Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 27

Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 27
Ruth Rendell: bresk f. 1930 Rendell hefur skrifað bæði undir eigin nafni og dulnefni, þ.e. Barbara Vine. Ruth hefur sent frá sér fjölda bóka undir báðum þessum nöfnum, en einkum hafa sögur Barböru verið sálfræði — tryllar. Sögur Ruth Rendell hafa margar verið kvikmyndað- ar og sýndar í sjónvarpi, t.d. sögurnar um Wexford lög- regluforingja. Nokkrar bækur hennar hafa verið þýddar á íslensku. A síðustu árum hefur hún talsvert breytt um stíl og yrkisefni. Sem Barbara Vine sendi hún frá sér Asta’s story fyrir tveimur árum, en hún fjallar um danska konu, inn- flytjanda í London í byrjun aldarinnar. Þjóðfélagsgagnrýni gætir talsvert í tveimur síðustu bókum hennar undir eigin nafni, The crocodile bird og Simisola, auk sálfræðilegs inn- sæis. Að okkar mati eru þessar tvær síðustu með því allra besta sem hún hefur skrifað. fylgist með störfum hennar og reynir að rétta hjálparhönd ef með þarf. Tvær af sögunum um Kinsey hafa verið gefnar út á íslensku. Anne Perry: (duln. f. Juliet Hulme) f. 1938 Anne Perry gaf fyrstu bók sína út árið 1978 og er þekkt fyrir sakamálasögur sínar sem gerast í London á Viktoríu- tímanum. í sögunum kemur vel fram þjóðfélagsleg staða fólks á þessum tíma, ekki síst stéttaskiptingin og staða kvenna. Anne Perry er dulnefni Juliet Hulme en hún er önnur aðalpersónan í kvikmyndinni Heavenly creatures þar sem lýst er sögu tveggja vinkvenna sem á unglingsárum myrtu móður annarrar. Patricia D. Cornwell: bandarísk f. 1956 Fyrsta bók Patriciu D. Cornwell var Postmortem (Krufn- ing) þar sem aðalsögupersónan er réttarlæknirinn Kay Scarpetta. Henni er síðan fylgt eftir í næstu bókum, sem nú eru orðnar fimm. Jafnframt því að segja sögu glæpamálsins þar sem sönnunargögnin koma smám saman í ljós er mik- il umfjöllun um einkalíf Kay og samskipti hennar við vini og starfsfélaga. Höfundurinn kynnir sér greinilega mjög vel það sem hann er að skrifa um hverju sinni og lýsir því af nákvæmni. Kirsten Holst: dönsk f. 1940 Hún hefur skrifað fjölda bóka, spennusögur, barna- og unglingabækur o.fl. Hún lætur yfirleitt lögregluna upplýsa málin og lýsir störfum hennar af skilningi og raunsæi, enda voru faðir hennar og afi báðir lögreglumenn (en maðurinn hennar er smiður). Kirsten er úrvalshöfundur og nýjasta bók hennar / al sin glans og herlighed er alveg sérstök. Hún er komin út á íslensku og heitir í allri sinni dýrð, en auk hennar hafa komið út á íslensku bókin Barnið á að sofha og Spennandi sjóferð. Kim Smág e: norsk f. um 1960 Hún er útlærður kafari og fyrstu spennusögur hennar fjalla um köfun. Sögurnar hafa þróast frá „ofurspennu“ í fyrstu bókunum til spennusagna með þjóðfélagslegu raun- sæi. Kim hafði vetursetu á Blönduósi fyrir fáum árum til að skrifa bók í friði. Hún er góður höfundur og alltaf að batna. Ein bók kom nýlega út á íslensku, Sub rosa. Amanda Cross: (duln. f. Carolyn Heilbrun) bandarísk á rúmlega besta aldri, þ.e. um sjötugt. Spæjarinn hennar, Kate Fanssler, er prófessor í enskum bókmenntum og sögurnar gerast í bókmenntalegu um- hverfi og hafa bókmenntalega skírskotun. Kate er um fimmtugt, vel gift, hefur góða kímnigáfu og drekkur malt- viský. Amanda Cross hefur skrifað u.þ.b. tíu „krimma“. Elisabeth Peters: (duln. f. Barbara Gross) bandarísk f. 1927 Peters hefur skrifað mikinn fjölda bóka, ástarsögur og „krimma“ og hvort tveggja í bland undir ýmsum nöfnum. Bestar af bókum hennar þykja okkur þær sem fjalla um Amaliu Peabody, enska kvenréttindakonu og landkönnuð um aldamótin síðustu. Sögurnar eru oft óborganlega fyndnar og líka ágætlega spennandi. Dorothy Gilman: bandarísk f. 1923 Gilman hefur skrifað fleiri bækur en tölu verður á kom- ið. Söguhetja hennar í einum bókaflokkanna er Mrs. Polly- fax. í fyrstu bókinni kynnumst við Mrs. Pollyfax þegar hún er orðin ekkja, rúmlega sextug og í þokkalegum efnum. Hún er orðin hundleið á bridsklúbbnum, orkideuklúbbn- um og öllum hinum klúbbunum svo hún sest niður og spyr sjálfa sig hvað hana langi til að gera. Jú, hana langar til að verða njósnari. Svo hún fer til aðalstöðva CLA og spyr eftir forstjóranum ... Ágætlega spennandi og fyndnar. Mrs. Pollyfax er yndisleg söguhetja. Svo eru þær ýmsar góðar gömlu, ensku kerlurnar í bransanum. Auk Agöthu sálugu eru t.d. Margery Alling- ham og Patricia Wentworth ósköp ljúfar og þægilegar ef þannig liggur á manni. Og þær eru líka alveg nægilega spennandi fyrir þroskaða lesendur. Höfundar eru bókasafnsfrtzðingar. Helga Einarsdóttir er for- stöðumaður bókasafns Kvennaskólans í Reykjavík og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir starfar í útibúi Borgarbókasafnsins í Gerðu- bergi. SUMMARY A Reading Club on Criminal Literature Report on a reading club founded in the fall 1994 by nine women interested in reading criminal literature. The club mainly deals with books by women. During the winter the members meet regularly once a month. The favourites and reading habits of the club are described. Most of the books are in English or from the other Nordic Countries. An annotated list of 21 authors of criminal stories accompanies the report, where short description of the main characters, mainly the detectives, is given. Bókasafnið 20. árg. 1996 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.