Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 43
Starfifólk Þjóðdeildar meðpiparkökubókhlöðu, sem þau bökuðu saman fyrir jólin 1995.
• Safn prófessors Jóns Steffensens er þvervísindalegt.
Þar eru samankomin læknisfræði, mannfræði og sagn-
fræði. Er það safn ómetanlegt fyrir þá sem vilja kynna
sér sögu heilbrigðismála.
• Safn Benedikts S. Þórarinssonar, sem er blandað að
efni, býður upp á margs konar rannsóknir. Það hefur
sérstöðu hvað varðar eldra efni, ekki bara bækur heldur
líka dagblöð, tímarit, póstkort, flugrit og smárit af ýmsu
tagi.
• I skáksafni Willards Fiskes eru fágæt rit um skák og
sögu skáklistarinnar. Eru mörg hver í afar fallegu bandi.
Ekki er einungis um að ræða fágætt innihald bókanna
heldur má og lesa sögu bókagerðar og bókbands úr safn-
inu.
• Biblíusafnið sem Ragnar Þorsteinsson kennari gaf
vekur ævinlega athygli gesta og er það að vonum því þar
getur að líta Biblíuútgáfur á meira en 1220 tungumál-
um.
• Sænska safnið svokallaða eru tvær gjafir frá sænska
þjóðþinginu. Sú fyrri er frá alþingishátíðinni 1930, sú
síðari frá afmæli 1100 ára byggðar í landinu eða frá ár-
inu 1974. Þarna er meðal annars um að ræða íslenskar
bókmenntir gefnar út á sænsku. Ennfremur gefur að líta
sænskar bókmenntir og sænska menningarsögu. Lang-
flestar bækurnar eru bundnar í vandað band.
• Safn valinna erlendra fágætisbóka sómir sér vel í sér-
safnarýminu. Allar bækurnar hafa menningarsögulegt
gildi og sumar voru valdar vegna fagurs útlits, aðrar
vegna sérstaks innihalds og enn aðrar vegna sérstöðu í
prentlistarlegum skilningi. Hér getur að líta sýnishorn af
ýmsu því stórbrotnasta sem prentlistarsagan hefur upp á
að bjóða.
• Bækur úr bókasafni skáldjöfursins Einars Benedikts-
sonar eru meðal efnis í sérsafnarýmini. Mest eru það er-
lendar bækur í skinnbandi.
• Mark Watsson safnaði öllum bókum um ísland og ís-
lendinga á öðrum málum en íslensku. Hann vildi að
safn sitt gagnaðist útlendingum sem gistu Island og
vildu vita meira um land og þjóð.
• Vesturheimsprent í safhi Davíðs Björnssonar er mik-
ilvægt þeim sem skoða vilja útgáfur Vestur-íslendinga.
• Safn leikbókmennta, sem Lárus Sigurbjörnsson safn-
aði, er einstætt og afar mikilvægt rannsóknum í íslenskri
leiklist og leiklistarsögu.
• Kortadeildin mun einnig hafa sérstöðu. Hefur þegar
orðið til myndarlegur vísir að fágætissafni á því sviði
með tveimur merkum gjöfum íslandskorta á árinu 1995
til viðbótar við fyrri kortaeign safnsins. Kortin komu úr
safni Kjartans Gunnarssonar lyfjafræðings. Annars veg-
ar gaf Samband íslenskra sveitarfélaga 12 kort úr safninu
í júni. Hins vegar tóku bankarnir og Visa á Islandi sig
saman um að kaupa þau 72 kort sem eftir voru og gáfu
þá gjöf 1. desember, á ársafmæli stofnunarinnar. Þarna
er urn að ræða söguleg kort, en deildin á jafnt gömul
kort sem ný. Haraldur Sigurðsson bókavörður ánafnaði
deildinni álitlegu safni kortabóka. Koma þarf kortasafn-
inu á laggirnar sem fyrst og mun það verða einstakt í
sinni röð.
Svona mætti lengi telja ágæti sérsafnanna hvers um sig.
Hængur er á, að skráning á ritum sérsafnanna er skammt á
veg komin. Sérsöfnin eru einnig falleg ásýndar. Athygli
vekur fallegt band á mörgum bókum. Frá bóksögulegu
sjónarmiði hafa þau mikið gildi. Sérsafnarýmið verður
sannkölluð perla í Þjóðdeildinni í fyllingu tímans.
Fræðimenn sækja í sérsöfnin í síauknum mæli, en þar er
rannsóknaraðstaða fyrir fjóra til fimm gesti. Finnst þeim
ákaflega þægilegt að hafa allt efni til rannsóknar sinnar á
einum stað.
Þjónusta
Þjóðdeild er einkum ætluð þeim, sem eru að rannsaka
Bókasafhið 20. árg. 1996 43