Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 10
Fœrsludœmi úr kerfisbundinni efhisorðaskrá
í einstökum kerfisbundnum efnisorðaskrám eru tengsl
efnisorða sýnd með ofangreindum skammstöfunum. Hér á
eftir fer dæmi um færslur úr Kerfisbundnum efnisorðalykli
(thesaurus) jyrir bókasöfh, 2. útg., aukin og endurskoðuð
1996:
1) Færsludæmi úr Stafrófsraðaðri firamsetningu:
» STEINDAFRÆÐI
UL Notað um fræðin um steintegundir,
byggingu þeirra, myndun og eiginleika.
NF mineralogy
NF steinafræði
VH JARÐFRÆÐI
ÞH EÐALSTEINAR
ÞH KRISTALLAFRÆÐI
ÞH STEINDIR
SH BERGFRÆÐI
' SH MÁLMAR
2) Færsludæmi úr Sigveldisskiptri framsetningu:
EFNISFRÆÐI*
• MÁLMFRÆÐI
• • MÁLMTÆRING
• • RYÐÞOL
•••RYÐ
• VIÐARFRÆÐI
Staðall um lyklun heimilda
í staðlinum ÍSTISO 5963:1985 sem Flokkunarnefnd
þýddi og Staðlaráð íslands gaf út árið 1994 undir titlinum
Heimildaskráning - aðferðir við athugun heimilda, greiningu
á efhi peirra og val efnisorða er lýst verldagsreglum við lykl-
un heimilda. Þar er m.a. mælt með því að gefa hverri
heimild eins mörg efnisorð og þurfa þykir miðað við
efnisinnihald hennar og þarfir notenda. í staðlinum
(grein 7.3) er mælt með því að velja ávallt sértækasta heit-
ið (e. most specific term) sem á við efnisinntak heimildar.
Verklagsreglur við lyklun
Lancaster (1991, s. 8) greinir á milli tveggja mismun-
andi skrefa við lyklun heimilda. í íyrsta lagi felur lyklun í
sér hugtakagreiningu heimildar, þ.e. að ákveða hvert er
efnisinntak hennar, í öðru lagi færslu hugtaka yfir á það
lyklunarmál sem notað er hverju sinni. Eftir því sem
heimild er gefin fleiri efnisorð (valorð) þeim mun fleiri að-
gangsmöguleikar eru að efni hennar.
I alþjóðlega staðlinum ÍST ISO 5963:1985 er lyklun
hins vegar talin byggjast upp á eftirfarandi þremur stigum
en jafnframt er bent á að þau hafi í reynd tilhneigingu til
að skarast (sbr. grein 4.3, s. 8):
a) Að athuga heimildina og skera úr um efnisinntak hennar.
b) Að gera súr grein fyrir þeim grundvallarhugtökum sem koma fyrir í
efninu.
c) Að setja þessi hugtök fram með heitum úr lyklunarmálinu.
Sá sem Iyklar hefur sjaldnast tækifæri til að lesa alla þá
heimild sem lykla á, þannig að mikilvægt er að gera sér
grein íyrir hvaða efnisþættir hafa mest upplýsingagildi. í
grein 5.2 (s. 8) í áðurnefndum staðli ÍSTISO 5963:1985
er mælt með að skoða mikilvæga hluta texta vandlega. Eft-
irfarandi þættir eru taldir þurfa sérstakra athygli við og ætti,
samkvæmt staðlinum, að grannskoða og meta:
a) Titill.
b) Utdráttur, ef hann er til staðar.
c) Efnisyfirlit.
d) Inngangur, upphafsorð kafla og málsgreina og lokaorð.
e) Myndir, uppdrættir, töflur og textar með þeim.
f) Orð eða orðarunur sem eru undirstrikaðar eða prentaðar með breyttu
letri.
Við þetta má bæta að atriðisorðaskrá heimildar getur
einnig komið að góðu gagni. Atriðisorð sem mörg staðsetn-
ingarstákn eru færð undir koma oft til greina sem efnis-
þættir sem færa má yfir í lyklunarmál. Sérstaklega á þetta
við um fræðibækur sem engar kaflaskiptingar hafa.
Við framsetningu hugtaka sem valorð er í staðlinum
ÍSTISO 5963 er ennfremur mælt með eftirfarandi viðmið-
unum (grein 6.3.3, s. 9):
a) Velja hugtök sem teljast hæfa best tilteknum notendahópi með mark-
mið lykilsins í huga.
b) Aðlaga, ef nauðsyn krefur, hjálpartæki við lyklun og verklagsreglur í
samræmi við reynslu af endursvörun og fyrirspurnum. Við slíka aðlög-
un skyldi ekki gengið svo langt að bygging eða rökfesta lyklunarmáls-
ins brenglist.
í staðlinum þannig lögð rík áhersla á að meginviðmið-
unin við val hugtaka eigi ávallt að vera hugsanlegt gildi
þeirra sem þáttar í lýsingu efnis heimildarinnar og við end-
urheimt þeirrar sömu heimildar við upplýsingaöflun.
Ennfremur er bent á að fjöldi heita (valorða) ætti ein-
göngu að ráðast af magni upplýsinga í heimildinni, með
hliðsjón af væntanlegum þörfum notenda (grein 6.3.4).
Stefnumörkun við lyklun
Æskilegt er að þeir sem taka upp efnisorðagjöf sem efn-
isgreiningu heimilda móti strax í upphafi stefnu um lykl-
unarstig og verklagsreglur. Er hér átt við viðmiðunarreglur
s.s. um eftirfarandi atriði:
a) ftarleika lyklunar, tekur m.a. tii íjölda efnisorða fyrir hverja heimild.
b) Hvaða fleti viðfangsefnis heimildar skuli setja fram með efnisorðum
(sbr. Mynd 3).
c) Hvort gefa eigi heimildum víðari efnisorð (e. generic posting) jafn-
framt því sem þær fá sértæk efnisorð.
d) Mótun reglna um meðferð sérnafna, s.s. að gefa jafnframt sérnafni til-
svarandi samnafn sem valorð.
Hafa þarf í huga við efnisorðagjöf að markmið hennar
er að undirbyggja heimildaleitir. Því er nauðsynlegt að gera
sér grein fyrir þegar á lyklunarstiginu hvernig tengja megi
saman efnisorð og hvaða leitartækni eigi að beita við upp-
lýsingaleitir eftir efnisorðum, t.d. á hvaða hátt megi nota
samsetta leit með Boole-leitartækni. Til að geta tengt sam-
an efnisorð kerfisbundið á leitarstiginu þarf að gefa hverri
heimild nokkur efnisorð á lyklunarstiginu eftir dlteknum
fyrirfram ákveðnum reglum. Gagnlegt getur verið að útbúa
eyðublað, eða nokkurs konar gátlista, fyrir efnisorðagjöfina
til að styðjast við til að tryggja sem mest samræmi og sam-
kvæmni við lyldunina.
Varðandi iyklun heimilda virðist málshátturinn „I upp-
hafi skyldi endirinn skoða“ eiga einkar vel við. Því mjög
mikilvægt er að þeir sem efnisgreina heimildir með hjálp
efnisorða setji sig jafnframt í spor notandans (e. end user),
þ.e. þeirra markhópa sem koma til með að leita upplýsinga
með hjálp lyldunarmálsins. Mikilvægt er til að lyklun skili
tilætluðum árangri að taka jafnan fullt tillit til þarfa al-
mennra notenda. Þurfa þeir ennframur að hafa aðgang að
þeim efnisorðaskrám sem lagðar voru til grundvallar við
lyklun heimildanna.
Notagildi kerfisbundinna efhisorðaskráa
í alþjóðlega staðlinum ÍSTISO 5963:1985 er, eins og
áður hefur verið vikið að, mælt með því að styðjast við
hjálpartæki lyklunar, s.s. kerfisbundnar efnisorðaskrár
(grein 4.2, s. 8).
10 Bókasafhið 20. árg. 1996