Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Side 41

Bókasafnið - 01.02.1988, Side 41
BÓKASAFNIÐ heimalilbúnu liðflokkunarkerfi. Tilraunir með tölvuvæðingu safnsins hófust á miðju ári 1985 og frá áramótum 1985-86 var spjaldaskráningu hætt og eingöngu skráð í tölvu. Forritið sem notað er á bókasafninu er búið til á VST, kallast SPJALD (LOOK) og gengur á VAX tölvu verkfræðistofunnar. Öll aðföng safnsins síðan á miðju ári 1985 hafa því verið skráð í tölvu og langt er komið með að tölvuskrá eldri safnkostinn. Allar skýrslur safnsins eru komnar í tölvuskrá og vel miðar að færa inn spjaldskrána yfir bækumar. Bókasafn VST notar einnig tölvuna við upplýsingaleitir í erlendum gagnagrunnum. Safnið hefur aðgang að Dialog og hefur notfært sér þann gagnagrunn við tölvuleitir, SDI þjónustu og við pantanir á tímaritagreinum. Samstarf þessara safna hefur verið bæði gagnlegt og ánægjulegt. Bókaverðimir em sammála um að halda þessu starfi áfram og telja nauðsynlegt fyrir bókaverði, sem starfa einir í minni söfnum, að hittast og skiptast á skoðunum um fagleg málefni ef hver á ekki að einangrast í sínu safni. (AM) Bókasafn Verzlunarskóla íslands Steinunn Stefánsdóttir Ver7.1unarskóli íslands var stofn- aður 1905 og er því einn af elstu framhaldsskólum landsins. Skólinn er sjálfseignarstofnun undir vemd Vcrzlunarráðs íslands sem kýs skólanefnd er fer með yfirstjóm skólans ásamt skólastjóra. Núver- andi formaður skólanefndar er Sig- urður Gunnarsson og skólastjóri Þorvarður Elíasson. Nemendur em nú 878 í dag- skóla; 300 eru innritaðir í öldunga- deild og starfsnám og 56 í Tölvuhá- skólann sem tók til starfa 18. janúar 1988. Kennarar eru rúmlega 80 auk annars starfsliðs. Kennt er í skól- anum frá kl. 8.05 til 22.00 og er safn- ið opið þann tíma. Einn bókasafns- fræðingur starfar við safnið auk nemenda til vörslu og afgreiðslu á kvöldin. 6. janúar 1986 flutti Verzlunar- skóli íslands í nýtt og glæsilegt hús- næði að Ofanleiti 1. Þar var gert ráð fyrir bókasafni en safn hafði ekki verið starfrækt í gamla skólahús- næðinu vegna þrengsla. Voru því allar bækur skólans óflokkaðar og óskráðar. Haustið 1985 varofanrituðráð- in sem bókasafnsfræðingur og kennari að skólanum í fullt starf. Uppbygging safnsins hófst þegar og í upphafi skólaárs 1986 var safnið komið í framtíðarhúsnæði og breyttist þá mjög öll náms- og vinnuaðstaða í skólanum. Safnið er tæplega 200 fermetrar að stærð og er á tveim hæðum; á neðri hæð eru 45 sæti og borð ásamt I nýju húsakynnunum viðOfanleiti. Góð aðstaðaertil náms, bæði uppágamla mátann... ...og þann nýja. hillum en í safnherbergi á efri hæð em tölvur og ritvélar til afnota fyrir nemendur ásamt hillum og húsbún- aði. Afgreiðsla, vinnuaðstaða bókavarðar og uppsláttarrit eru á neðri hæð ásamt tímaritum, úr- klippusafni, hlustunaraðstöðu og al- fræðiorðabók á geisladiski sem reynst hefur ómetanlegur fengur. Safninu hafa borist margar höfðinglegar gjafir frá fyrirtækjum, einstaklingum og eldri nemendum. 41

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.