Bókasafnið - 01.06.1996, Side 58
millisafnalán ársins 1993. Þær tölur teljast því ekki mark-
tækar.
Möguleg áhrif tölvuvœðingar íslenskra bókasafna
fram til 1994 á millisafnalán
Fróðlegt er að kanna möguleg áhrif tölvuvæðingar bóka-
safna á millisafnalán þegar markmið Gagnabrunns bóka-
safna um eflingu millisafnalána, eru höfð í huga. A 28
(39%) bókasöfnum var merkt við þann kost að tölvuvæð-
ing í bókasafni þeirra brcytti engu um millisafnalán. Á 16
(22%) bókasöfnum var merkt við þann kost að tölvuvæð-
ingin auðveldaði þeim að sjá hvaða rit væru til í öðrum
bókasöfnum og á 12 (17%) bókasöfnum var merkt við að
þau gætu tengst tölvukerfum annarra bókasafna og þannig
séð hvað þar er til. Aðeins 2 (3%) sögðu að sérstakur milli-
safnalánaþáttur í bókasafnstölvukerfi þeirra auðveldaði
þeim auk þess framkvæmd millisafnalána. Á sumum bóka-
söfnum var merkt við.fleiri en einn kost. Spurningu svör-
uðu ekki 20 (28%). Á aðeins 24 (33%) bókasöfnum urðu
millisafnalán auðveldari við tölvuvæðingu. Það er því ekki
er hægt að líta svo á að auðveldun millisafnalána hafi verið
eitt af aðalmarkmiðum við tölvuvæðingu.
Stefhdu bókasöfn að auknum millisafnalánum
eða þótti aukningfyrirsjáanleg við tölvuvœðingu?
Á helmingi bókasafna, 36, var hvorki stefnt að aukningu
á millisafnalánum né hún talin fyrirsjáanleg. Á aðeins 8
(11%) bókasöfnum var merkt við stefnu um aukin milli-
safnalán. Á 21 (29%) bókasafni var merkt við fyrirsjáanlega
aukningu á millisafnalánum, þar af á 12 (17%) að þau
myndu aukast til bókasafns og á 9 (13%) að þau myndu
aukast frá bókasafni. Jafnframt var merkt við á 12 (17%)
bókasöfnum að fyrirsjáanlegt hefði verið að meira yrði um
að notendur annarra bókasafna kæmu í þeirra bókasafn til
þess að nota safnkost. Á einu (1%) bókasafni var merkt við
liðinn annað. Spurningunni svöruðu ekki 16 (22%). At-
hyglisvert er með hliðsjón af markmiðum Gagnabrunns
bókasafna, um eflingu millisafnalána, að helmingur bóka-
safna hvorki stefnir að aukinni samnýtingu safnkosts með
millisafnalánum né telur hana fyrirsjáanlega.
Ahrif þátttöku í samskrá á útlán og notkun
safnkosts á bókasafninu sjálfu
Á 15 (21%) bókasöfnum var merkt við að þátttaka í
samskrá hafi valdið breytingum á útlánum og notkun safn-
kosts og á 7 (10%) var merkt við að hún hafi ekki gert það.
Stór hluti, 50 (69%) bókasöfn, svaraði ekki spurningunni.
Enda má ætla að meirihluti þeirra hafi ekki tekið þátt í
samskrá á þeim tíma. Ennþá færri eða aðeins 16 (22%)
svöruðu spurningunni um hvað hefði breyst. Af þeim
merktu 15 (21%) við að þátttaka í samskrá hefði valdið
breytingum á notkun safnkosts: 8 (11%) að útlán hefðu
aukist til notenda heimasafns, 7 (10%) að útlán til annarra
en notenda heimasafns hefðu aukist og 10 (14%) að notk-
un annarra en notenda heimasafns á safnkostinum í safn-
inu sjálfu hefði aukist. Á 16 (22%) bókasöfnum var merkt
við að millisafnalán hefðu aukist, þar af hjá 8 að meira væri
fengið að láni frá öðrum og hjá 8 að meira væri lánað til
annarra en fyrir daga samskrárþátttöku. 2 (3%) merktu við
liðinn annað.
Viðbrögð við aukinni notkun utanaðkomandi
aðila á safnkosti, vegna þátttöku í samskrá
Þessari spurningu var svarað á 10 (14%) bókasöfnum. Á
4 (5.5%) þeirra var merkt við að notendur heimasafns
hefðu forgang og á 9 (13%) að þjónustan við utanaðkom-
andi aðila yrði aukin, þar af stefna 3 að því að notendur
heimasafns hafi forgang jafnframt því að þjónusta við utan-
aðkomandi verði aukin.
Urðu áhrif tölvuvœðingar á millisafnalán ís-
lenskra bókasafna eins og við var búist til ársins
1994?
Á 11 (15%) bókasöfnum var merkt við að svo væri, en
á 6 (8%) að svo væri ekki. Á 27 (38%) bókasöfnum var
merkt við að spurningin væri óviðeigandi, þar sem hvorki
hafði verið stefnt að breytingum á millisafnalánum né þær
taldar fyrirsjáanlegar. Spurningunni svöruðu ekki 28
(39%). í 8 (11%) svörum kom fram að of stutt var frá
tölvuvæðingu til þess að hægt væri að svara spurningunnni.
Breyttist stefna bókasafns um notkun millisafna
lána eftir tölvuvœðingu?
Á 20 (28%) bókasöfnum var merkt við að stefna bóka-
safns um notkun millisafnalána hafi ekki breyst við tölvu-
væðingu og á 4 (6%) að hún hafi breyst. Á 24 (33%) bóka-
söfnum var merkt við að spurningin væri óviðeigandi því
engin stefna var um millisafnalán. Spurningunni svöruðu
ekki 24 (33%). Tölvuvæðingin virðist hafa haft lítil sem
engin áhrif á millisafnalán og viðhorf til þeirra, þegar könn-
unin var gerð. Ef til vill er ekki hægt að búast við því þar
sem tölvuvæðingin auðveldaði ekki millisafnalán nema hjá
um þriðjungi bókasafna.
Ahrif tölvuv&ðingar í framtíðinni á notkun efrnis
utan heimasafns, með millisafnalánum og með
aðgangi að efni í rafrœnum gagnasöfinum
Öðru máli gegnir um framtíðina því á meiri hluta bóka-
safna 44 (61%) var merkt við að stefnt yrði að auknum
notum á millisafnalánum og nýtingu á efni í rafrænum
gagnasöfnum. Á aðeins 9 (13%) bókasöfnum var ekki
stefnt að slíku og 19 (26%) svöruðu ekki spurningunni.
Meiri hluti bókasafna stefnir að auknum notum á efni utan
heimasafns í framtíðinni: þ.e. efni í öðrum bókasöfnum
eða í rafrænum gagnasöfnum.
Jafnframt má ætla af svörum að í framtíðinni verði milli-
safnalán innanlands mun skipulagðari en nú er. Á 46
(64%) bókasöfnum var merkt við að æskilegt sé að milli-
safnalán séu skipulögð fyrir landið í heild og á 17 (24%) að
nauðsynlegt sé að samskrár í landinu verði efldar í þessu
skyni. Á aðeins einu (1%) bókasafni var hvorki talin þörf á
sérstöku skipulagi innlendra millisafnalána né á eflingu
innlendra samskráa, þar var talið að millisafnalán gangi vel
eins og málum er nú háttað. Á 3 (4%) bókasöfnum var
merkt við liðinn annað. Spurningunni svöruðu ekki 5.
Hvaða aðili œtti aðþínum dómi að hafa forgang
um samvinnu við millisafnalán?
Um þetta atriði var spurt með opinni spurningu, henni
svöruðu 51 (71%). 35 (49%) nefndu þjóðbókasafn, Lands-
bókasafn eða Háskólabókasafn [en þegar könnunin var
gerð höfðu þau söfn ekki enn verið sameinuðj. 10 nefndu
stjórnsýsluembætti svo sem bókafulltrúa ríkisins eða ríkis-
bókavörð [væntanlega að því tilskyldu að slíkt embætti
verði stofnaðj, 5 nefndu samstarfssöfn og forstöðumenn, 2
nefndu geymslusafn ef til væri og 2 bókasafns- og upplýs-
ingafræðina í Háskóla íslands. Nokkrir nefndu annað.
Sumir nefndu fleiri en einn aðila. Yfirgnæfandi meirihlud
58 Bókasajriið 20. árg. 1996