Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Side 30

Bókasafnið - 01.06.1996, Side 30
Kostnaður: Verð cil Skýrr fyrir nýtt aðildarsafn í Feng. 1. Stofhkostnaður Grunnsafn kr. 290.000.- án/VSK Útibú hvert kr. 95.000,- án/VSK 2. Rekstrarkostnaður Grunnsafn kr. 15.800,- án/VSK pr. mán. Útibú kr. 4.900,- án/VSK pr. mán. Aðgangur Nú er hægt að tengjast Feng í gegnum telnet. Hægt er að gerast áskrifandi að leitarþættinum og leita í gögnum allra safna sem eru með safnkost sinn skráðan í Feng. Áskriftargjald er kr. 3.200 m/VSK á mánuði. Áætlað er að á næstunni verði hægt að tengjast Feng í gegnum WWW/Netscape. Hugsanlega verður þá hægt að leita í gegnum heimasíður safnanna sem nota Feng eða Upplýsingaheima Skýrr og yrði þá Fengur einn af fleiri gagnagrunnum sem hægt er að tengjast hjá Skýrr. Einnig er hægt að tengjast Feng með upphringisam- bandi í gegnum modem og er þá gjaldið kr. 4.500 m/VSK á mánuði. Fjöldi stofnana sem hafa aðgang að Feng eru 61. Fjöldi einstaklinga er 386. Stofnanir sem skrá efni í Feng og eru notendur kerfisins Borgarbókasafn Reykjavíkur Bókasafn Borgarspítalans Bókasafn Garðabæjar ásamt skólasöfnum Garðabæjar (grunnskólar og Fjölbrautaskóli) Bókasafn Landspítalans Ríkisútvarpið - Sjónvarp Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur ásamt öllum grunnskólum borgarinnar Safnkostur Safnkostur þessara safna er skráður í einn og sama gagnabrunn hvert sem form efnisins er, þar með taldar tímaritagreinar og bókakaflar. Söfnin sem skrá inn í Feng nota þrjú mismunandi flokkunarkerfi, Dewey-kerfið, Dansk decimalklassedeling (DK) og National Library of Medicine (NLM). Danska flokkunarkerfið sem er mjög líkt Deweykerfinu hefur stafina DK á undan marktölunni til að engin hætta sé á ruglingi milli kerfa. Notuð er Kerf- isbundinn efnisorðalykill eftir Margréti Loftsdóttur og Þór- dísi T. Þórarinsdóttur. Þar að auki notar Bókasafn Land- spítalans efnisorðakerfið Medical Subject Headings frá National Library of Medicine ( MeSH). Frá áramótum eru sett efnisorð á allt nýskráð efni auk þess sem farið er að setja efnisorð á eldra efni. • Borgarbókasafnið hefur skráð allan safnkost sinn í Feng. Það eru bækur, tímarit, myndbönd, geisladiskar, hljómplötur, nótur, hljóð- bækur o.s.frv. Skráðar eru valdar greinar úr íslenskum tímaritum og bókum. AJlt tónlistarefni er skráð, greiniskráningu á sígildri tónlist er lokið og byrjað er að greiniskrá dægurtónlist, þ.e. skrá hvert einstakt lag. • Bókasafn Borgarspítalans hefur skráð hluta af tímaritakosti sínum en hefur ekki enn tekið kerfið að fullu í notkun. • Bókasafn Garðabæjar byrjaði síðastliðið haust að skrá í Feng og skrá- ir allt nýtt efni sem safninu berst. • Bókasafn Landspítalans hefur skráð allan sinn safnkost í Feng. Fyrir utan bækur og tímarit hafa verið skráðar greinar úr öllum heilbrigð- istímaritum frá 1986 og eitthvað af eldra efni. Flestar doktors- og mastersritgerðir í læknisfræði og hjúkrun eru skráðar, lokaritgerðir í hjúkrun, fræðslubæklingar fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra og ljósmyndasafn Landspítalans. • Sjónvarpið skráir íslenskt efni sem sýnt er í sjónvarpinu, bæði frétta- , fræðslu- og skemmtiefni. • Skólasafnamiðstöð hefur skráð allan safnkost grunnskóla Reykjavík- ur, bækur, tímarit, myndbönd, geisladiska (tónlist), CD-ROM geisladiska, hljóðbækur, skyggnur, glærur og forrit, aðallega kennslu- forrit. Hluti af eldra efni aðallega erlendu er skráð skemmri skráningu en verið er að vinna við það að fullskrá það. Staðtölur Fjöldi aðgerða á mánuði eru ca 900.000 Fjöldi útlána á mánuði 83.392 Fjöldi lánþega 65.452 Fjöldi titla 106.381 Fjöldi eintaka 805.139. Notendafélög Starfandi er alþjóðlegt notendafélag DLUG (Dobis/Lib- is User Group). Til að kynna nýjungar og þróun á kerfinu eru árlega haldnir alþjóðlegir notendafundir víða um heim. Auk þess eru starfandi notendafélög sem ná til tiltekinna svæða. Stofnað var íslenskt notendafélag Fengs sem heitir Bókís. Stofnfundur félagsins var haldinn 1. desember 1993. Stjórn Bókís skipa einn fulltrúi frá hverju safni. Auk þess tilnefnir Skýrr einn áheyrnarfulltrúa. I stjórn félagsins eru: Elísabet Halldórsdóttir frá Borgarbókasafni, Margrét Björnsdóttir frá Skólasafnamiðstöð, Erla Jónsdóttir frá Bókasafni Garðabæjar og Sólveig Þorsteinsdóttir frá Bóka- safni Landspítalans. Fulltrúi Skýrr er Hendrikus Bjarnason. Bókís hefur haldið árlegar notendaráðstefnur, staðið fyr- ir fræðslu með námskeiðahaldi og gefið út handbók og bæklinga fyrir notendur. Stjórn Bókls starfar sem skráning- arráð til að samræma skráningu og efnisorðagjöf og hefur útskurðarvald hvað varðar skráningu í kerfið. Fulltrúar frá Bókís hafa sótt hina alþjóðlegu notenda- fundi allt frá 1989. Einnig hafa þeir sótt fundi sem haldn- ir eru af stjórn DLUG þar sem fulltrúar svæðisbundinna notendafélga er boðið að sitja fundi og koma með ábend- ingar og tillögur varðandi kerfið og tillögur um efni og til- högun notendafundanna. Árið 1994 var hin árlega not- endaráðstefna D/L haldin á Hótel Holiday Inn í Reykjavík dagana 6-9. sept. í samvinnu við Skýrr og Bókís. Notenda- ráðstefnan heppnaðist mjög vel og voru ráðstefnugestir 129 frá 15 löndum. Flestir voru gestirnir frá Evrópu en einnig frá Japan, Saudi Arabíu, Malasíu, Brasilíu og Bandaríkjunum. Fluttir voru 24 fyrirlestrar á fundinum. Samstarf Eitt af fyrstu samstarfsverkefnunum var að þýða kerfið yfir á íslensku. Það var unnið í samstarfi starfsmanna safn- anna og Skýrr. Starfsmenn safnanna sömdu íslenska hand- bók um notkun Fengs og stóð Skýrr undir kostnaði við ljósritun og möppur. Fyrsta fréttabréf félagsins kom út fyrir 2. notendafund félagsins 1995 og er ætlunin að gefa út fréttabréf reglulega. Einnig samdi stjórnin bækling fyrir notendur um upplýs- ingaleit og var hann gefinn út af Skýrr. Eins og fram kom hér að ofan stendur Bókís fyrir nám- skeiðahaldi og útgáfu fréttabréfs en eitt stærsta verkefnið 30 Bókasafnið 20. árg. 1996

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.