Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Page 31

Bókasafnið - 01.06.1996, Page 31
hefur verið að stuðla að samræmdri notkun efnisorða í Feng. Akveðið var að styðjast við efnisorðaskrána Kerfis- bundin efhisorðaskráfyrir bókasöfii eftir Margréti Loftsdótt- ur og Þórdísi T. Þórarinsdóttur, sem er eina efnisorðaskrá sinnar tegundar á Islandi. Skráin þótti henta vel að því tilskyldu að hún yrði stækkuð og endurskoðuð. I samvinnu við Margréti og Þór- dísi var ákveðið að bæta við efnisorðum í skrána og kom 2. útgáfa undir titlinum Kerfisbundinn efnisorðalykill út í lok mars 1996. Haldnir voru fundir þar sem söfnin komu með tillögur um breytingar og viðbætur. Borgarbókasafn, Bóka- safn Landspítala, Skólasafnamiðstöð og Skýrr lögðu að auki til fjárhagsstyrk. Þetta samstarf hefur verið með mikl- um ágætum og mætti vera öðrum til eftirbreytni. Ætlunin er að halda síðan samstarfinu áfram þannig að efnisorða- skráin verði sífellt í endurskoðun og gefin út reglulega. Gjaldtaka Mikil óánægja hefur ríkt með það meðal notenda Fengs að Skýrr tekur gjald fyrir aðgang að kerfinu og gjarnan bor- ið saman við ókeypis aðgang að Gýgni. Munurinn liggur raunverulega í því að Gegnir hókasafnskerfi Landsbóka- safns Islands - Háskólabókasafns sem ?r ríkisstofnun á fjár- lögum og kostnaður við ókeypis aðgang að honum er greiddur af þeim. Skýrr er hins vegar fyrirtæki sem stendur undir rekstri sínum með sölu á þjónustu. Bókfs fól Sól- veigu Þorsteinsdóttur og Elísabetu Halldórsdóttur að vinna að því að aðgangur að Feng yrði ókeypis og var beiðni til stjórnar Skýrr um endurskoðun á gjaldskrá fyrir leitarað- gang send í nóvember 1995 og málið sérstaklega kynnt for- stjóra Skýrr Jóni Þór Þórhallssyni. Stjórn Skýrr lét kanna hver kostnaður væri árlega en hann er áætlaður um átta milljónir króna á veraldarvefnum og er þá gert ráð fyrir að aðgangurinn standi undir kostnaði en verði ekki rekinn með hagnaði. Stjórnin telur það ekki á færi Skýrr að stan- da undir þessum kostnaði en er tilbúin að gera þjónustu- samning við t.d. Menntamálaráðuneytið urn þennan að- gang. Á vegum Menntamálaráðuneytis var starfandi nefnd í vetur um samskrá bókasafna og skilaði hún tillögum eftir áramótin. I skýrslunni kom fram að Fengur getur tekið við ótakmörkuðum fjölda notenda hvort sem þeir væru fullir aðilar eða notuðu kerfið sem samskrá. Ymsar leiðir eru til að skipuleggja samskrá, t.d. skipta eftir safnategundum eða eftir landfræðilegri dreifingu. Ljóst er að niðurstaða nefnd- arinnar þrýstir á að aðgangur að Feng sé ókeypis sem ann- ar af tveimur stóru gagnagrunnum landsins. Rætt hefur verið um að setja sama notendaviðmót á Feng og Gegni s.k. Z39.50 sem myndi gera mönnum kleift að leita í þeim báðum samtímis. Þetta gæti verið hluti af því að Fengur verði ókeypis en búast má við að til þess þurfi styrk frá Menntamálaráðuneyti og e. t. v. sveitarstjórnum. Ný útgáfa I apríl verður tekin í gagnið ný útgáfa af Feng. Með þeir- ri útgáfu verða ýmsar breytingar og má þar nefna að bætt verður við fleiri möguleikum í leit, hjálparmyndum verður fjölgað og leiðbeiningar fyrir notendur verða bftri og auk þess verða ýmsar breytingar sem auðvelda útprentun og vinnslu gagna. I Kanada er búið að hanna nýtt kerfi byggt á Dobis/Lib- is sem heitir Amicus. Kerfið lofar góðu og er mikill áhugi meðal notenda Dobis/Libis að kynna sér þetta kerfi sem hugsanlegan arftaka Dobis/Libis í framtíðinni. Lokaorð Þegar við Iítum yfir farinn veg teljum við samstarf þess- ara ólíku safnategunda hafa gengið mjög vel. Reynslan hef- ur sýnt okkur að skrár ólíkra söfn eiga vel heima saman í einum gagnabrunni. Komið hefur í ljós að söfnin eiga margt sameiginlegt og hefur samvinnan bæði haft í för með sér vinnuhagræðingu fyrir starfsfólk safnanna og auðveldað notendum aðgang að heimildum þar sem þeir geta nú leit- að í mörgum söfnum í einni leit. Höfundar eru bókasafnsfraðingar. Elísabet Halldórsdóttir starfar á Borgarbókasafni, Margrét Bjömsdóttir er forstöðu- maður Skólasafhamiðstöðvar Reykjavíkurog Sólveig Þorsteins- dóttir er forstöðumaður Laknisfrœðibókasafns Landsspítala Is- lands HEIMILDIR: Decimal klassedeling. 1996. [S.l.]: Dansk BiblioteksCenter. Dewey Decimal classification and relative index. 1989. New York : Forest Press. Dobis/Libis librarian guide. 1991. Brentford : AS/E. Fréttabréf Bókfs. 1993-. Handbók um Dobis/Libis. 1993. [S.l.] : Bókís. Margrét Loftsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir. 1996. Kerfisbundinn efn- isorSalykill (thesaurus) jýrir bókasöfh. Reykjavík : höf. Medical Subject Headings. 1975-. : Bethesda : U.S. Dept. of Commerce. National Library ofMedicine. 1994. Bethesda, Md.: U.S. Dept. ofHealth and Human Services. Skýrsla og tillögur nefhdar um tengingu íslenskra bókasafna í stafiant upplýs- inganet. 1996. [S.l. : s.n.]. Munnleg heimild: Hendricus E. Bjarnason, Skýrr. SUMMARY The Library System Fengur alias Dobis/Libis and its Use in Iceland Describe the use of the Dobis/Libis library system in Iceland, which was originally developed in Germany and Belgium. Report shortly on its history and development. The system has been in use in Iceland since 1989 and at the moment the new version is being installed. One year ago the system was given an Icelandic name, Fengur and a logo designed. The technical feasibility of the system is delineated. Its maintenance and modules are discussed and further the data base. The prices for in- stallation and maintenance for member libraries are given and the possi- ble connections to the database for searching, e.g. via Telnet and the World Wide Web. The participant libraries are listed (public, school and special libraries as well) and the holdings of the data base is described, e.g entries for books, periodicals, videos, etc., selected journal articles in all subjects, but entries for all Icelandic articles in the field of health sciences since 1986 are included, further selected older articles in that field. The member libraries have already catalogued most of its holdings and statist- ics on the database is given, where almost 80% are books. The function of the International Dobis/Libis User Group is discussed, and its annual meeting, where innovations and developments of the system are introd- uced. Besides local user groups are operating. The Icelandic User Group, Bókís, was founded on Dec.,lst, 1993, which holds annual conferences on the system, gives courses, publishes user manuals and pamphlets, coor- dinates the cataloging and subject heading policy. Report on the annual meeting of the International Dobis/Libis User Group held in Iceland in 1994. Conclude by discussing the discontent among the user of the data- base having to pay for search access, especially when compared with the free access to Gegnir the system of the National and University Library. Gegnir is on the national budget, but the firm operating Fengur is a free enterprise footing its operation by selling its services. Report on a com- mittee founded by the Ministry of Culture and Education on a union catalog of Icelandic libraries. It is under discussion to make both databa- ses searchable simultaneously by using the Z39.50 standard. Conclude by stating that the cooperation among the different library types (public, school and medical libraries) has been fruitful and it has advantages for the user who can search the databases of many libraries simultaneously. Bókasafnið 20. árg. 19% 31

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.