Bókasafnið - 01.02.1988, Page 51
BÓKASAFNIÐ
Lárus Zophoníasson amtsbókavörður:
Frá Amtsbókasafninu á Akureyri
Árið 1987 voru liðin 160 ár frá því
að Grímur Jónsson, amtmaður á
Möðruvöllum, setti á stofn Bóka-
safn norður- og austuramtsins, sem
nú heitir Amtsbókasafnið á Akur-
eyri.
Ekki er ætlunin að rekja hér
sögu safnsins, henni hafa verið gerð
nokkur skil og vísast þar til Árbókar
Landsbókasafnsins 1977.
Árið 1968 ílutti Amtsbóka-
safnið á Akureyri í núverandi húsa-
kynni sín við Brekkugötu, eftir að
hafa þvælst úr einu bráðabirgða-
húsnæðinu í annað allt frá stofnun.
Viðbrigðin voru geysileg og notk-
unin á safninu nær tvöfaldaðist á
stuttum tíma.
Fyrstu árin í nýja húsinu var
allrúmt um safnið en nú er svo kom-
ið að flestar geymslur þess eru full-
ar. Munar þar langmest um prent-
skilin en Amtsbókasafnið er eina
almenningsbókasafn landsins sem
tekur við og varðveitir prentskil.
Móttaka þeirra, flokkun, skráning,
band og varðveisla er snar þáttur í
starfsemi Amtsbókasafnsins en þó
sá hluti safnvinnunnar sem helst
situr á hakanum því þetta er tíma-
frekt starf, einkum hvað varðar alls
kyns smáprenl.
En prentskilin hafa ómetanlega
þýðingu fyrir bókasafnið, þau eiga
að tryggja að þangað berist allt
prentað - eða á annan hátt fjölfaldað
efni. Blaða- og tímaritasafn Amts-
bókasafnsins er mjög heillegt og
tvímælalaust einn merkilegasti og
þarfasti hluti þess og prentskilin
eiga að tryggja að svo verði fram-
vegis.
En það er dýrt að taka á móti
prentskilunum þó ekki sé greitt fyrir
þau. Lögum samkvæmt eiga bækur
og tímarit að berast safninu í brotn-
um öikum. S vo þarf að binda og skrá
hvorutveggja - ásamtblöðunum - og
síðan þarf húsrými undir allt saman
- mikið húsrými. Dagblöðin ein eru
nú á milli 80 og 90 bindi á ári og
þurfa um þrjá og hálfan hillumetra
árgangurinn.
Það eru því orðin mikil þrengsli
á safninu vegna þessa en ef til vill
eru úrbætur ekki langt undan.
hvað hefur gerst? Eflaust eru
ástæðumar fleiri en ein en trúlega er
myndbandanotkun og fjölgun
sjónvarpsstöðva höfuðskýringin.
Nú virðist sem safnnotkun
Á 125 ára afmæli Akureyrarbæjar,
þann 29. ágúst sl., tók bæjarstjómin
þá ánægjulegu ákvörðun að reisa
annað hús við hlið bókhlöðuhúss-
ins. í þeirri byggingu er áformað að
listasafn bæjarins verði til húsa með
tilheyrandi sýningaraðstöðu fyrir
myndlist, ennfremur að þar verði
lítill salur fyrir smærri tónleika,
leiksýningar og fundi, ásamt kaffi-
teríu. Ætlunin er svo að tengja sam-
an þessar tvær byggingar svo að úr
verði vísir að menningarmiðstöð.
Þá er reiknað með að vinnuaðstaða
Amtsbókasafnsins og Héraðs-
skjalasafnsins flytjist í nýju bygg-
inguna, jafnvel að Héraðsskjala-
safnið flytji alfarið þangað og þar
verði einnig bóka- og skjalageymsl-
ur. Ákveðið hefur verið að hafa
samkeppni um þessa nýbyggingu
og tengingu hennar við núverandi
bókhlöðuhús.
Flest bókasöfn landsins hafa að
undanfömu orðið fyrir því að útlán
bóka hafa dregist töluvert saman og
hefur Amtsbókasafnið ekki farið
varhluta af þeirri öfugþróun. Er það
einkum á árinu 1986 og fyrri hluta
árs 1987 sem safnnotkunin - og þá
fyrst og fremst útlánin - hefur
minnkað verulega.
Akureyringa sé að aukast á ný. Fólk
kemur meira á safnið en áður og
nýtingin á lestrarsalnum er með því
mesta sem verið hefur gegnum árin.
Útlánin hafa þó ekki tekið neitt
stökk upp á við en það er stígandi í
þeim, svo að allt stefnir þetta í rétta
átt.
Ég hefi þá trú að bóklestur fólks sé
að breytast og muni breytast mikið í
framtíðinni og vegna tilkomu
myndbandanna og fjölgunar á
sjónvarpsrásum verði hann aldrei
samur og áður.
Skemmtibókalesturinn mun að
nokkm leyti víkja fyrir myndbönd-
unum og bókaútgáfa mun trúlega
dragast eitthvað saman á kostnað
afþreyingarbókanna.
En bókin blívur, fólk mun halda
áfram að lesa bækur og ástæðulaust
er fyrir bókasöfn að örvænta um
sinn hag. En hitt er miður hvað farið
er að kasta til höndum við útgáfu
margra bóka, þótt góðar séu. Þær
em prentaðar á óvandaðan pappír,
kjölskomar og frágangur þeirra
allur þannig að engu er líkara en
reiknað sé með því að bókinni verði
fleygt að loknum lestri.
Slíkt er ekki til þess fallið að
auka á virðingu bókarinnar.
51