Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 6

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 6
Upplýsingaleit efiir efhisorðum á Bólasafni M.S. hefur síðan verið endurskoðaður. Staðallinn hefur m.a. ver- ið þýddur á íslensku og gefinn út sem ÍST90 svo sem síð- ar getur. Upphaf efnisorðaskráa almennt má m.a. rekja til efnis- lykia flokkunarkerfa. Ein af nýjungum Dewey-kerfisins, þegar það kom fyrst út árið 1876, var einmitt efnislykill- inn. Með tímanum urðu flokkunarkerfm stöðugt flóknari þannig að sífellt var erfiðara að nota kerfin í þeim tvíþætta tilgangi að ákvarða safnkosti bókasafna stað í hillu og sem tæki til nákvæmrar efnisgreiningar heimilda (Townley og Gee, 1980, s. 17). Aðrir og nákvæmari möguleikar en efn- isgreining með hjálp flokkunarkerfa urðu því að koma til og efnisorðagjöf sem tæki við efnisgreiningu var smám saman þróuð. A undan kerfisbundnu efnisorðaskránum höfðu ýmsar aðrar efnisorðaskrár (e. subject index) komið fram á sjónar- sviðið. Library of Congress í Bandaríkjunum hóf árið 1898 að gefa safnkostinum efnisorð og gaf út í heftum sinn fyrsta efnisorðalista á árunum 1909-1914 undir titlinum Subject Headings Used in the Dictionary Catalogues of the Library of Congress. Um miðjan níunda áratuginn voru teknir upp ýmsir eiginleikar kerfisbundinna efnisorðaskráa sem settir voru fram í 11. útgáfu skráarinnar (Williamson, 1991, s. 141). Árið 1989 kom 12. útgáfan sem bar titilinn Library of Congress Subject Headings (LCSH), en milli út- gáfa hafa jafnan verið gefnir út viðaukar sem teknir hafa verið upp í næstu útgáfu á eftir. Fyrsta útgáfa Sears List of Subject Headings kom út árið 1923 og var upphaflega tekin saman fyrir minni bókasöfn svo sem titill fyrstu útgáfu vísar til: List of Subject Headings for Small Libraries. Skráin er enn kennd við upphafsmann sinn Minnie Earl Sears (1873-1933) þó margir aðrir hafi í tímans rás komið að útgáfu skrárinnar og henni hafi aðeins auðnast að fylgja þrem fyrstu útgáfunum úr hlaði. Árið 1994 birtist þannig 15. útgáfan og hafði skráin þá í fyrsta skipti ýmis einkenni kerfisbundinna efnisorðaskráa. Báðar ofangreindar skrár eru almenn efnisorðakerfi. Ymsar sérgreindar skrár hafa einnig verið gefnar út. Sumar hafa verið þróaðar úr hefðbundnum efnisorðaskrám og er þar líklega Medical Subject Headings (MeSH) frá National Library of Medicine einna þekktust. Fjölmargar aðrar sér- skrár hafa verið teknar saman sem kerfisbundnar efnisorða- skrár, einkum á sviði lista, tækni og vísinda. Megintegundir efnisorðaskráa Þegar fjallað er um efnisorðaskrár fyrir lyklun er oftast greint á milli eftirfarandi tveggja megintegunda (sbr. Piternick, 1990, s. 399) sem síðan skiptast hvor um sig nið- ur í ýmsar undirtegundir: 1. Efnisorðaskrár með stöðluðum orðaforða (e. con- trolled vocabulary). Sá orðaforði sem nota má við lykl- un er fyrirfram ákveðinn og bundinn ákveðnum hug- tökum og reglum um meðferð þeirra. Dæmi eru t.d. ýmsar staðlaðar efnisorðaskrár svo og kerfisbundnar efn- isorðaskrár. 2. Efnisorðaskrár með frjálsum orðaforða (e. uncon- trolled vocabulary). Orðaforði höfundar, eins og hann kemur fram í þeirri heimild sem gefa á efnisorð, er lagð- ur til grundvallar þegar efnisorð eru valin. Dæmi um slíkar skrár eru t.d. KWIC (keyword in context) og KWOC (keyword out of context) efnisskrár. Alþjóðlegi staðallinn ÍST 90, sem áður var drepið á, byggir á fyrri tegundinni, þ.e. hugmyndum um kerfis- bundið val orðaforða og staðlaða notkun hans eftir ákveðn- um reglum. Notagildi efnisorða við lyklun gagna og við heimilda- leitir ræðst einmitt mjög af því efnisorðakerfi sem notað er og hvernig því er beitt við lyklun heimilda (ÍST 90, 1991, s. 7). Hlutverk staðlaðra efnisorðaskráa Hlutverk staðlaðra samræmdra efnisorðaskráa yfir heiti í einstökum fræðigreinum, hluti, landfræðileg heiti svo dæmi séu tekin (sbr. Mynd 3), er að tryggja samkvæmni við lyklun, þannig að upplýsingar um tiltekið efnissvið eða fyrirbæri dreifist ekki undir mörg mismunandi efnisorð sem eykur hættuna á að hluti upplýsinganna komi ekki fram við heimildaleit. Hlutverk slíkra skráa er tvíþætt, að leiða þá sem lykla að þeim efnisorðum (valorðum) sem best lýsa efnisinntaki til- tekinnar heimildar, ennfremur að leiða þá sem leita heim- ilda að því efni sem lyklað hefur verið um tiltekið efnissvið. Staðlaður / frjáls orðaforði: Kostir - gallar Almennt er álitið að meiri samkvæmni gæti í lyklun þeg- ar stuðst er við staðlað efnisorðakerfi með fyrirfram ákveðnum héitum en þegar sá sem lyklar getur tekið upp öll orð sem honum dettur í hug og/eða heiti sem höfund- ur notar í þeim texta sem lyklaður er (Lancaster, 1986, s. 8). Báðar aðferðirnar hafa eigi að síður sína kosti og galla (Aitchison og Gilchrist, 1987, s. 4), svo sem kemur fram á Mynd 1: Bæði í kerfum með frjálsum og stýrðum orðaforða má nota ýmsar öflugar leitartækniaðferðir, s.s. stýfmgu (e. truncation), orðnánd (e. word proximity), ennfremur sam- settar leitir með Boole leitartækni. Kostir og gallar beggja aðferða eru hér dregnir saman á einn stað og virðast kostirnir við stöðluð efnisorðakerfi vega þungt, sérstaklega við heimildaleitir þar sem þeir sýn- ast algerlega hafa yfirhöndina. En eitt aðalmarkmiðið með lyklun eru einmitt markvissar og skilvirkar heimildaleidr. Sameina má kosti beggja kerfanna að vissu marki, t.d. leyfa notkun sérnafna í kerfisbundnum efnisorðaskrám, svo sem þegar er gert að nokkru leyti. skv. ÍST 90. 6 Bókasafhið 20. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.