Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Page 35

Bókasafnið - 01.06.1996, Page 35
Hulda Björk Þorkelsdóttir Bókaval og innkaupastefna á almenningsbókasafni Bókasafn Reykjanesbœjar Bókasafn Rcykjancsbæjar er almenningsbókasafn sem þjónar um 10.500 manna sveitarfélagi, sem varð til við sameiningu þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum, Keflavík- ur, Njarðvíkur og Hafna. Auk þess er það héraðsbókasafn fyrir Gullbringusýslu skv. lögum nr. 50/1976. íbúafjöldi á Suðurnesjum er 15.534 manns, þar af þjónar safnið 1.836 manns sem hér- aðsbókasafn því skv. reglugerð verður sveitarfélag sjálfkrafa bókasafnsumdæmi með bæjarbókasafni þegar það öðlast kaupstaðarréttindi. Sandgerði og Grindavík eru skv. þessu sérstök bókasafnsumdæmi. Hlutverk almenningsbókasafna Hlutverk almenningsbókasafna er skv. 1. gr. áður- nefndra laga: Allar byggðir landsins skulu njóta þjónustu almenningsbókasafna, svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. Almenningsbókasöfn eru mennta-, upplýsinga- og tómstunda- stofnanir fyrir almenning. Þau skulu gefa fólki sem bestan kost á að lesa og færa sér í nyt bækur og veita afnot af nýsigögnum, svo sem hljómplötum, segulböndum og öðrum miðlunargögnum til fræðslu og dægradvalar. í 9. grein reglugerðar nr. 138/1978 sem fylgir þessum lögum segir m.a. um hlutverk miðsafna: 1. að veita almenningi möguleika á ævimenntun 2. að gefa almenningi kost á að verja tómstundum sér til menningar- auka og afþreyingar með heimaláni 3. ð halda uppi þjónustu við almenning með bókabílum 4. að annast útvegun bóka og annarra gagna að láni frá öðrum söfn- um 5. að vera upplýsing- og gangamiðstöð, þar sem haldið sé sérstaklega til haga efni, sem varðar umdæmið 6. að veita fræðimönnum sérstaka lestraraðstöðu Ldgmarksframlög sveitarfélaga í lögunum er gert ráð fyrir lágmarksframlögum sveitar- félaga til almenningsbókasafna, þau eru endurskoðuð ár- lega af Hagstofu íslands. Fyrir árið 1996 eru lágmarksfram- lögin svohljóðandi: a) Til bæjarbókasafns greiðir bæjarsjóður 1.302 á hvern íbúa kaupstaðarins. b) Til bæjar- og héraðsbókasafns greiðir bæjarsjóður 1.302 kr. á hvern íbúa kaupstaðarins.önnur sveitarfélög í umdæminu greiða 130 kr. á hvern íbúa og stendur sveitarsjóður skil á þessari greiðslu. c) Til héraðsbókasafns greiðir sveitarsjóður þar sem safnið er 1302 kr. á hvern íbúa hreppsfélagsins. önnur sveitarfélög í umdæminu greiða til safnsins 130 kr. á hvern íbúa og stendur sveitarsjóður skil á þessari greiðslu. d) Til hreppsbókasafns greiðir viðkomandi hreppssjóður (hreppssjóðir) 1002 kr. á hvern íbúa hreppsins (hreppanna). Samkvæmt þessu ætti Bókasafn Reykjanesbæjar að fá 13,4 millj. frá bæjarsjóði og um 240.000 frá þeim tveim sveitarfélögum á svæðinu, sem eru ekki orðin kaupstaðir. Fjárveiting til safnsins árið 1995 var hins vegar 27,6 millj., iTPin.T Bókasafhið 20. árg. 1996 35

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.