Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Síða 42

Bókasafnið - 01.02.1988, Síða 42
BOKASAFNIÐ Stjómendur skólans og kennarar hafa og sýnt því mikinn áhuga og hlýhug. Vex nú safnkostur dag frá degi enda full þörf á. Enn er stuðst við bráðabirgðaspjaldskrá en í fram- tíðinni er áætlað að tölvuvæða safn- ið og nota eingöngu tölvuskráningu. A safninu fara fram hefðbundin safnstörf, kynningar, kennsla og að- stoð við nemendurog starfslið. Hafa mjög margir notfært sér aðstöðuna nú þegar þótt lengi megi þar við bæla. I framtíðinni er þess vænst að safnið geti einnig þjónað verslunar- og viðskiptaaðilum í landinu að ein- hverju leyti. Til gamans má geta þess að Verzlunarskóli Islands varð fyrslur framhaldsskóla í landinu til að hefja kennslu í upplýsingatækni og er þctta valgrein í 5. bekk, 3 stundir á viku allt skólaárið. Má þakka þella framsýni skólastjóra og skólancfnd- ar, en þarna gefst gott tækifæri til að kynna og kenna nemendum helstu atriði greinarinnar. Tekið skal fram að allir eru velkomnir í heimsókn að skoða safnið og skólann. Afgreiðsluborð. Hér er “flett upp í” alfræðibókinni sem er á geisladiski. ISLENSK ÞJOÐMENNING 1. bindi bókaflokksins íslensk þjóömenning er komið út. Bókaflokkurinn er skipulagður sem 9 binda ritröð sem spannar yfir rúm þúsund ár í íslenskri menningarsögu. í heild sinni verðurþetta mikla yfirlitsverk samið af rúmlega 40 íslenskum fræðimönnum. 1. bindið fjallarum uppruna og umhverfi íslenskrar þjóöar og menningar. Meðal annars er leitast við að svara því hvers vegna íslendingar virðast samkvæmt rannsóknum á ABO-blóðflokkunum skyldari írum en Norðmönnum, með hvaða hætti íslensk náttúra hefur myndast og mótast og hvernig og hvers vegna torfbærinn þróaðist í aldanna rás úr tiltölulega rúmgóðum og vistlegum híbýlum í þröngar og dimmar vistarverur. Á þriðja hundrað myndir eru í 1. bindinu, þar af 60 litmyndir. ítarleg atriðisorða- og nafnaskrá fylgir. S ókaútgáfan Pjóífiaga Þinghollsstræti 27 - I0I Reykjavlk Simar 13510 - 17059 - Póslhóll 147

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.