Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Side 36

Bókasafnið - 01.06.1996, Side 36
þar af fóru 4,2 millj. til bóka- og tímaritakaupa, launa- kostnaður var 10,7 millj., húsaleiga 7,4 millj. og gjaldfærð fjárfesting 550.000 krónur. Ekki er mér kunnugt um við hvað var miðað í upphafi þegar þessar reglur voru settar, en það er nokkuð Ijóst að það viðmið hlýtur að vera löngu úrelt. Það væri nær að miða við meðalverð bóka á hverjum tíma þannig að söfnin geti að minnsta kosti keypt eina bók á hvern íbúa ár hvert. Einnig væri hugsanlegt að taka útlánatölur safnanna með í reikninginn, búa til „vísitölu“ bókasafna. A Bókasafni Reykjanesbæjar er ekki til nein rituð inn- kaupastefna. Keflavíkurbær veitti á sínum tíma ríflega til innkaupa safnsins og virðist hafa verið hægt að kaupa vel inn af nýju og eldra efni. Nú þegar safnið er komið í nýtt húsnæði og allur rekstrarkostnaður miklu meiri en áður var þá hafa fjárframlög til innkaupa staðið í stað síðustu fjögur ár. Á sama tíma hafa útlán aukist um 75% og lánþegum fjölgað um 130%. Þetta kallar á markvissari innkaupa- stefnu og nákvæmari skilgreiningu á hlutverki safnsins. Ég tel að svipuð þróun eigi sér stað hjá flestum öðrum stærri almenningsbókasöfnum landsins. Markhópar bókasafha ogþjónustusvið Mikil breyting hefur orðið í málefnum bókasafna í land- inu síðan lögin voru sett árið 1976. Nú eru skólasöfn í flestum skólum Iandsins, bæði á grunn- og framhaldsskóla- stigi og ýmsar stofnanir hafa komið á fót sérfræðibókasöfn- um á sínu sviði. Þjónustu er því víðar að fá en á almenn- ingsbókasöfnum. Það eru ekki bara fræðimenn sem vilja nýta sér lesaðstöðu á söfnunum, skólanemar sækja einnig í þá aðstöðu þar sem hún er í boði. Breyttir kennsluhættir í skólum í formi meiri ritgerða- og heimildavinnu kalla á meiri notkun bókasafna en áður. Skólasöfnin eru flest ung að árum og vanbúin að taka við öllum þessum straumi, því leita nemendur í æ ríkari mæli til almenningsbókasafna. Þar er einnig yfirleitt lengri opnunartími en á skólasöfnun- um. Starfsfólk almenningsbókasafnanna er ekki alltaf í stakk búið að sinna þessum nýja hópi lánþega. Þá vakna ótal spurningar og ný vandamál að glíma við. Okkur vant- ar tilfmnanlega skilgreiningu á hvað er „almenningur." Telst t.d framhaldsskólanemi sem er að leita að heimildum um festi fyrir verkefnavinnu í áfanganum FÉL103 til al- mennings? Almenningsbókasöfn hafa reynt eftir mætti að sinna þessum þörfum en eru oft að drukkna í fyrirspurnum af þessum toga á álagstímum. Ný tækni með tölvur í broddi fylkingar, nýir miðlunar- möguleikar og upplýsingahraðbrautir á Interneti eru gull í greipum upplýsingabókavarðarins, en keppinautar við bók- ina þegar deila þarf niður of fáum krónum á marga staði. Allir þessir þættir kalla á endurskoðun á hlutverki almenn- ingsbókasafna og skilgreiningu á þjónustusviði þeirra. Innkaupastefna Bókasafhs Reykjanesbœjar Á Bókasafni Reykjanesbæjar hafa á síðustu árum orðið til nokkrar óskráðar vinnureglur um innkaup. Þær byggja á þeirri skoðun minni að aimenningsbókasöfn séu fyrst og frernst þjónustustofnanir fyrir þá sem vilja nota þau. Þau eru rekin fyrir almannafé, því eigum við að kaupa það sem beðið er um, innan ramma fjárveitinga. Ég tel það ekki okkar hlutverk að velja efni fyrir fólk. Því eru keyptar inn hér svokallaðar „sjoppubóktncnntir“ að hluta. Mín reynsla er nú sú að innihald þeirra er oft ekki verri bókmenndr en innbundnar „jólaútgáfubækur“ af sömu tegund. Ég hef einnig oft velt því fyrir mér hvers vegna fræðibókum, frum- sömdum og þýddum, sem ekki standast kröfur um frágang, hjálparskrár og tilvísanir sé ekki alveg eins hafnað og áður- nefndum bókmenntum. Reglur um innkaup eru í sífelldri endurskoðun og tengjast nýjum markmiðum sem unnið er að fyrir safnið. Þess má líka geta að starf PR-hóps forstöðu- manna almenningssafna tengist mótun nýrra markmiða. Þessar innkaupareglur eru eftirfarandi: • Þeir sem ekki eiga aðgang að öðrum söfnum ganga fyr- ir með þjónustu. • Leggja áherslu á að sinna afþreyingarlestri/horfun /hlustun og tómstundaiðju almennings ásamt endur- menntun og sjálfsnámi. • Kaupa allar íslenskar bækur á almennum markaði. • Kaupa ekki kennslubækur fyrir framhaldsskóla svæðis- ins nema til nota á lessal. • Beiðni um bókakaup frá lánþega ganga fyrir svo fremi ekki sé um kennslubók að ræða. • Eftirspurn ræður fjölda eintaka af hverjum titli að ákveðnu marki. • Eiga frekar fleiri titla en mörg eintök af sömu bók. • Koma á samræmingu og samvinnu í innkaupum allra bókasafna sveitarfélagsins/umdæmisins (ljósrita og faxa t.d. greinar úr tímaritum og senda á milli í stað þess að mörg söfn kaupi sama tímaritið en svo séu önnur ekki til á svæðinu). • Nota millisafnalánaþjónustu til hins ítrasta. 36 Bókasafhið 20. árg. 1996

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.