Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 50
Ásgerður Kjartansdóttir
íslensk þróunaraðstoð á sviði
bókasafna- og
upplýsingamála í Malawi
Inngangur
í september síðastliðinn hélt greinarhöfundur til Malawi
í suð-austur Afríku á vegum Þróunarsamvinnustofnunar
íslands. Þróunarsamvinnustofnun hefur styrkt þróunar-
starf í Malawi allt frá árinu 1988 og þá á sviði fiskimála en
þetta er í fyrsta skipti sem stofnunin sendir bókasafnsfræð-
ing til starfa. Um er að ræða a.m.k. tveggja ára verkefni sem
snýr að ráðgjöf í fræðslumálum annars vegar og bókasafna-
og upplýsingamálum hins vegar.
Þróunarsamvinnustofnun Islands,
Hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar íslands er að
vinna að samstarfi fslands við þróunarlöndin. Samkvæmt
lögum um stofnunina frá
1981 skal markmið þess
samstarfs vera „að styðja
viðleitni stjórnvalda í
löndum þessum til að
bæta efnahag þeirra og á
þann veg eiga þátt í að
tryggja félagslegar framfar-
ir og stjórnmálalegt sjálf-
stæði þeirra á grundvelli
sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna.“ (Lög um Þróunar-
stofnun íslands nr.
43/1981).
Samvinna og aðstoð við
þróunarlönd er greind í
þrjá meginþætti; eiginlega
þróunaraðstoð sem miðar
að varanlegum umbótum
og framförum samkvæmt
skilgreindum markmið-
um, neyðarhjálp til að
ráða bót á bráðum vanda
og verkefnaútflutning og
viðskiptasamvinnu. Þró-
unarsamvinnustofnun ís-
lands miðar að því að
hjálpa fólki til sjálfsbjarg-
ar með því að miðla þekk-
ingu og verkkunnáttu,
einkum á þeim sviðum
þar sem íslendingar búa yfir sérstakri þekkingu og reynslu
sem hægt er að miðla með fræðslu og þjálfun. Jafnframt er
þess gætt að þróunarsamvinnan stuðli að varanlegum fram-
förum, vernd umhverfis og auðlinda, þróun atvinnulífs,
jafnrétti, lýðræði og mannréttindum. Áhersla er lögð á
50 Bókasafnið 20. drg. 1996
samvinnu við þau lönd þar sem lífskjör eru lökust og bein-
ist samvinnan að Grænhöfðaeyjum, Mozambique, Namib-
íu og Malawi.
Malawi, hið hlýja hjarta Afríku
Malawi liggur að Tansaníu í norðri, Mozambique í
austri og suðri og Zambíu í vestri. Landið er lítið, um
118.500 km2, af þeim þekur Malawivatn rúma 20.000 km2
en það er þriðja stærsta stöðuvatn Afríku. Landið býr yfir
mikilli náttúrufegurð og dýralíf er mikið enda staðsett í
hitabeltinu. Arstíðirnar eru þrjár, regntíminn frá lok nóv-
ember til apríl (meðalhiti um 25°), þá tekur „veturinn“ við,
þurr og svalur frá maí til ágúst (meðalhiti 21°) og síðan
heitasta tímabilið, sept-
Aðildaríki Þróunarbandalags ríkja í suðurhluta Afríku (SADC).
ember til október (meðal-
hiti 30°).
Malawibúar eru um 10
milljónir. Fátæktin er gíf-
urleg, enda telst landið
meðal þeirra fátækustu á
lista Sameinuðu þjóð-
anna. Menntunarstig er
lágt, aðeins um 42% þjóð-
arinnar kann að lesa.
Ungbarnadauði er mikill
vegna næringarskorts og
vanþekkingar og er talið
að um 25% barna deyi
fyrir fimm ára aldur.
Lífslíkur eru um 45 ár.
Eyðni er landlægur sjúk-
dómur í Malawi líkt og í
öðrum Afríkuríkjum.
Fólk á besta aldri deyr
umvörpum og fjöldi
munaðarlausra barna
eykst stöðugt. Þrátt fyrir
mikla og almenna fátækt
eru Malawar afskaplega
friðsamir, vinalegir og
broshýrir og er landið þess
vegna kallað hið hlýja
hjarta Afríku.
Um 90% þjóðarinnar
býr í dreifbýli enda borgir fáar og litlar. Höfuðborgin,
Lilongwe, telur aðeins um 350.000 íbúa og stærsta borgin,
Blantyre, um 400.000. Landbúnaður er aðalatvinnuvegur
þjóðarinnar og er aðallega ræktaður maís, baðmull, hrís-
grjón, tóbak og kaffi. Helsta útflutningsvaran er tóbak en