Bókasafnið - 01.06.1996, Side 41
ur og vel siðaður“ (Skarðsárannáll, s. 104). Er þetta rnikið
lof. Þar segir einnig að hann hafi komið hingað í land fyrst-
ur allra manna til að reka prentsmiðju og hóf hann hana á
Breiðabólsstað í Vesturhópi í Húnaþingi. Hann var réttur
maður á réttum stað á réttum tíma. Það var ekki skrýtið
þótt bornar væru í hann víurnar.
Jón sænski þótd góður verkmaður við prentverkið
heima á Hólum. Því miður er fátt eitt til af prentverki þessa
tíma, en aðallega var prentað guðsorð fram eftir öldum.
Upplög voru afar lítil, stundum aðeins nokkrir tugir ein-
taka. Þegar lúterskur siður hafði hasla ð sér völl hér var gerð
gangskör að því að útrýma kaþólsum ritum. Það var engu
líkara en menn ætluðu að strika vandlega yfir kaþólskan
kafla Islandssögunnar og einkum allt sem minnti á Jón
biskup Arason. Engin heil bók hefur varðveist frá bernsku
prentlistarinnar á íslandi.
Um eina bók, sem Jón sænski prentaði er vitað með
nokkurri vissu. Hún er nefnd Breviarium Holense og
stundum kölluð Breviarium Nidrosiense. Arni Magnússon
eignaðist eintak af henni en það brann 1728 í Kaupmanna-
höfn. Grunnavíkur-Jón, sem gjörþekkti safn Árna, mundi
eftir henni. Hann skrifaði titil hennar upp eftir minni og
lýsti henni allvel.
Tvö blöð, sem talin eru vera úr Breviarium Holense,
fundust í Konungsbókhlöðu í Stoklthólmi árið 1913. Dr.
Isak Collijn bókavörður þar rannsakaði þau og segir hann
engum vafa undirorpið að hér séu komin blöð úr þessu riti
sem Jón sænski hafi prentað á Hólum 1534 (Collijn, s. 14).
Ritið er í 4to stærð, prentað á þunnan pappír, tveir dálkar
á síðu og 29 línur að lengd. Prentunin er léleg með „Schwa-
backer“ letri sem var mikið notað í nágrannalöndunum um
þessar mundir. Ekki er að sjá að rauður litur hafi verið not-
aður sem annars var algengt með svertunni.
Einnig er talið fullvíst að Jón sænski hafi prentað ís-
lenska þýðingu guðspjallanna, handbók presta, sunnudaga
guðspjöll svo og aðra pistla og smárit.
Síðar fékk Jón biskup prentara sínum og nafna jörðina
Breiðabólsstað til ábúðar. Þar þjónaði hann sem prestur og
rak jafnframt prentverkið en hann átti sjálfur öll áhöldin til
þess eins og áður er getið. Prentsmiðjan mun hafa verið
lítil og áhöld fremur klén (Halldór, s. i).
Sé það rétt að hann hafi flúið lúterskuna í Svíþjóð, er
nokkuð kaldhæðið að hugsa til örlaga hans hér. Jón Arason
biskup var aliur þann 7. nóvember 1550, eins og kunnugt
er, og var síðasta vígi kaþólskrar trúar þar með fallið. Séra
Jón sænski fékk það hlutverk að þjóna sem prestur á
Breiðabólsstað og þá eftir lúterskri kennisetningu. Auk þess
vann hann prentgripi fyrir Ólaf Hjaltason, lúterskan bisk-
up á Hólum. Örlögin höguðu lífi hans því á annan veg en
hann að líkindum hefði kosið.
Prentarinn féll vel að aðstæðum í nýja landinu og lands-
mönnum féll vel við hann. Jón sænski þótti hinn mætasti
maður. Hann fann sér íslensku stúlku, kvæntist henni og
gat við henni börn. Frá honum mun mikill ættbogi vera
kominn.
I heimildum er til þess tekið að Jón sonur hans hafi ver-
ið mannvænlegur og honum kenndi Jón sænski að prenta.
Fram að því var hann einn um verkið. Það kom síðan í hlut
Jóns Jónssonar að flytja prentlistina áfram og vinna fyrir
Hólastól. Hann þótti afbragðs prentari. Jón erfði prent-
smiðjuna eftir föður sinn og notaði prentáhöld hans jafn-
an. Síðar á ævinni fór hann til útlanda til að fylgjast með
nýjungum og keypti þá inn áhöld til prentsmiðjunnar. Jón
sænski Matthíasson dó 1567 þá orðinn aldraður maður.
Hann hafði flutt með sér þekkingu hingað sem átti eftir að
valda straumhvörfum á íslandi.
Höfimdur er bókasafhsfi-œðingur með cand. mag. gráðu í ís-
lenskum bókmenntum og forstöðumaður Þjóðdeildar Lands-
bókasafhs Islands Háskólabókasafhs.
HEIMILDIR:
Collijn, Isak. 1914. Tvá blad af det forlorade breviarium Nidrosiense,
Hólar 1534. Nordisk Tidskrififór Bok- och Biblioteksvásen 1(1): 11-16.
Gödel, V. 1892. Katalog over Upsala universitets biblioteks fornisliindska
och fornnorska handskrifter. Uppsala : Almquist & Wiksells förlag.
Halldór Hermannsson. 1916. Icelandic books of the sixteenth century
(1534-1600). Ithaca, N.Y. : Cornell University Library. (Islandica
IX).
Magnus, Olaus. 1963. Historia om de nordiska folken. Uppsala : Gebers.
Olmert, Michael. 1992. The Smithsonian Book ofBooks. Wasington, D.C.
: Smithsonian Books.
Páll Eggert Ólason. 1917. Ritfregnir. Islandica IX. Icelandic books of the
sixteenth century (1534-1600). By Halldór Hermannsson. Skírnir
1917: 199-213.
Pétur Sigurðsson. 1940. Fornprent. Prentlistin fimm hundruðára. Reykja-
vík: Isafold.
Skarðsárannáll 1400-1640 1922-1927. Annálar 1400-1800. 1. bindi.
Reykjavík : Hið íslenzka bókmenntafélag.
Þorkell Jóhannesson. 1940. Prentlistin kemur til íslands. Prentlistin fimm
hundruð ára. Reykjavík : ísafold.
SUMMARY
Jón Matthíasson the Swede: the First Typographer in Iceland
Traces the life and work of the first typographer in Iceland, Jón the
Swede Matthíasson. He was a Swedish priest and itinerant typographer,
which worked on the European continent, before he came along with his
tools and skills to Iceland in ca. 1530 at the instigation of the last Cat-
holic bishop in Iceland. Tracks in brief the progress of the Reformation
on the European Continent and in the Nordic Countries as well. Discus-
ses the invention of printing with movable letters in Germany in ca. 1440
and its predecessors: block-books, wood-block and woodcut printing and
methods of combining printed text with a wood-block or engraving for
illustration. Deals with characteristic features of the incunabula like
colophons and custodes. Ponders on Jón's motives to go to Iceland and
his contribution there to printing, but he set up the first printing press in
Iceland. None of the printed books has been preserved undamaged, e.g.
because of the complete introduction of the Reformation in the country
in 1550 and the following demolition of Catholic books. After the
Reformation Jón was appointed to a parish in Northern Iceland where he
also pursued printing books, raised a family with many descendants and
passed away in 1567.
\
Bókasafnið 20. árg. 1996 41