráðri neyð og engar úrlausnir aðrar en nýbyggingar hefðu getað leyst vanda þeirra. Er þá líklegt að þau hefðu bæði fengið fé til nýbygginga hvort um sig og á sama tíma eða svo til? Vel má hugsa sér að ríkið hefði reist þjóðbókasafnsbyggingu fyrir Landsbókasafn eitt sér og þá mun minna hús en nú er í smíðum. Þá hefði Háskóli íslands þurft að kosta sína safnbyggingu af eigin húsbygg- ingafé sem að meginhluta er tekjur af happdrætti. í mjög vaxandi há- 33

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.