Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 29

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 29
Elísabet Halldórsdóttir, Margrét Björnsdóttir og Sólveig Þorsteinsdóttir Fengur Inngangur Dobis/Libis er alhliða bókasafnskerfi, sem nær yfir alla starfsþætti bókasafnsins. Það var upphaflega þróað við há- skólabókasöfnin í Dortmund í Þýskalandi og Leuven í Belgíu. Nú eru um 200 uppsetningar af kerfinu í um það bil 1500 bókasöfnum í 31 landi. Fjöldi safnanna er þó mun meiri þar sem mörg samtengd söfn eru víða talin sem eitt, t.d. er í einu héraði í Flórída 125 skólasöfn talin sem eitt bókasafn. Fyrirtækið ELiAS (Extended Library Access Solutions) í Leuven í Belgíu sér um nýsmíði og viðhald kerfisins. Kerf- ið er í stöðugri endurskoðun og þróun og er nú verið að setja upp nýja útgáfu af því hér á landi. Skýrr hf. er eigandi og rekstraraðili Dobis/Libis á íslandi. Það hefur gert við- haldssamning við ELiAS en í honum felst m.a. að Skýrr getur tekið upp breytingar jafnóðum og þær eru tilbúnar til dreifmgar. Þær eru aðgengilegar á heimasíðu ELiAS á Internetinu (http://www.elias.be) og er hægt að flytja breytingarnar með FTP beint til notenda. Einstök söfn geta gert á því breytingar og lagað það að eigin þörfum með aðstoð Skýrr. Nýtt nafn Dobis/Libis hefur verið í notkun hér á landi síðan 1989 en það var ekki íyrr en síðastliðið vor að ákveðið var að halda samkeppni um íslenskt nafn. Dómnefnd skipaði stjórn Bókls, en ráðgjafi hennar var Baldur Jónsson for- stöðumaður íslenskrar málstöðvar. Um 30 tillögur bárust og voru þær margar mjög frambærilegar. Fyrir valinu varð nafnið Fengur, nafnið vísar til afla og þótti dómnefndinni það vel við hæfi þar sem búast má við að notendur fái góð- an afla við leit í kerfmu, einnig að það hafi verið mikill fengur að þessu kerfi fyrir bókasöfn á fslandi. Fengur er líka eitt af nöfnum Óðins svo þjóðlegra getur það varla orðið. Sú sem átti tillögu að þessu nafni var Erla Kristín Jónas- dóttir, deildarstjóri í Gerðubergi og þótti það einkar ánægjulegt þar sem hún hefur unnið við kerfið frá upphafi þess hér á landi. Á sama tíma var hannað merki (lógó) Fengs sem sést hér að neðan. Fenguk Lýsing Fengur er sívinnslukerfi, allar aðgerðir, hvort sem um er að ræða skráningu, útlán, pantanir o.s.frv., skila sér strax inn í kerfið og eru þegar tiltækar til notkunar á öllum þeim stöðum, sem tengdir eru kerfinu. Utprentanir og tölulegar upplýsingar eru unnar í runu- vinnslu og sendar notendum beint í gegnum tölvupóstkerf- ið Meistarann. Fengur getur hýst mörg deildarskipt söfn. Það hentar því mjög vel til samvinnu margra bókasafna. Gagnagrunn- urinn sjálfur er öllum sameiginlegur, þannig að um leið og eitt safn skráir rit inn í kerfið, er það aðgengilegt öllum að- ildarsöfnunum. Aðrir þættir, svo sem útlán, eru sér fyrir hvert safn. Kerfið skiptist í efitirtalda þœtti: Leit, aðföng, tímarit, skráningu, útlán, almenningsað- gang og auk þess er tölvupóstur, en þar geta starfsmenn sent hver öðrum skilaboð og lánþegar sent starfsmönnum skilaboð. Þessir þættir eru samtengdir, þannig að hægt er að fletta upp í gagnagrunninum hvar sem maður er staddur í kerfinu. Auðvelt er að fara á milli einstakra starfsþátta. Tœknilegar upplýsingar Kerfið er keyrt á IBM 3090 stórtölvu hjá Skýrr. Kerfið samanstendur af u.þ.b. 500 forritum sem eru 400.000 for- ritalínur. Það er skrifað í smalamáli og PLl, CICS macro- level. Skrárnar eru vistaðar í gagnagrunnskerfmu VSAM (Virtual Storage Access Method). Tengingar aðildasafna við Skýrr Borgarbókasafn var tengt með SNA en með tilkomu TCP/IP staðalsins var tekin sú ákvörðun að tengjast með honum inn á alnet Skýrr. Þar með hefur safnið aðgang að Unix tölvu Skýrr, Internetinu, tölvupósti (E-mail), verald- arvefnum (WWW). Safnið notar Reflection sem 3270 skjáhermi og biðlara/miðlara samskiptaforrit með TN3270 til Skýrr. Notuð er 64 kb símalína. Bókasafn Garðabæjar, grunnskólar og Fjölbrautaskóli Garðabæjar verða tengdir Skýrr í gegnum hnútpunkt sem er staðsettur í Bókasafni Garðabæjar og er það TCP/IP tenging. Bókasafn Landspítalans er tengt í gegnum tölvu Land- spítalans við Skýrr með TCP/IP. Sjónvarpið, filmusafn og Bókasafn Sjúkrahúss Reykja- víkur eru tengd Skýrr með SNA tengingu. Skólasafnamiðstöð ásamt grunnskólum Reykjavíkur- borgar er tengt um Víðnet grunnskólanna. Skólarnir eru tengdir saman í gegnum hnútpunkta í sex skólum með 19.2 kb hraða línum. Skólarnir sem eru hnút- punktar eru með 64 kb línur til Ráðhússins. Þetta er gert til að ná niður kostnaði á línulögnum þar sem stuttar vega- lengdir eru milli skóla. Notuð er TCP/IP tenging á netinu svo nú er hægt að tengjast Internetinu á öllum tölvum skól- anna. Bókasafnið 20. árg. 1996 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.