Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 20
cök, engin stjórn og ekki eiginlegt félag. Sá sem býðst til að
halda fund hverju sinni hefur umsjón með skipulagi og
dagskrá. Hann hefur samráð við aðra forstöðumenn um
fundarefni og eins láta menn vita ef þeir vilja að eitthvað
sérstakt efni sé tekið fyrir.
Vorfundurinn er tveggja daga fundur og haldinn úti á
landsbyggðinni. Haustfundurinn er dagsfundur og haldinn
á Reykjavíkursvæðinu annaðhvert ár, en annars í tengslum
við Landsfund Bókavarðafélags Islands. Oft eru mál sett í
nefnd sem vinnur úr þeim á milli funda.
Fundirnir eru bæði gagnlegir og skemmtilegir, þar eru
rædd sameiginleg mál. Menn miðla af reynslu og þurfa því
ekki að frnna upp hjólið aftur og aftur. Þá er ýmislegt gert
til skemmtunar, notið gestrisni heimamanna, farið í jökla-
ferðir og siglingar svo eitthvað sé nefnt. Bókaverðir kynn-
ast þannig á persónulegum nótum sem auðveldar samskipti
í starfi síðar meir.
Sameiginleg verkefni
Forstöðumenn stofnuðu sjóð sem bókasöfnin greiða í
árlegt framlag eftir stærð sveitarfélagsins. Akvarðanir um
notkun sjóðsins eru teknar á forstöðumannafundum.
Greitt var t.d. úr sjóðnum fyrir hönnun merkis bóksafna
sem notað verður á vegaskilti o.fl. Þá hefur sjóðurinn verið
notaður til að fjármagna gerð veggspjalda og auglýsingar í
sjónvarpi um sögustundir í almenningsbókasöfnum.
Forstöðumenn hafa unnið saman að ýmsum verkefnum
og verða hér nokkur talin:
Bæklingur um almenningsbókasöfn, póstkortið fræga
„Þú færð það á bókasafninu”, sameiginleg verðskrá fyrir út-
selda vinnu, talning heimildaleita og mat á upplýsinga-
þjónustu á fyrirfram ákveðnum tíma á söfnunum tvö ár í
röð. Komið hefur verið á fundi bókavarða sem sinna sér-
verkefnum, svo sem sögustundum. Stofnaður hefur verið
tölvupóstlisti forstöðumanna.
A síðasta forstöðumannafundi var Intenetið aðalmálið.
Rætt var um hvernig best verði staðið að aðgangi almenn-
ings að Internednu gegnum bókasöfnin.
Samvinna forstöðumanna tengist markaðssetningu al-
menningsbókasafna, enda teljum við ódýrara og markviss-
A góðri stund. - Rósa og Hulda.
20 Bókasafnið 20. árg. 1996
ara að söfnin standi saman að slíku, þ.e.a.s. markaðssetn-
ingu á þeirri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem þau veita.
Þetta efni fær alltaf talsverða umfjöllun og margar
skemmtilegar hugmyndir skjóta upp kollinum. Ein slík
kom frá Hrafni Harðarsyni í Kópavogi um að söfnin á
Reykjavíkursvæðinu skiptist á nætur- og helgarþjónustu
líkt og lyfjaverslanirnar. Slíkt myndi án efa vekja mikla at-
hygli.
Núverandi samvinna er góð svo langt sem hún nær. En
það má segja að við höfum kastað okkur út í þessa sam-
vinnu líkt og maður sem fleygir sér til sunds í þeirri góðu
trú að hann muni bjarga sér. Við höfum hvorki haft tíma
né fjármagn til að skipuleggja samvinnuna betur, gera hana
faglegri og þar með markvissari.
Verkefni framundan
í nóvember sl. var haldið námskeið í Finnlandi um sam-
vinnu milli sveitarfélaga um bókasafnamál. Finnar, Norð-
menn og Svíar hafa víða í heimalöndum sínum stofnað til
slíkrar samvinnu og voru nokkur dæmi kynnt á námskeið-
inu. Um tvenns konar samvinnu er aðallega að ræða.
Annars vegar samvinnu nokkurra sveitarfélaga þar sem
allsherjar uppstokkun er gerð. Uppbygging og þjónusta er
endurskipulögð frá grunni.
Hins vegar samvinna milli bókasafna nokkurra sveitar-
félaga um ákveðna starfsþætti eins og bókaval og milli-
safnalán, sameiginlega gagnagrunna, sérhæfmgu og upp-
byggingu ákveðinnar tegundar safngagna og fleira.
Framkvæmdin er vandlega undirbúin. Lagt er af stað
með samþykki ráðamanna og í samvinnu við þá. Sótt er
um styrki til verkefnisins úr þar til gerðum sjóðum (því
miður frnnast engir slíkir hérlendis). Lagðar eru fram ítar-
legar dllögur og verklýsingar og fjármagn tryggt til fram-
kvæmdarinnar.
Þessar framkvæmdir eru allrar athygli verðar og margt af
þeim hægt að læra. Fyrirhugaður er með vorinu fundur
Sambands íslenskra sveitarfélaga og almenningsbókavarða
og verður samstarf án efa rætt þar. Víst er að ekki er van-
þörf á slíku samstarfi hér á landi eins og bókasafnamálum
okkar er varið í dag.
Höfundar eru bókasafnsfræðingar. Marta HiLdur er forstöðu-
maður á Héraðsbókasafri Kjósarsýslu og Pálína bæjarbóka-
vörður á Bókasafri Seltjarnarness.
SUMMARY
Cooperation among Public Libraries
Refer to the reading societies, the predecessors of public libraries, and
their role in the cultural history of the nation. Trace shortly new develop-
ments and state that the Public Library Legislation from 1976 and its
accompanying Regulations from 1978 are obsolete long ago. Describe
three unsuccessful attempts to revise the legislation. Delineate in brief the
status and number of the local authorities and the public libraries in the
country. Discuss the role of the district libraries according to the Regul-
ations from 1978, which most of them cannot fulfil because of lack of
funds, adequate housing, professional personnel and automation. But
point out that many communities with over 4.000 inhabitants operate
libraries rendering versatile services. Encourage cooperation among local
authorities in reorganizing the library services within the country. Portray
the existing spontaneous cooperation among the directors of the public
libraries, which meet twice a year to share their experiences and to consult
on issues of common interest, e.g. the use of the Internet in public libr-
aries and marketing, They have established a common fund financing a.o.
the design of a common logo for public libraries, posters, library signs
pamphlets and other PR projects. Conclude by reporting on a course held
in Finland last November (1995) on cooperation among local authorities
on library operations and further on a prospective meeting of the Union
of Local Authorities in Iceland (Samband íslenskra sveitarfélaga), and
public librarians this spring.